Vikan


Vikan - 30.10.1980, Side 25

Vikan - 30.10.1980, Side 25
I Þýðing: Sigurður Gunnarsson Smásaga mð hann vildi Beryl Sandwell smurði mér eina brauðsneið og settist n,iður við eldhúsborðið. Á þessum árs- tíma var ég venjulega sárþreytt þegar ég kom heim. Það fylgdi því vissulega mikið erfiði og mikil ábyrgð að kenna þrjátíu sjö ára börnum og helming skóla- ársins hafði Maggi einnig verið hjá mér. Mér þótti ákaflega vænt um hann og hafði alveg gleymt hvernig lifið var án hans. En stundum kom það fyrir að ábyrgðin hvíldi á mér af mjög miklurn þunga. Maggi var viljasterkur og mikill fyrir sér og eftir langan skóladag þurfti ég oftast að hafa mikið fyrir honum. jafnframt því sem ég varð að hugsa um matinn og gera við fatnað hans. Svo kynntist Maggi Símoni og bíla- verkstæðinu hans og þá sóttu skyndilega að mér nýjar áhyggjur þvi að nú fannst mér hann oft vera of lengi að heiman. Raunar var þetta þara vitleysa því að Símon var gamall vinur minn. Hann hafði haft jafnmikinn áhuga á vélum og Eiríkur bróðir minn og allur garðurinn okkar leit stundum út eins og verkstæði þegar mest var um að vera hjá þeim. Það var ekki fyrr en vinur minn Tommi sagði dag einn að Maggi virtist hafa fengið mikinn áhuga á bílum að ég varð gripinn verulegum kvíða. „Þig langar líklega ekki til að það fari eins fyrir honum og foreldrum hans." sagði Tommi alvarlegur. „Strákur á aldri Magga ætti að hafa áhuga á fót- bolta en ekki vélum.” Eftir þetta lagði ég mig fram við að örva áhuga Magga á einhverju öðru en vélum en án þess að ná nokkrum árangri. Tommi sagði að ég væri ekki nógu ákveðin og ströng. „Þú verður að sýna honum að þú meinir það sem þú segir,” sagði hann ákveðinn. „En vertu bara róleg. Ég skal taka hann i gegn þegar þið komið til okkar um páskana. Þú ert alltof undan- látssöm við hann." Tommi hafði vissulega að ýmsu leyti rétt fyrir sér, hugsaði ég á meðan ég sat við eldhúshorðið og dreypti á teinu. Ég hafði verið svo ákveðin í að gera mitt besta til þess að Maggi yrði hamingju- samur, — eins hamingjusamur og litill. foreldralaus drengur getur orðið. — að ég hafði líklega verið eftirgefanlegri en góðu hófi gegndi. Fyrstu ömurlegu dagana eftir að slysið vildi til hafði Tommi verið mér mikill styrkur og hjálpað mér á margan hátt. Ég hafði verið honum þakklát og reynt að leiða hjá mér að hann taldi sig vita með vissu hvað Magga væri fyrir bestu. Vel má vera að ég hafi verið of undanlátssöm við drenginn — en hann var nú eini ættinginn sem ég var í nánum tengslum við. Og fyrst það var svona erfitt fyrir mig að átta mig eftir missi bróður mins og mágkonu, hversu miklu erfiðara var það þá ekki fyrir lítinn dreng sem hafði misst alla fótfestu i lífinu. Heimboð foreldra Tomma hafði komið mjög óvænt en ég hafði þegið það samstundis. Nú fékk ég tækifæri til að lokka Magga frá bílaverkstæðinu í nokkra daga. Og með sjálfri mér vonaðist ég líka til að mér yrðu Ijósar tilfinningar minar gagnvart Tonima. Langaði mig til að giftast honum? Við höfðum hálft i hvoru verið trúlofuð í marga mánuði og innan skamms mundi hann vafalaust biðja mín. Satt best að segja hafði ég ekki enn gert upp hug minn. Ef til vill var það af því að ég hafði ekki enn náð mér að fullu eftir áfallið . Ef til vill hefði ég verið öruggari ef Tommi hefði ekki látið jrinákveðið i Ijós að honum geðjaðist -kki að fram- komu minni og uppeldisvenjum gagn- vart Magga. Ég lauk úr tebollanum og fór síðan að setja niður í töskurnar. Klukkan sex hvíldi ég mig um stund og las dagblaðið og þegar klukkan var orðin sjö var ég orðin mjög óróleg. Maggi var enn ókominn. Hvað var drengurinn eigin- lega alltaf að gera? Og þegar klukkan var hálfátta gat ég ekki beðið lengur, flýtti mér I kápuna og fór út til að svipast um eftir honum. Ég gekk beina leið að bensínstöðinni sem mér virtist að væri opin bæði nótt og dag. Þegar ég kom þangað var Simon að afgreiða viðskiptavin sem komið hafði til að kaupa bensin á bil sinn. Þegar hann ók burt ætlaði Simon strax að fara inn á verkstæðið en kom þá auga á mig. Hann nam staðar og þrosti. „Sæl. Inga,” sagði hann glaðlega. Þú ert líklega að leita að Magga? Hann er hérna og er að hjálpa mér. Hann er alveg ágætur, þessi litli snáði.” Símon var stór og sterklegur náungi, með blá, greindarleg augu og veðurbarið andlit. Hendur hans og vinnugalli voru löðrandi I olíu og oliublettum. Þegar hann brosti Ijómaði allt andlit hans. Ég dró andann djúpt og herti mig upp. „Það var gott að ég hitti þig einan," sagði ég. „Mig langar til að ræða við þig um ákveðiðefni." Hann brosti glaðlega. „Er það eitthvað sem snertir Magga?" Ég kinkaði kolli. „Ég met ntikils það sem þú hefur gert eftir að, —já.égá við. — þú hefur leyft Magga að koma hingað og ég er viss um að hann er oft fyrir þér. og..." „Nei, yfirleitt alls ekki," tók Símon fram í hlýlega. Þvert á móti — hann er mér oft til mikillar hjálpar. Og rétt i þessu er hann einmitt að þvo bíl fyrir mig. Eigandi hans kemur eldsnemma í fyrramálið til að sækja hann og ég hef hreint og beint engan tíma til að gera þaðsjálfur.” Ég saup hveljur og leit undan. Nú skipti öllu máli að vera ákveðin. „Já . . . það sem ég vildi sagt hafa . . . ég . . . ég vil helst ekki vera vanþakklát. . . en mig langar til að biðja þig að hvetja Magga ekki til að koma hingað svona oft . . ." Jæja, þarna hafði ég þá sagt það sem mér bjó í brjósti. Bros hans hvarf en augnaráðið beindist ákveðið til min..........Hvers vegna ekki?" spurði hann rólega. Ég brá víst litum, fór hjá mér og stamaði: „Af þvi . . . af því að hann hugsar alltof mikið um bíla og mótorhjól — og það vil ég helst alls ekki..." Þetta var eitthvað svo klaufalegt að ég óskaði þess að ég hefði ekki látið þessar hugsanir mínar i Ijósi. Símon var þögull stutta stund en sagði svo hlýlega: „Vegna slyssins. áttu við?" „Já . ..” Ég mátti vita að hann mundi skilja það. „Ég er svo hrædd, skal ég segja þér. . . já, hann er svo fjarska líkur — líkur Eiríki. Þú manst líklega að.. Það færðist skuggi yfir andlit Símonar. „Og þú ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Maggi feti i fótspor föðurins." Það var áberandi óánægju- hreimur I röddinni og ég sagði i bænar- rómi: „En það hlýtur þú að skilja, Símon?" Hann glotti. „Jú, ég skil það." Hann neri hökuna. „En hvernig geturðu látið þér detta i hug að hinn mikli áhugi Eiríks á bílum hafi verið orsök slyssins þar sem þú veist að það var ökufantur á alltof miklum hraða sem ók aftan á bilinn hans I þokunni..." Hann þagnaði og röddin var mildari þegar hann bætti við: „Ég get vel gert mér grein fyrir hve kvíðafull þú ert en það er hrein fjar- stæða að neita Magga um að koma hingað og hjálpa mér á verkstæðinu. Hann hefur yndi af því að vera hér og 44. tbl. Vlkan 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.