Vikan


Vikan - 30.10.1980, Side 36

Vikan - 30.10.1980, Side 36
Ratti lýkur söng ainum I kvaflju- höflnu á Sögu, djúpt snortin af stammnlngu kvöldslns. Agnes Löve, sem Ifka er listamaður á heknsmasllkvarfla og annaflist undlrleik altt kvöldlfl, er staflln upp til afl fagna — eins og allir hinlr. Á kvöldaefingu I Vogaskóla. Maestra Ratti vifl pianóifl og söng- stjóri Pólýfönkórslns er i röflum hinna óbreyttu. gærkvöldi á Sögu. Meðan Ingólfur var að tala á íslensku skildi ég hann ekki, en síðan tók hann að mæla á ítalska tungu. Þetta var eins og Itali hefði samið það — í einu orði sagt stórkostlegt. Hann er eins og eld- fjall — þegar hann gýs er gosið tilkomu- mikið. Ég var alveg undrandi hvað hann skildi tilfinningar mínar vel og persónugerð mína. Ég ætla að setja ræðuna hans í ramma upp á vegg heima hjá mér. Ferill Ratti er líklega lengri og merkari en svo, að hægt sé að rekja hann í stuttu máli. En eigum við að reyna að tína fram nokkur atriði? — Fyrir skömmu var tekið viðtal við mig. Mér brá þegar ég fór að rifja upp hvað ég hafði gert. Það var svo mikið. En ég hef alltaf einbeitt mér að músíkinni sjálfri, aldrei tekið saman yfirlit yfir hvað ég hef gert. Það er listin sem situr í fyrir- rúmi. — Hún hóf feril sinn í La Scala 18 ára, skýtur Ingólfur inn í. — það er alveg einstakt, að fara beint upp á fjalirnar í þessu æðsta musteri tónlistarinnar. — Si, si, segir Ratti. — Ég byrjaði í Ástardrykknum eftir Donizetti á móti DiStefano. En ég var raunar löngu byrjuð áður. Ég söng í skóla, 6, 7 og 8 ára. Þá söng ég í La Traviata í konsertformi á móti fullorðnum. Og þegar ég fluttist frá Genúa 8 ára gömul setti ég upp leikhús sjálf. Ratti hlær hressilega. — Áhugamál mitt frá því ég man eftir mér hefur verið að kenna og kenna. Skóla- félagar mínir tvístruðust alltaf á harða- hlaupum, þegar mig bar að, því ég vildi alltaf vera að kenna þeim. Það voru í mesta lagi 1 -2 eftir. Til þess að fara fljótt yfir sögu verður að nægja að geta þess, að eftir að hún varð fastráðin við La Scala, 18 ára sem fyrr segir, söng hún á móti mörgum helstu söngvurum heims, svo sem Jussi Björling og Mario Del Monaco, svo fá nöfn séu nefnd. Og í fyrra söng hún á móti Pavarotti í Ástardrykknum. Meðal þeirra kynsystra sem hún hefur sungið með má nefna nöfn eins og Mariu Callas og Renötu Tebaldi. Toscanini kynntist hún árið sem hann dó og við útför hans söng hún Sálumessu Verdis. Jafnhliða starfi sínu á La Scala söng hún gestahlutverk á flestum helstu sviðum beggja vegna Atlantsála, Metropolitan, Covent Garden — þið skuluð bara nefna húsin sjálf. Þó fór því fjarri, að hún gæti þegið öll boð sem henni bárust. Hún varð til dæmis að afþakka boð bæði til Japans og Argentínu. — Heimilið tekur talsverðan tíma, segir hún. — Mamma mía! Þetta getur verið ofboðslega erfitt. Að vera að hluta til móðir, hluta eiginkona, hluta kvenmaður, hluta söngkona, hluta kennari . . . og svo nýt ég þess þegar færi gefst að vera úti í sveit, vera að hluta til sveitakona. Ratti á tvö börn, Súsönnu, 14 ára, og Davíð, 6 ára. — Súsanna er að læra á hörpu og er mjög efnileg, segir Una. — Já, segir Ratti, — hún elskaði pianó, en það voru allir að læra á píanó, svo hún sneri sér að hörpunni. Hún er oft að stríða mér, móður sinni. Súsanna er alveg tággrönn og hún vill ekki syngja, bendir á mig og segir að allar söngkonur verði svona . . . og svona... og Maestra Ratti skellihlær og fer ýktum handahreyfingum yfir allar boga- línur líkama síns og líka þær beinu. — Davið aftur á móti teiknar og teiknar. Hann er bara efnilegur. Því má skjóta hér inn í, að Ratti er líka píanókennari. Ef eitthvað er líkt með unglingum á íslandi og Italíu getur það verið viðbótarskýring á hvers vegna dóttir 36 Vikan 44. tbl. I

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.