Vikan


Vikan - 30.10.1980, Page 39

Vikan - 30.10.1980, Page 39
— Það má þá líta svo á, sagði hann og kinkaði kolli, — að þér finnist betra að sitja og spila 21 upp á tugi þúsunda króna en að standa hálffreðinn uppi á pússu- lofti og fægja ryðgaða byssu- hólka með gæsafeiti? — Einmitt, herra ofursti. Óbreyttur hermaður nr. 13 sló saman hælunum. — Það er ekki hægt að líkja þessu tvennu saman. Ég er vitlaus í alls kyns spil... og veðmál! Ég skalt trúa þér fyrir því að ég hef haft meira upp úr því að veðja síðast- liðna þrjá mánuði en yfirmaður þénar á heilu ári. Ég viðja af hvaða tilefni sem er og vinn allt- , af. Ég gæti til dæmis veðjað tíu þúsund krónum að þú ert í rauðum nærbuxum, herra ofursti. Ofurstinn rauk upp úr stóln- um með svo miklu offorsi að hann rak hausinn í loftið. — Hvað meinarðu, maður? öskraði hann. — Rauðum nær- buxum? Ertu með öllum mjalla, maður? Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi heyrt annað eins. En óbreytti hermaðurinn nr. 13 var hreint ekki á því að láta slá sig út af laginu. Hann rétti höndina fram ótrauður. — Viltu veðja? Tíu þúsund krónum! Ofurstinn steig eitt skref fram til að taka í buxnastrenginn á óbreyttum hermanni nr. 13 og senda hann á fullri ferð fram í gegnum dyrnar og til Madsen liðþjálfa, en hann stillti sig. Hann fékk betri hugmynd. — Hvað ertu með mikið á þér? Óbreyttur hermaður nr. 13 tæmdi vasana og sló í flýti á upphæðina í t>eim. — Átján þúsund sjö hundruð og ellefu krónur, herra ofursti! Myndi nokkur félaga þinna lána þér krónu ef þú tapaðir þessum átján þúsund sjö hundruð og ellefu krónum? — Nei, herra ofursti. — Og þú átt ekki von á peningum að heiman? — Ekki túskildingi herra ofursti! — Gott, þá fær herdeildar- stjórinn að halda eftir launum þínum þar til þú verður sendur heim og við veðjum hér og nú átján þúsund sjö hundruð og ellefu krónum að ég er ekki í rauðum nærbuxum. Er það skilið? — Skilið, herra ofursti! Prýði- legt, herra ofursti! Madsen yfirliðþjálfi var kallaður innfyrir sem vitni og ofurstinn hneppti niður um sig. — Hvernig eru nærbuxurnar mínar á litinn, Madsen? — Hvítar, herra ofursti! Ofurstinn ýtti átján þúsund sjö hundruð og ellefu krónunum sigri hrósandi niður í skrifborðs- skúffuna. Madsen yfirliðþjálfi horfði forviða á hæstvirt yfir- vald sitt. Ofurstinn skýrði mál sitt i snatri: — Ég veðjaði við óbreyttan hermann nr. 13 um litinn á nær- buxunum mínum. Hann hélt því fram að þær væru rauðar. .. og tapaði. Þú ert til vitnis um að ég hef í fullum rétti tekið við veðmálsfénu sem lagt var undir. — Hárrétt, herra ofursti. Ofurstinn sneri sér að óbreyttum hermanni nr. 13 og öskraði „snáfaðu burtu” að hermannasið. Óbreyttur hermaður nr. 13 „snáfaði burtu”. — Þar fékk hann alvarlega lexíu, drundi ánægjulega í ofurstanum þegar nr. 13 var farinn út. — Nú getur hann í það minnsta ekki haldið áfram að veðja! — Ég er nú ekki viss um það, herra ofursti, sagði yfirliðþjálf- inn þungbúinn og smellti hælunum saman. — Rétt áður en við komum hingað inn veðjuðum við fimm þúsund krónum að hann gæti innan tíu mínútna fengið ofurstann til að gyrða niður um sig. Þýð.iaób. 44. tbl. Vlkan 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.