Vikan


Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 41

Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 41
Þýð.: Magnaa Matthiasdóttír (Ljósm. einkaróttur Vikan — Worldvision Enterprices Inc.) Fimmtándi hluti Með þvi að taka höndum saman við rússnaska fanga takst gyðing- um að brjótast út úr Sobibor- fangabúðunum. Neðan af götunni barst trumbuslátt- ur, hergöngulög. Það var búið að opna hliðið inn í gettóið og óvopnaður hópur gettólögreglu gekk um auðar göturnar. Á eftir þeim komu erlendu hjálparsveit irnar. Þær voru með riffla og vélbyssur. Nú birtist bill með kallkerfi og nam staðar á torginu miðju. Úr hátalaranum barst vingjarnleg rödd sem tilkynnti: „Gleðilega páska fyrir alla gyðinga- vinina okkar! Leggið niður vopnin! Komið í friði! Við skulum halda seder fyrir ykkur! Gleymið þessum kjánalegu skærum því leiðtogar ykkar eru ekki annað en svikarar sem senda ykkur i dauðann meðan þeir sleppa sjálfir!” Móses frændi, sem hafði æft sig í skot- fimi í kjöllurum. lyfti riffli sínuni og skaut hátalarann sundur meðeinu skoti. Hann lafði á slitnum virurn. Bílamir fóru i bakgír. Eftir skipunum frá SS mynduðu gettólögreglumennirnir og hjálparsveitirnar barátlusveitir. Þeir voru ekki á förum. Trumbuslátturinn upphófst aftur. Þeir gengu lengra eftir götunni. Anele vitz og aðrir fyrirliðar höfðu komið sér saman um að geyma skotfærin handa Þjóðverjunum. „Fyrst andstyggðar lögreglan okkar." sagði Zalman. „Slepptu þeim framhjá,” sagði Móses frændi. Eva smaug að öðrum glugga og miðaði byssunni sinni. Aaron renndi sér niður af skotfærakassanum og kom nær með kúlukassa og aukabyssur. „Litháen, Lettland, Úkraina,” sagði Móses frændi. „Gömlu kunnuglegu and litin." „Ekki skjóta,” hvislaði Zalman. „Einhvern daginn ætla ég að horfast i augu við Letta og segja: Bróðir, ég hlifði þér i gettóinu i Varsjá.” Þó ótrúlegt megi virðast héldu þeir áfram aðstreyma inn um hliðið. Nú var Waffen-deild SS á torginu. Þeir settu þar upp borð, hersima, eldhús. Þetta var meiriháttar hernaðaraðgerð. „Nú!" hrópaði Zalntan. Það var skotið úr mörgurn gluggum við torgið. Þjóðverjamir, sem gengu greitt og syngjandi að gatnamótum Nalewki- og Gensiagatna, hrundu niður. Raðir þeirra riðluðust. Dauðir og særðir lágu eftirá götunni. Samfleytt skotregn barst al' háa loftum, svölum og gluggum hátt á húsum, eins og þeim sem Móses, Zalman, Eva og Aaron krupu við. og nasistasveitirnar lögðu á óskipulegan flótta. Þau heyrðu þýska herforingja kallast á fyrir neðan sig: „Hvar i andskotanum eru þeir?" „Hörfið!" „Farið i skjól!” Móses frændi lyfti riffli sinum aftur og sagði: „Það er þá Guð á himnum þrátl fyrir allt. Ég var farinn að efast." „Maður gæti dáið hamingjusamur eftir þessa sjón,” sagði Zalman. „Sjáðu hvernig þeir flýja.” „1 fyrsta sinn á ævinni." sagði Móses um leið og liann hlóð riffilinn á nýjan leik, „finn ég blóð Daviðs konungs ólga i æðuni mér. Trúið mér, þetta er margfall bctra en að fara eftir lyfseðlum." „Ekki falla útbyrðis, Weiss," sagði Zalman. Þjóðverjamir reyndu margoft að hópa sig saman að nýju, að sækja sina dauðu og sáru, og i hvert einasta skipti stöðvaði þá eldveggur. Stundum fóru gyðingahópar. vopnaðir skammbyssum. niður á götuna til að berjast við nasistana milli húsa. Fyrstu vopnaátökin stóðu i röskar tvær stundir. frá sex að ntorgni til klukkan átta, og þó ótrúlegt niegi virðast varðekkert mannfall hjá gyðingum. I^eir liöfðu komiðSS fullkomlega á óvart. Von Stroop. þýski hershöfðinginn sem neitaði að fara sjálfur inn i gettóið og láta svo litið að berjasl við gyðinga, játaði það siðar i skýrslu sinni að.. 44. tbl. Vikan 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.