Vikan


Vikan - 30.10.1980, Síða 44

Vikan - 30.10.1980, Síða 44
Framhaldssaga Með annarri hendi greip hann um hönd Aarons Feldmans. með hinni leiddi hann gamla konu. Gamli skeggjaði maðurinn sem hafði leitt sed er fyrir tuttugu dögum byrjaði að fara meðShema. ..Shema Isroel Adonai E/ohenu. Adonai Ehud. . . Þau báðu ál'ram og vottuðu trú sina þar til skothriðin hófst. Þau dóu öll. Hópur Evu Lubin var heppnari. í þrjátíu stundir gengu þau um holræsi Varsjár. Einn morguninn heyrðu þau sprengingu fyrir ofan sig, sáu dagsljós og komu upp í útjaðri borgarinnar. Samband hafði náðst við hóp gyðingaskæruliða. Það beið þeirra flutningabill. Þeim fáu, sem lifðu af gettóuppreisnina i Varsjá. var ekið inn i skógana. Andspyrnunni i borginni sjálfri var lokið. Dagbók Eiríks Dorfs Auschwitz í ágúst 1943. Ég er alltaf lengur og lengur frá Berlín. Ég hef aldrei séð foringja okkar — sérstaklega þá Kaltenbrunner og Eichmann — ákveðnari i að vinna nokk- urt verk. Af hverju? Ég velti þvi ákaf- lega l'yrir mér. Það er ekki annað en tímaspursmál hvenær stríðið er tapað. Um daginn var Mússólíni handtekinn. Það er búið að gera innrás á Sikiley. Síðustu aðgerðir okkar í Rússlandi mislókust. Það hefur meira að segja borist uggvænleg skýrsla þess el'nis að skæruliðahópur Rauða hersins hal'i brotist í gegnum Karpata viglinuna — fimm hundruð milum handan okkar eigin víglínu. I dag var ég i Auschwitz til að aðgæta hvort Hoess hefur nægilegt magn al' Zyklon B. hvort flutningalestir Eichmanns konia á réttum tíma. Álagið á Auschwitz og aðrar gjör- eyðingarbúðir — það er einkennilegt hvað ég er búinn að herða mig upp til að nota þelta orð — mun aukast. Nú. þegar búið er að útrýma Varsjá. hefur Himml- er fyrirskipað tafarlausa eyðileggingu allra pólskra gettóa. Það hefur eina merkingu: meiri vinnu okkur til handa. Hér verð ég að geta þeirrar staðreynd- ar að sumir Evrópubúar eru ekki sam- þykkir fyrirætlunum okkar. Búlgarar. til að mynda, slavnesk þjóð, sem ég hef engar taugar til, hafa boðið okkur birginn og dreift gyðingum sínum og falið þá. Og Italir eru enn erfiðir, neita samvinnu. scnda gyðingana í klaustur og út i itölsku sveitirnar. Það veldur mér áhyggjum að alls staðar þar sem her- flokkar okkar mæta slíkri andspyrnu gefast þeir meira eða minna upp og snúa séraðöðrum verkefnum. Hvað sem öðru liður, þetta heita siðdegi snæddi ég i matsal yfirmanna í Auschwitz. Eichmann og Hoess voru viðstaddir. Þeir voru eins og venjulega rólegir i bragði. einbeittir og fullir af nýj- um fyrirætlunum. Áin er tekin að sliflast af öskunni. Nú losa þeir sig við úrganginn frá ofnunum á akri nokkuð frá búðunum. Útundan mér sá ég Kurt frænda minn koma inn i salinn. Hann forðaðist að líta á mig. settist einn og sat þegjandi og tottaði pipu sína. Siðan atvikið varð i skrifstofu hans. þegar hann vogaði sér að leggja á mig hendur, höfum við ekki yrt hvor á annan. Ég var hálfnaður með bréf frá Mörtu, þegar mér brá i brún. „Er eitthvað að? spurði Eichmann „Drottinn minn dýri,” sagði ég. „Það var gerð sprengjuárás á götuna okkar." Eichmann sagði að Englendingar og Ameríkumenn væru hreinræktaðir villimenn sem enga virðingu bæru fyrir mannslifum og borgarmenningu. Churchill var villimaður sem hleypti stríðsvélum sinum á saklausa borgara, bætti Hoess við. í bréfi sínu fullvissaði Marta mig um að hún og börnin hefðu verið óhult í loftvarnabyrgi meðan á árásinni stóð. Það urðu einhverjar skemmdir á í- búðinni. Fallega píanóið okkar rispaðist þegar gifs féll á það. Það voru fleiri fréttir í bréfi Mörtu. Faðir Lichtenberg. vandræða- gemlingurinn geistlegi sem tók ekkert mark á ráðum mínum i sambandi við gyðingaprédikanirnar sínar, dó í Dachau. Ég vorkenndi honum svolitið. Hann skildi bara ekki nauðsyn þess að fljóta með straumnum, að sætta sig við það óhjákvæmilega. Ég gat dauða Lichtenbergs við þá Eicþmann og Hoess. Þeir höfðu engan áhuga. Og því skyldu þeir hafa það? Hvað er eitt dauðsfallið enn — prests eða leikmanns. Þjóðverja eða Pólverja? Það sem mestu skiptir er að hreinsa Evrópu af gyðingum; við vitum það allir; við skiljum allir hve áriðandi verkefni okkar er. Þessi útrýmingarherferð er lifs- nauðsynleg þungamiðja alls þess sem Foringinn hefur kennt okkur. Hún er veltiásinn. lyftistöngin, kjarninn i hreyfingu okkar. Hún er ekki einvörðungu meðalið eða tilgangurinn, heldur lilgangurinn og meðalið til að fá kynhreina Evrópu sem lýtur stjórn nor- rænnar yfirstéttar. Eichmann fleygði frá sér hnífi og gaffli Hann þvertók fyrir að borða rifja steikina sína. „Veistu það. Hoess. að það er óþolandi fýla frá þessum reykháfum. Versnar með hverjum degi sem liður. Hvernig er hægt að borða hérna?” Hoess missti ekki matarlystina. Hann drakk tékkneska bjórinn sinn og gleypti i sig steikina. „Ekkert við þessu að gera, Eichmann. Við meðhöndlum tólf þúsundir daglega, sem er metframleiðsla i öllum búðum. Ég var að frétta að Teresienstadt sé líka kominn á útrýmingarlistann. Rúmenía, Ungverja- land. öll fara þau að senda okkur gyðinga bráðlega. Fjörutíu og sex ofnar duga ekki til.” „Við eigum öll við okkar vandamál að stríða, Hoess. Ég er enn að slást við her inn um lestir. Helvítin halda því fram að þau þurfi á öllum farartækjum að halda fyrir heri sína í Rússlandi. Hvort kemur fyrr? spurði ég þá — Rússland eða út- rýming gyðinga? Þeir áttu engin svör. Þeir vita hver meginskipunin er.” Mér flaug í hug að Kurt frændi heyrði þetta allt, þegar Eichmann og Hoess hækkuðu róminn; Hann hafði ekkert borðað, bara reykt pipuna sína og drukk- ið kaffí, og hann var mjög alvörugefinn að sjá meðan hann fylgdist með öllu. Skyndilega stóð hann á fætur, skellti niður fáeinum mörkum og gekk framhjá okkur. Um leið leit hann á mig með slíkum viðbjóði og hatri að ég hélt ekki að hann ætti það til. Svo fór hann. Enn sá ég i augum Kurts sömu ásökun og sömu reiði og ég hafði lesið úr andliti föður míns þegar ég var drengur. Gerir fullorðið fólk sér grein fyrir sárindunum sem það veldur börnurrr i með vanþóknun sinni? Mér fannst ég þurfa að sýna frænda mínum í tvo heimana, kæfa þá siðferði- legu yfirburði sem hann sýnir mér, þessa sjálfskipuðu samvisku sem hann er orðinn mér. Svo ég spurði Hoess hver stefnan væri i sambandi við að nota gyðinga sem vinnuafl. Hann svaraði að hún væri óbreytt en það „lægi meira á”. Það er að segja, nú er þeim ekki bara þrælað út þar til þeir fara í „sérlega með- ferð" heldur eru Pólverjar og Rússar fengnir i staðinn hvenær sem hægt er — jafnvel þó gyðingarnir virðist nægilega sterkirtilaðvinna. „Mér er tjáð að það séu enn nokkur hundruð gyðingar í vegavinnu,” sagði ég. „Og ég hef séð fjölmarga kristna fanga sem gætu komið í þeirra stað.” „Þá á að gera það. Ég get ekki fylgst meðöllu, Dorf.” Hann itrekaði fyrri fyrirmæli. Allir gyðingar sem nú voru i Auschwitz og allir sem þangað kæmu áttu að fá sér- lega meðferð. Hæfileikar, styrkur, for- réttindi skiptu engu máli lengur. Ég lagði það á minnið að senda Hoess minnisseðil um gyðingana hans Kurts frænda. Frásögn Rúdís Faðir minn varð fyrir högginu ein- Bókaverslun Andrésar Nielssonar h/f Skólabraut 2 — Kirkjubraut 54 Akranesi. Hríngið eða komið og leitið uppl. Sími 93-1985 og 1293. 44 Vlkan 44. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.