Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 45
Helena (i miðlð) er gefin Rúdi Welea er þeu hafe gengið til liðs vKJ endspymuhreyfingu Sesha frssnda. hvern tima i ágúst 1943. Ég hef ekki getað komist að nákvæmri dagsetningu. Einhvern tima um miðjan mánuðinn voru hann og Max Lowy vinur hans. sem hafði verið með honum í Berlin og Varsjá. og allur vinnuflokkur þehra sendir fyrirvaralaust frá vinnu sinni og i gasklefana. Pabbi og Lowy og þriðji maðurinn — náungi sem lifði af og sagði mér frá þessu — voru að vinna viðflokkunarvél. Þriðji maðurinn hafði fregnað það hjá nýkomnum manni að Varsjárgettóið hefði gert uppreisn. Margir Þjóðverjar voru drepnir. Þeir höfðu beitt skriðdrek- um og flugvéium og stórskotaliði til að sigrast á skæruliðum gyðinga. Báðir spurðu hann hvort einhverjir vinir þeirra hefðu tekið þátt í þessu, en hann vissi afskaplega lítið. Andspyrnu- hreyfingin var þurrkuð út en Þjóðverjar Þurftu sjö þúsund manns til að þeim taekist það. Meðan þeir ræddu þannig saman sáu þeir SS-foringja ganga til Kurts Dorf og rétta honum blað með fyrirmælum. Þeir deildu eitthvað en þar sem Dorf var óbreyttur borgari hafði hann takmörkuð völd. Þeir heyrðu foringjann segja skýrt og greinilega: ,Það kemur annar vinnu- flokkur I staðinn.” Nú birtist hópur SS-manna. Gyðingunum, sem unnu fyrir Kurl Dorf. var skipað að mynda tvær raðir. Þeim var sagt að það ætti að fara með þá i aflúsun. Það var hætta á nýjum tauga veikifaraldri. Það varð þögn. Svo hópuðust mennirnir saman. Sumir tóku að gráta. Einn maðurinn féll á kné og faðmaði stigvél SS-foringjans. „Þetta ætti hann ekki að gera." sagði faðir minn. „Við getum þó að minnsta kosti haldið i stoltið.” Lowy saup hveljur: „Þessu er vist lokið, doksi." „Já, við erum búnir að fara langt saman." „Það er nú ekki beinlínis búið að vera skemmtireisa, doksi.” Þeir- voru látnir ganga af stað í áttina að steyptu byggingunum og reykháf unum. „Þú hefur verið góður vinur, Lowy," sagði faðir minn. „Og ef ég mætti bæta þvi við. prýðilegur sjúklingur. Þú greiddir alltaf reikningana þína á réttum tima og kvartaðir litið.” Lowy deplaði tárunum burt. Hann leit á verðina. „Doksi . . . hvers vegna ráðumst við ekki bara á þá? Við deyjum hvort eð er. Tökum fáeina með okkur. Hvaðeraðokkur?” „Alla okkar ævi hefur okkur verið kennt að gera það ekki.” Þeir gengu yfir heitt og rykugt svæðið, eftir veginum sem þeir unnu við að leggja. Þeir sneru sér einu sinni við. Verkfræðingurinn stóð einn sér með krosslagða handleggi og horfði á eftir þeim. „Réttu mér höndina, Lowy,” sagði pabbi. „Mér líður eins og krakka. Fyrsti skóladagurinn." Faðir minn reyndi að gera að gamni sinu til að létta á óttanum. „Lowy, léstu einhvern tima lita eftir gallblöðrunni þinni? Ég er búinn að vara þig við henni árum saman, alveg siðan þú komst fyrsl á stofuna til mín í Groningstrasse.” „Kannski læt ég gera það í haust.” Þeir gengu áfram. Menn hrösuðu. Þeir vissu hvað til stóð. „Það er þokkalegt að deyja svona eða hitt þó heldur,” sagði Lowy. Einhver fyrir aftan þá kallaði: „Kannski er þetta bara það sem þeir segja — aflúsun.” Lowy kinkaði kolli. „Já. Aflúsun." Hann horfði á knýttar hendur sínar. prentarahendur. „Skollinn sjálfur, það er svart blek undir nöglum minum, doksi. Jæja, kannski komu dreifiritin að gagni.” „Ég er viss um það," sagði pabbi. Fáeinum stundum siðar voru þeir aflifaðir með gasi ásamt tveim þúsundum annarra. í september bárust Sasha frænda fréttir af fullri lest af Luftwaffe-flug- mönnum sem áttu að fara yfir járn- brautarspor skammt frá nýjustu búðum okkar. Hann ákvað að reyna að sprengja brautina i loft upp og gera á þá árás úr launsátri. Þegar þar var komið sögu höfðum við gert margar árásir, bæði á úkrainska hermenn og Þjóðverja, og okkur fannst þetta vera besti fengur okkar hingað til. Við höfðum misst menn en fjölskyldu- búðirnar höfðu haldist undir traustri stjórn Sasha frænda. Við áttum fleiri byssur en nokkru sinni fyrr og meiri mat. Það var furðulegt hvað bændurnir tóku að bera mikla virðingu fyrir okkur þegar þeir sáu okkur vopnaða og ögrandi. Helena krafðist þess að koma með. Hún hafði tekið þátt I nokkrum árásum — þvert gegn vilja mínum — en ég hafði sérlega miklar áhyggjur af henni í þetta sinn. Þetta var of hætlulegt. Lestirnar voru alltof vel búnar vopnum, með vél- byssur bæði að framan og aftan. Sasha sendi mig til að binda dinamitið við járnbrautarteinana. Það var hræði lega heitt þennan dag. Kakískyrtan mín var rennandi vot af svita. Tylft skæru- liða var falin I trjám og runnum til hliðar við veginn, þar með talin Helena, Yurí og Nadya. Ég var búinn að læra lalsvert um sprengiefni. Það er ekkert erfitt að læra neitt af þessu. Það sem er erfitt er að safna nægilegum kjarki til að notfæra sér þekkinguna. (Tamar segir að gyðingar verði hermenn á einni nóttu i ísrael. Vopnaðir og þjálfaðir komu þeir heiminum til að gleyma að þeir hafi ein- hverju sinni verið óttaslegnir gettóbúar). Við heyrðum lest flauta I fjarska. „Flýttu þér," sagði Sasha. „Það er nógur timi," kallaði'ég til baka. Ég gekk úr skugga um að dinamíl stangirnar væru tryggilega festar og að hvellhetturnar væru á slnum stað. Þung höggin frá hjólunum myndu gera þær virkar. Um leið og sprengingin yrði myndum við láta skothrið og hand- sprengjur dynja á vögnunum. Þetta voru stærstu aðgerðir okkar fram að þeim tima. Ég batt síðustu hnútana og gekk siðan inn I kjarriðog sótti vélbyssuna mína. Helena stóð við hliðina á mér. Hún virtist smávaxin og varnarlaus. En hún var lika með vélbyssu og það héngu handsprengjur um hálsinn á henni. 44- tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.