Vikan


Vikan - 30.10.1980, Síða 46

Vikan - 30.10.1980, Síða 46
Framhaldssaga „Hvilik hálsfesti,” sagði ég. „Égerstoltaf henni." Ég kyssti hana á kinnina. Hún var hrædd. Við vorum það öll. En við vorum búin að læra að sýna það ekki. Við myndum aldrei þiðja um miskunn. Við myndum deyja fyrr en við gæfumst upp. Sasha frændi sperrti eyru í áttina sem lestin átti að koma úr. Hann virtist áhyggjufullur. „H vað er að?” spurði ég. „Ég held að þeir séu að nema staðar.” Við lögðum öll við hlustir. Handan við sveig á sporinu heyrðist shug-shug- shug - járnbrautarvél að hægja á sér. Svo þagnaði hljóðið og vélin virtist and- varpa. Við biðum. Ég hef sjaldan séð Sasha svona æstan. Hann kinkaði kolli til min. „Rúdi, laumastu þangað og gáðu hvað er á seyði.” Ég skreið á maganum, hélt vélbyss- unni I fanginu og náði að sveignum á sporinu. Eftir skamman spöl enn kom ég auga á lestina. Hún hafði numiðstaðar. Á þaki fremsta vagnsins var vélbyssa og hópur manna. Þeii skimuðu i kringum sig. Lestin var góðan spöl frá sprengihleðslunum sem ég hafói koniið fyrir. Eitthvað hafði vakið grun þeirra. Kannski voru þetta þara öryggisráðstaf- anir — þeir vissu af skæruliðum I héraðinu. Þá kom ég auga á hermannahóp sem kom út úr lestinni, allir I fullum her klæðum. Þeir tóku að ganga hægt eftir sporinu en lestin haggaðist ekki. Ég skreið aftur til Sasha og þeirra hinna. „Þeir eru búnir að senda menn á staðinn,” hvislaði ég. Sasha yggldi sig. „Þeir hafa fengið ábendingu. Við skulum konia okkur burt eins hratt og við komumst.” „Við ráðum við þá,” sagði ég. „Ráðumst á þá úr launsátri. Látum þá koma.” „Nei. Ekki nema við stöndum betur að vígi. Þeir gera út af við okkur með vélbyssunum. Allir fari burt.” Við lögðum af stað I gegnum skóginn. Þjóðverjana grunaði greinilega eitt- hvað þvi við heyrðum skipanir gjalla. menn hlaupa eftir mölinni. Lestin mjakaðist líka áfram en komst ekki að sprengjunum. Svo tók vélbyssan að gelta fyrirvara laust. Greinar og sprek brökuðu og kvörnuðust upp allt umhverfis okkur: „Dreifið ykkur!” hrópaði Sasha frændi. Ég greip um handlegg Helenu og við hlupum gegnum skóginn. Greinarnar smullu í andlit okkar, gripu i föt okkar. Mig langaði að snúa mér við og skjóta, reyna að stöðva þá, því ég heyrði þé elta okkur — stígvélasmelli, hrópað á þýsku, rifflagelt, hærri hvelli frá upphækkuðu byssunni. Og skyndilega varð Helena fyrir skoti. Hún hneig niður orðalaust og hélt enn i hönd mína. Ég stansaði og kraup hjá henni. Andlit hennar var rólegt, fölt. Þar sást enginn sársauki. Kúlurnar höfðu hitt hana í bakið og drepið hana þegar i stað. Hún lá þarna og virtist minni en nokkru sinni fyrr. enn fegurri, og ég grúfði andlit mitt að brjósti hennar. Ég veit ekki hvers vegna þeir skutu mig ekki lika. Riffilskefti skall á höfði minu og ég missti meðvitund. Suniir úr flokknum sluppu. Fjórir, þar með talin Yúri og Helena, voru drepnir. Ég og tveir ungir menn aðrir voruni' sendir þangað sem Rauða hers föngum var safnað saman — og enn kann ég enga skýringu á þvi. Venjuleg regla um meðferð skæruliða var að skjóta þá um leið og þeir sáust. En kannski ælluðu þeir að pynta okkur og fá á þann hátt upplýsingar um alla skæruliðahreyfinguna. Okkur var ekkert gefið að borða, fengum rétt nægilega mikið af vatni til að halda í okkur lifinu og skyndilega og með miklum fyrirgangi skipana og aðgerða vorum við fluttir upp i gripa vagn. Ég hnipraði mig saman i horninu og fannst verið að flytja rnig til dauða mins. Ef til vill var ég búinn aðsvíkja dauðann of lengi. Ég hugsaði um Helenu. hvernig hún dó hljóðalaust i kúlnaregni. Hún ' vildi koma með í árásarferðir svo við gætum dáið saman. Nú var hún horfin. ég var á lifi. Ég fann til sektarkenndar, l'annst ég vera auvirðilegur og óverðug- ur. Ég hefði átt að telja hana af þessari kjánalegu ákvörðun hennar. Ég grét lengi þar sem ég húkti i skröltandi og háværum vagninum. Ferðin virtist engan endi ætla að taka. Einn maðurinn sagði að við værum á leið til Póllands. Hann hafði séð vegarskilti. Það sannfærði mig um að við yrðuni drepnir. Ef til vill yrðum við settir i þrælkunarvinnu einhverja hríð. Loks var lestin tæmd á stað sem hét Sobibor. Við vorum látnir ganga milu spöl eða svo i fangabúðir — gaddavir hékk á steyptum stöplum, leitarljós, há girðing, hundar. varðmenn. Drunga- legur. hræðilegur staður. Reykháfar spúðu reyk í fjarska. Dauðabúðir. Eftir nokkra hríð var ég sendur í skála þar sem ég klifraði upp í koju og féll þegar i þungan, martraðarkenndan svefn. Mig dreymdi æsku mína i Berlin, leikina sem ég var vanur að fara í — og í huga mínum var tími skelfingar og uppgjafar. - Þegar ég vaknaði bjóst ég við að finna Helenu við hlið mér eins og hún hafði verið árum saman. Kannski kallaði ég meira að segja nafn hennar. En ég grét ekki framar. Það var vaxið með mér djúpt innra holrúm. búið að naga tilfinningar minar, hjarta mitt. Hún var dáin. Málstaður okkar var glataður. _Ég myndi aldrei framar sjá Sasha eða vini mina meðal skærulið- anna. Skálinn var yfirfullur. heitur og daun illur. Þó undarlegt megi virðast var hann hljóður. Sumir mennirnir töluðu iágt saman á rússnesku og ég greip orð og orð á stangli. Ég þóttist sofa, sneri mér við og sá fimm eða sex ræfilslega útlit- andi menn í illa förnum einkennis- búningum hermanna sitja á bekk. Þeir horfðu á teikningu á kassaloki. Einn maðurinn stóð á milli þeirra og min og átti greinilega að hafa auga með mér. „Jarðsprengjusvæði.” heyrði ég hann segja. „Hér. Hér.” Ég var búinn að læra talsvert i rúss- nesku þann tima sem ég var meðal skæruliðanna og af Helenu. Enn lagði ég við hlustir. , „Gaddavir, tvöfaldar raðir.” sagði maðurinn. „Við þurfum kannski á vírklippum að halda.” Annar maður spurði: „Hvað með SS skálana? Byssurnará vatnsturninum?” „Við verðuni að rota þá.” sagði fyrri maðurinn. Ég áttaði mig brátt á þvi að fyrirliðinn væri Rauða hers kafteinn sem hét Barski. Maðurinn sem hann var að tala við hét Vanya og var undirforingi hans. Svo sagði Vanya allt í einu: „Kaft- einn. við erunt ekki nteð eina einustu byssu.” „Við komumst yfir þær.” Ég reisti mig upp á olnbogann. Það brakaði í kojunni. Maðurinn sem hafði auga með mér sagði eitthvað við hina. Vanya sagði: „Skepnan er búin að vera vakandi og hlusta á okkur.” Hann kont að kojunni og dró ntig niður úr henni. Ég streittist i móti. Það kom næstum til handalögmála. Aðrir skildu okkur. „Haltu lúkunum frá mér.” sagði ég á slæmri rússnesku. Vanya reyndiaðslá mig i magann. Ég bar höggið af mér og réðst aftur á hann. Hann og nokkrir aðrir ýttu mér í neðri koju. „Hvað heyrðirðu?”spurði Barski kaft- einn. „Ég skildi það ekki. Ég er þýskur gyðingur. Rússneskan mín er ekki nægi- lega góð.” Barski skipti yfir i jiddisku — nægi- lega skylda þýsku til að viðgætum talað saman. „Áfram með þig, um hvað heldurðu að við höfum verið að tala?” „Það hljómaði eins og þið væruð að ráðgera strok.” Vanya hristi höfuðið. „Hann er hel- vítis njósnari, Barski," sagði hann. „SS kom honum hér fyrir. Þýskur. gyðingur. andskotinn hafi það." Barski bankaði í öxlina á mér. „Hvað heitirðu. krakki?” „Weiss. Rúdí Weiss.” „Djöfulinn ertu að gera hér i Sobibor?” „Sobibor? Ég veit það ekki. Ég var i lest með hóp annarra fanga. Ég vár skæruliði i Úkrainu.” Þeir litu hver á annan. Barski settisl niður gegnt mér. „Hlustaðu nú á mig, Weiss. ef þú heitir það þá. Ef þú ert njósnari verðum við að drepa þig. Þetta eru dauðabúðir. Það er gasklefi hérna og ofnar. Við ætlum að komast burt. Ef Þjóðverjar settu þig hér til að njósna urn okkur þá kyrki ég þig nteð eigin höndum.” Svo ég sagði þeim sögu ntina — frá flótlanum frá Berlín fyrir mörgum árum. flakkinu um Evrópu, Tékkó- slóvakiu, Úkrainu. Þegar ég kom þar að er ég slóst í hóp með hóp Sasha frænda Ijómuðu augu Barski. „Hvað gerði hann áður en hann varð skæruliði?” spurði Rauða hers foringinn. „Hann var læknir. 1 þorpi sem heitir Koretz.” Hann spurði mig að fleiru — hverjir væru aðrir í hópnum, hvort það væri rabbii með þeim. Svör min virtust gera hann ánægðan. Ég sagði honunt frá nokkrum átökum sem ég hafði tekið þátt i — árásinni á aðalstöðvar SS. öðrum árásunt. Þegar ég hafði lokið máli rninu leit hann á hina. „Ég trúi honum.” sagði Barski. „Þetta hljómar fáránlega. Berlinarstrákur, þýskur gyðingur i bardögunt hér, en það hafa gerst fárán- legri hlutir.” „Mér finnst við ættunt að drepa hann,”sagði Vanya. En Barski hafði látið sannfærast. Hann hristi höfuðið. „Heyröu mig. Weiss, veistu hvað gerist i þessunt búðum? Þeir drepa tvö þúsund á gasi daglega. SS-mennirnir sofa á koddurn úr hári af gyðingakonunum sem þeir drepa. Einkartttur á Islandi — (Gcrald Grcen — Buokman Agency.) 46 ViKan 44. tbl. Framh. i ncesta hlaði.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.