Vikan


Vikan - 15.04.1982, Qupperneq 15

Vikan - 15.04.1982, Qupperneq 15
Vitað er að mótun foreldra hefur áhrif á hvernig maka börnin velja seinna meir. Karlmaður sem hefur átt ráðríka móður sem hann hefur verið mjög háður er til dæmis líklegri til að leita sér að konu sem getur tekið ábyrgð en konu sem þyrfti að treysta á hann í einu og öllu. Það er hins vegar ekki einungis val á maka sem tengist fyrirmyndum í bernsku heldur einnig við hverju maður býst í sambúð. Kona sem hefur átt föður sem brást vonum hennar óskar gjarnan eftir að eignast eiginmann sem er andstæða föður. Hún býst oft við að eiginmaðurinn eigi að uppfylla það sem hún fór á mis við. Val á maka er flókið fyrirbrigði og valda margir þættir því að einmitt þessi en ekki hinn fellur betur i geð. En eitt er víst, að upplifun á sambandi foreldra í bernsku ræður þar einhverju um. Það er margreynt úr fjölskyldumeðferð þegar hjón reyna að skilja og gera upp sitt samband. Fjölskyldan tekur ákveðinni þróun Fyrsta stigið hjá nýstofnaðri fjöl- skyldu er að losa um tengslin við upp- runafjölskylduna og reyna að fá til- Fjölskyldumál finningalegum þörfum fullnægt hjá maka. Eftir að sambúð hefurr hafist þurfa einstaklingarnir að læra hvernig á að taka tillit hvor til annars á mörgum sviðum þannig að sambúðin verði full- nægjandi fyrir báða. Annað stig sambúðar einkennist gjarnan af því að barn fæðist í fjöl- skylduna og fólk verður að reyna sig í nýju hlutverki, foreldrahlutverkinu. Með tilkomu barns er algengt að sam- bandið milli hjóna breytist. Samband getur versnað ef mikið hefur gengið á áður en barnið fæddist eða ef sambúðin hefur staðið stutt yfir. Þriðja stig í þróun fjölskyldu er gjarnan timabilið þegar foreldrar hætta að vera foreldrar lítilla barna og verða foreldrar stórra barna — unglinga. Hér reynir á hvort fjölskyldan getur hjálpað börnunum til þess að verða sjálfstæðir einstaklingar. Þetta tímabil er oft erfið- leikatímabil í fjölskyldum. Fjórða stig fjölskyldunnar einkennist af því þegar börnin flytja endanlega að heiman. Hér reynir á hvort hjónin geta sleppt börnunum og byggt sjálf sig upp, lifað lífinu að nýju sem sjálfstæðir ein- staklingar. Þetta reynist mörgum erfitt — sérstaklega konum sem hafa einungis helgað sig börnum og heimili. Fimmta stig í fjölskyldu einkennist af því að líkamlegir og andlegir kraftar þverra. Þau verkefni sem áður var tekist á við minnka. Það reynist oft erfitt að verða gamall en þá skiptir máli i ellinni hvort viðkomandi einstaklingi finnst að lífið hafi verið ánægjulegt og tengslin við aðra góð — sérstaklega fjölskyldu- tengslin. , _ L5 L~>v Spennum beltin ALLTAF ekki stundum iiar0*" |—' SIÐU inm Árs ábyrgð Fullkomin viðgerða- og varahluta þjónusta ir oþnari fyrir | stað þess að ^ Styður þú á ilýjum bílnum, opnast sjálfkrafa og kveikir Ijós. Þú ekur inn, styður á hnappinn og hurðin lokast. í tækinu er sérstakur rafeinda- minnislykill þannig að ekkert annað tæki getur opnað þinn skúr — eða þína vörugeymslu. Kynnist þessari tækni, sláið á þráðinn — við erum í síma 86544. meimi heitir Fyrir fjölskylduna fyrirtæki bílageymslur w FRA U.S.A. FYRIRLIGGJANDI: Bílskúrshurðarjárn. Einangraðar a \\ bílskúrshuröir. 15 tbl. Vikan lf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.