Vikan - 15.04.1982, Qupperneq 20
Höfundur: Livja Flood
Þaö er
aldrei að vita
H ún hafði komið i bæinn í tilefni af
stúdentaveislu. Upplögð og hamingju-
söm, glöð við tilhugsunina um að nú
myndi hún hitta aftur vini frá unglings-
árunum. En Lisbeth var þekkt fyrir að
vera alltaf hamingjusöm og glöð. Það
eina sem skyggði á gleði hennar núna
var að eiginmaðurinn var ekki með,
aðallega vegna þess að hann var ekki
gefinn fyrir skemmtanir. Hann hafði
lítinn áhuga á því að vera með
ókunnugu fólki og halda uppi
samræðum við borðdömu sem hann
þekkti ekki. Hann hafði heldur ekki
orðið stúdent.
Lars var skógarmaður og mundi verða
utangátta innan um allan þennan
fögnuð eldra fólks vegna þess eins að
það hafði lesið sér til stúdentshúfunnár.
— Far þú bara, hafði hann sagt þegar
veislan barst í tal. — Þú skemmtir þér
betur án mín, þar að auki hef ég frekar
mikið að gera á þessum tíma árs.
Hún blikkaði til hans og spurði hvort
hann væri ekki hræddur um hana og
hann hafði sagt það versta sem karl-
maður getur sagt við konu sína: — Ekki
á þínum aldri, sagði hann. En þegar
hann skildi að það hafði sært hana bætti
hann við í gamni og alvöru: — Þú ert
allt of blóðheit, stúlka min, til að vera
mér ótrú.
Það hljómaði ekki sérstaklega rökrétt
en það var rökrétt. Að minnsta kosti
eftir hans heilbrigða hugsunarhætti.
Köld kona heldur að aðrir menn geti
gefið henni það sem eiginmaðurinn er
ekki fær um að gera, þess vegna leitar
hún eftir ævintýrum. Heit og ánægð
kona hefur ekki not fyrir slíkar ódýrar
skemmtanir. Lars var öruggur með sína
konuhvaðþaðsnerti.
Lisbeth hafði engan sérstakan áhuga
á því að hitta einhvern ákveðinn, fyrir
hana voru allir sem einn. Hún var ekki
ein af þeim sem ganga um og gæla við
tilhugsunina um ástarævintýri yngri
ára. Hún hafði enga þörf fyrir að vera
dáð af öðrum til þess að finnast hún enn
vera aðlandi.
Það var kannski ástæðan fyrir þvi að
allir tóku eftir henni þegar hún kom i
fyrstu veisluna, sem einn af bekkjar-
félögunum hélt.
Sjálf hugsaði hún: Nú er um að gera
að þekkja þau aftur, ekki særa neinn,
sérstaklega ekki konurnar því engin
kona heldur að hún hafi breyst það
mikið í gegnum árin aðaðrir þekki hana
ekki.
Lisbeth hafði búið lengi úti á landi og
húð hennar var enn frísk og sýndi engin
merki ofnotkunar á fegrunarlyfjum.
Hún málaði heldur ekki varirnar og þó
þær væru ekki eins rauðar og tískan
ætlaðist til höfðu þær haldið sinum
ungu útlinum og þrýstna formi.
Ljóst hár hennar var mjúkt því hún
hafði aldrei sett í það permanent, það
glansaði og var lifandi eins og augu
hennar. Þess vegna þekktu allir hana
aftur.
Torolv varð fyrstur til að heilsa henni
þegar hún kom inn í einföldum kjól
sinum sem var munstraður blómum.
Hann lagði hendurnar á breiðar axlir
hennar. — Það ert þú sem ég hef verið
að bíða eftir, sagði hann. Siðan varð hún
að segja frá öllu þvi sem á daga hennar
hafði drifið öll þessi ár. Hún sagði með
ánægju frá sveitinni, stóra húsinu,
skóginum, Lars og börnunum tveim,
strák og stelpu, allt eintóm dýrðlegheit.
— Og þú?
Hann hafði ekki mikið að segja. Átti
enga konu, sagðist ekki hafa efni á því,
engin börn, aðeins andleg börn. Hafði
hún kannski lesið eitthvað eftir hann?
— Já, Lisbeth hafði lesið allt og var
mjög stolt af honum. Ljóðasafn hans
stóð innbundið í rautt skinnband heima
hjá henni.
— Eruð þið virkilega með bækur á
bóndabýlinu? Ekki bara hesthús og fjós?
Lisbeth hló.
Það var ekki fjósalykt af henni heldur
ilmvatnslykt, franskt ilmvatn, mon cher.
Þau fundu aftur léttan tón fyrri ára
eins og hann hefði aldrei verið glataður.
Torolv var líka næstum sá sami og áður,
en ekki alveg. Hann hafði þroskast til
hins betra. Andlitið hafði fengið skap-
festu, þó maður gæti auðveldlega séð að
lífið hafði ekki farið vel með hann. Hann
hafði verið mjög myndarlegur á yngri
árum en listamaðurinn sem bjó í honum
hafði gert hann svolítið kvenlegan.
Hann vék sér undan öllu sem var
grimmdarlegt, í ósamræmi og Ijótt.
Hann hafði líka verið duttlungafullur og
feiminn, að minnsta kosti með öðrum,
minna með henni.
Hann var aðkomumaður, bjó í þá
daga í ódýru herbergi og borðaði kjöt-
bollur á „Heimilisins besta”. Enginn
vissi hvaðan hann kom eða hver fjöl-
skyldan var. Hann talaði aldrei um hana
en augsýnilegt var að hann var ekki úr
sama umhverfi og hún og vinkonur
hennar.
Hún tók eftir því núna að það sem
áður hafði verið öryggisleysi hans var nú
orðið að styrkleika. Að öðru leyti var
hann sá sami, heiðarlegur drengur sem
ekki átti til að vera falskur. Hann var
ekki með látalæti heldur hispurslaus.
Hún sá það svo vel einmitt í þessu
samkvæmi, þar sem svo margir léku
hlutverk sem þeir höfðu skapað sér.
Yfirlætislegi útgerðarmannssonurinn
sem ennþá sat á skrifstofu pabba og átti
bíl, seglbát og kallaði yfirþjóna veitinga-
staðanna gælunöfnum. Kaupsýslu-
mennirnir sem aðeins ræddu í tölu-
stöfum til að ganga í augun á þeim sem
bara unnu fyrir aðra. Embættis-
inennirnir sem voru með i að ráða
högum landsins. 1 samkvæminu var
meira að segja einn pólitikus sem var
umtalaður i blöðunum.
Allir voru uppteknir við að segja hve
langt þeir höfðu náð I lífinu. Þeir sem
þögðu gerðu það ekki vegna hæversku
heldur vegna þess að þeir höfðu frá engu
að segja og vildu helst að aðrir gleymdu
því. En þeir vildu gjarnan sitja við
hliðina á syni útgerðarmannsins eða
búðareigandanum, slá þá á öxlina og
segja: Jú, jú, manstu þegar við....? En
hvorugur leit út fyrir að muna það.
— Sjáðu, sagði Torolv við Lisbeth þar
sem jsau sátu aðeins afsíðis og horfðu á
það sem gerðist í kringum þau. — Það er
bara litill hópur sem kemur sér áfram í
lífinu. Að komast áfram í dag er að eiga
hús, sumarbústað, þægilegan bil og svo
auðvitað að nefna alla þá sem mega sin
einhvers með gælunafni. Þó nokkuð
fleiri ná aðeins með nefið upp fyrir skrif-
borðið og tala svo illa um alla þá sem
hafa fengið bestu stöðumar vegna
kunningsskapar. Svo er langstærsti
hópurinn, þeir sem eru mátulega
ánægðir og hamingjusamir, duglegir í
þeirri vinnu sem þeir hafa valið, góðir
eiginmenn, góðir nágrannar. Þegar þeir '
koma heim i nótt monta þeir sig yfir
öllum stóru mönnunum sem þeir hafa
hitt.
— Hvaða hópi tilheyrir þú? spurði
hún.
— Ég heyri til minnsta hópsins, þess
sem er svo litill að enginn kaupsýslu-
maður myndi voga sér að leggja peninga
í samstarf við mig, þess hóps sem skiptir
sér ekkert af því sem skeður i kringum
sig, bara maður hafi glas af viskíi og
fallega stúlku við hlið sér.
— Og konurnar, spurði hún, hingað