Vikan


Vikan - 15.04.1982, Side 23

Vikan - 15.04.1982, Side 23
ENN STÆKKUM VID VERZL UNINA Stærri verzlun — meira vöruval Höfum fengið mikið úrval af unglingahúsgögnum SVEFN- BEKKUR Dýnumál 85 x 190 cm. Heildarmál 139x212 cm. Viður: Ljós eik og bæsuð fura. Verð kr. 4.320. SVEFNBEKKUR Dýnumál 70 x 190 og 70 x200 cm. Viður: Eik og fura. Verð frá kr. 2.260. Þetta er aðeins sýnis- horn af því úrvali af svefnbekkjum er við höfum. Höfum einnig úrval af skrifborðssamstæðum úr eik og furu. Höfum einnig þessa skrifborðs- stóla á ótrúlegu verði, eða frá kr. S30. Tilvalið tH fermingargjafa. Höfum ávallt mikið úrval af rúmum á hagstæðu verði; einnig vegghillusamstæður o.fi, o.fl. L'rtið inn — sjón er sögu rikari. Opið laugardag til kl. 4 e.h. og sunnudag kl. 2—5 e.h. URVAL STEREOBEKKJA Á VERÐI FRÁ KR. 842. SIMI 77440. og sveiflaði henni eins og pendúl, tikk- takk, tikk-takk, hvert augnablik færði þau hvort frá öðru, einu sinni enn, einu sinni ennítímaoglífi.... Lisbeth gekk upp í herbergið, afklæddist og kastaði sér i rúmið. Af gömlum vana svaf hún nakin, var ein þeirra sem þola ekki að sofa í neinu. Lars var vanur að segja að það væri ekki létt að korna til að bjóða henni góða nótt, hann vildi vera bara af að sjá hana. Nú lá hún og hugsaði um annan. Hún fann enn fyrir kossum hans, þeir höfðu kveikt i henni. Hún gat ekki skýrt það. hafði enga afsökun. Hún hafði aldrei litið á annan mann síðan hún hitti Lars. En núna kom Torolv til hennar, allt sem hún hafði lesið eftir hann og allt sem hún hafði gleymt. Henni fannst hún vera í faðnti hans, sterkum og blíðum í senn, varir hans á munni hennar, augum og hálsi. Hún svaraði faðmlögunum hans, kossunum, gaf sig, jós út öllu sem hún hafði að gefa eins og hún væri að borga fyrir allt sem ekki hafði orðið af á unglingsárunum. Hún hafði aldrei getaðgefið Lars, það var hann sem tók. hann var of sterkur, maður sem var fyrir ástina en ekki fyrir blíðu hennar. Torolv hafði ekki þann styrk. Hún vaknaði við að bankað var á hurðina og það tók hana tíma að komast til sjálfrar sín. Hún hafði sofið við ókunnugt brjóst. Það var bankað enn fastar og hún heyrði rödd Lars: Hann hrópaði nafn hennar. Hún fálmaði sig fram úr rúminu, hrædd, greip baðsloppinn i og reyndi að skýla nekt sinni. Hún hafði það á hreinu: Nú eyðileggst allt saman hjá þér. Allt. Þú missir heimili þitt, börnin, manninn þinn, allt sem hefur einhverja þýðingu fyrir þig. En þú elskar Lars. Nú trúir hann þér aldrei. Getur kona elskað tvo menn samtimis? Röddin i Lars var orðin óþolinmóð. Líka óttaslegin og efins. — Hvers vegna i ósköpunum opnarðu ekki? Nú var hann kominn úr skóginum með exi til að refsa svikulli eiginkonu sinni. Hún leit á rúmið, þar sem hún hafði skilið eftir elskhugann, en þar var enginn. Hún leit í kringum sig en engin spor eftir annan mann voru sjáanleg. Hún reif teppið af, aðeins einn hafði legið þar. Hann hafði aldrei verið þar, hann var ímyndun hennar. En léttirinn kom sem grátur í brjóstið, án gleði. Hún hafði séð hann ganga út úr garðinum, með bandið á stúdents- húfunni vafið um fingurinn, eins og hann hafði haft hvítu húfuna þegar þau gengu í ljósri sumarnóttinni. Hún flýtti sér að dyrunum og opnaði. Hann kom inn með látum. — Þú hræðir úr mér lífið, sagði hann. — Ég hélt þú værir dáin. Hún stóð þarna, enn með annan fótinn i draumalandinu, saklaus, en tók ekki á móti honum með útbreidda arma. Lars hélt áfram, uppburðarlítill. — Hér er ég. Þrátt fyrir allt tók ég mér frí til að gleðja þig, þar sem þú baðst mig svo eindregið um það. Gamli læknirinn sagði líka: — Þú átt ekki að sleppa stelpu eins og Lisbeth einni til höfuðborgarinnar. Þú getur treyst Lisbeth, sagði hann. En sá kvenmaður er enn ekki fæddur sem getur treyst sjálfum sér. — Hún væri ekki kven maður annars. Já, þaðsagði hann! 15. tbl. ViRan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.