Vikan - 15.04.1982, Qupperneq 37
10. hluti
Framhaldssaga
KÓRÓNAN
— Lofaðu mér því að gera allt sem
hægt er, Ron!
Hann brosti við henni. — Heiti ég nú
Ron?
— Já, sagði hún og var sjálf undrandi.
— Ég hef verið að tala við þig eins og lif-
andi manneskju. Það hefur hjálpað mér
að átta mig á hlutunum.
— Þá hefur mér tekist að gera eitt-
hvað fyrir þig, Annika litla, og það gleð-
ur mig ósegjanlega.
Þau gengu saman heim að húsinu,
hægum skrefum, með hæfilegt bil á milli
sin en þó svo nálæg — ó, svo nálæg. Þau
sögðu ekkert fleira, orð hefði spillt
tjáningarfullri þögninni. Annika hefði
gjarna viljað vita meira um líf Rons í
Skotlandi en hún hafði áður reynt að
spyrja hann og það var augljóst að hann
vildi ekki tala um sjálfan sig.
Hún horfði á vangasvip hans. 1
morgunskímunni virtist hörund hans
svo glært, næstum gegnsætt.
— Kemurðu með inn? spurði hún.
— Ekki núna. Ég kem bráðum.
— Það var gott. Við söknum þin alltaf
þegar þú ert fjarri.
Hann snarstansaði. — Meinarðu það?
— Já, sannarlega. Og ég veit að þetta
á við um okkur öll fjögur.
Svipur Rons breyttist. Annika hafði
aldrei séð hann þessu líkan. Skyndilega
virtist hann örþreyttur og yfirkominn,
eins og hann ætlaði að gefast upp.
Stríðnisglampinn hvarf úr augunum.
Annika óskaði að hún hefði ekki sagt
neitt.
— Ron, sagði hún blíðlega. — Ég
vona að ég hafi ekki þreytt þig um of.
Satt best að segja leit hann út eins og
liðið lík. En það varði aðeins stutta
stund. Svo herli hann sig upp og hló
aftur við henni með gamla, góða
stríðnisblikið í augunum.
— Nei, alls ekki, sagði hann. — En
segðu mér eitt, Annika litla, varstu ekki
svolítið ástfangin af Feornín?
— Það hljómar kannski heimskulega
en raunin var einmitt sú.
Hann horfði íhugandi á hana. — Og
þú vildir fá að kalla mig Feornín.
Gerirðu þér grein fyrir hvað j>að gefur til
kynna?
Hún fann blóðið streyma fram i kinn-
arnar.
— Þetta er allt í lagi, Annika litla. Þú
hefur aðeins glatt þreytta og einmana sál
óendanlega mikið.
Hann lyfti hendinni og hélt aftur í átt
til trjálundarins.
Annika elti hann með augunum uns
grannur likami hans hvarf henni i
morgunrökkrinu. Hún barðist gegn
Iöngun sinni að hlaupa á eftir honum,
vefja hann örmum og hvísla að honum
öllum þeim orðum sem hann fengi aldrei
að heyra.
E nginn var ennþá kominn á fæt-
ur enda þótt komið væri að morgni. Og
þar sem Anniku var hrollkalt skreið hún
aftur niður í svefnpokann og hnipraði
sig saman i honum. Tennurnar i henni
glömruðu góða stund en smám saman
færðist um hana ylur og værð og að lok-
um sofnaði hún og svaf langt fram á
dag.
Það höfðu félagar hennar reyndar líka
gert því hún var augljóslega fyrsta
manneskjan í eldhúsinu og hún kom
þangað rétt fyrir hádtgið. Hún sýslaði
þar góða stund áður en hún gekk upp í
stigann og hrópaði hátt og snjallt: —
Þeir sem ætla að borða hádegisverð
verða að koma núna. Annars fá þeir
ekkert!
Áhrifin voru ótvíræð. Tíu minútum
seinna voru allir komnir að matarborð-
inu, svefndrukknir, óþvegnir og ógreidd-
ir. Annika rak alla til að snyrta sig og
hafði sérstaka ánægju af þvi að stjóma
i Lisbeth. Parkinson var sá eini sem leit
sæmilega snyrtilega út, svo að hann fékk
náð fyrir augum Anniku.
Sjálf hafði Annika þegar nærst svo að
hún gekk út að gá að Ron. Hann gást
hvergi og hún gat sér þess til að hann
hefði gert það sama og hún, farið aftur
aðsofa.
Heila klukkustund reikaði hún um
móana og reyndi að henda reiður á
hugsunum sínum. Ég verð að skrifa
Ríkisspitalanum, hugsaði hún. Það hlýt-
ur að vera hægt að gera eitthvað fyrir
Ron. Ég verd að bjarga'Ron. Ég vil ekki
missa hann. Og svo verð ég að viður-
kenna fyrir Martin að ég veit um veð-
málið. Þetta gengur ekki lengur, hann
verður að skilja hvers vegna ég er svona
afundin. Ég vil svo gjarnan vera með
honum, ég á við, nei, auðvitað ekki, það
er Ron sem....
Ó, bara að ég hefði fengið að lifa
áfram í minum draumaheimi. Mér leið
betur þegar engir karlmenn voru að
trufla mig, þegar ég þekkti engan og
hafði heldur enga von um að nokkur
vildi lita við mér. Feornin.... hefði ég að-
eins mátt eiga drauminn um Feornin
áfram. Það var svo einfalt, án allra
skuldbindinga....
En timar draumanna voru liðnir. Nú
var hún orðin fullorðin og varð að
vakna til vitundar um sjálfa sig. Og hún
varð að velja sér leið, varð að ákveða
hvernig hún vildi koma fram gagnvart
báðum þessum karlmönnum. Martin,
sem hún átti svo margt sameiginlegt
með, sem hún gat hlegið með eða rætt
við um alvarleg málefni, og Ron, sem
seiddi hana til sín og dró hana með sér
inn í eitthvað illt og hættulegt og forboð-
ið...
Nei, hverá vegna það? Hvers konar
hugsanir voru þetta eiginlega? Hvers
vegna datt henni í hug eitthvað illt,
hættulegt og forboðið? Ron gat ekki gert
henni neitt illt, hann sem mátti ekki einu
sinni snerta hana! Og samt skelfdu
krefjandi augu hans hana á einhvern
óskiljanlegan hátt. Var það rétt, sem
Martin hafði hreytt framan í hana, að
hún væri hrædd við kynlif? Hún vissi
það ekki sjálf. Hún vissi ekki sitt rjúk-
andi ráð.
Hún sneri aftur heim og inn til hinna.
15. tbl. Vikan 37