Vikan - 15.04.1982, Blaðsíða 38
Félagarnir þrír sátu við stóra borðið og
heilsuðu henni hálfólundarlega.
— Hvers vegna eruð þið svona niður-
dregin? spurði hún.
Þau svöruðu ekki strax spurningu
hennar.
— Það er naumast þú ert orðin gefin
fyrir útiveru, sagði Tone önuglega. —
Þetta er í annað skipti í dag, eða eigum
við að segja á þessum sólarhring. Hvað
varstu að gera úti eldsnemma í morgun?
Áður en hún náði að svara spurði
Martin annarlegum rómi: — Varstu úti
með Ron?
Hann var ekki sjálfum sér líkur og
þau litu undrandi á hann öll þrjú.
— Já, svaraði Annika. — Það var
svo yndislega fallegur morgunn. Þið ætt-
uð að vera fyrr á ferðinni á morgnana til
að kynnastslíku.
— Morgunn er kannski ekki rétta orð-
ið, sagði Tone. — Ég mundi nú frekar
kalla það nótt. Ég heyrði þig fara út um
fjögurleytið í nótt.
Martin herpti saman varirnar.
— Já, það var víst hánótt, sagði
Annika og hló hamingjusömum hlátri
sem skar Martin í hjartað. — En segið
mér nú hvers vegna þið eruð svona
niðurdregin.
— Martin var að heimska sig, Ann-
ika, sagði Jörgen.
— Til hamingju, Martin! Hvað hef-
urðu gert af þér?
Hann var sannkallað augnayndi ung-
píuaugum. Allt fór Martin vel, einnig
tveggja daga skeggbroddar og þótt hann
hefði augljóslega gleymt að greiða sér
þennan daginn var hárið glansandi og
fallegt. Hann var í stoppaðri lopapeysu
en hún fór honum jafnvel og annað.
Það er varðandi Parkinson og Lis-
beth, sagði hann.
— Ég ætlaði að sparka þeim út, bað
þau að fara héðan á stundinni — ja, ég
bað þau að vísu ekki, það er of vægt til
orða tekið. En Parkinson var hinn auð-
mjúkasti — þú hefðir átt að sjá það!
Hann baðst afsökunar á innbroti Lis-
bethar í herbergið þitt og lýsti sig nú fús-
an til samvinnu, eða fúsan til að aðstoða
okkur eins og hann orðaði það. Svo að
hún hefur greinilega ekkert haft upp úr
innbrotinu í herbergið þitt.
— Og gengust þið inn á joetta?
Martin andvarpaði. Hann veigraði sér
við að mæta augnaráði hennar. — Mér
líkar ekki þessi óheilbrigða samkeppni
svo að ég samþykkti þetta fyrir okkar
hönd.
— Og finnst ykkur [iað svo slæmt?
spurði Annika undrandi.
Martin þaut á fætur, greip um hönd
hennar og þrýsti ákaft. — Þakka þ>ér
innilega fyrir þessi orð. Tone og Jörgen
hafa ausið yfir mig skömmunum.
— Hvaða vitleysa. Við getum ekki
haldið þessu fyrir okkur að eilífu, sagði
Annika hughreystandi. — Ég kæri mig
sannarlega ekki um neitt styrjaldar-
ástand. En hvar er Parkinson núna?
— Hann fór upp að sækja minnisblöð-
in sín. Þarna er hann að koma niður stig-
ann.
Parkinson og Lisbeth komu inn.
— Nú skulum við sjá, sagði Parkinson
og neri saman höndum. — Eigum við að
bera saman bækurnar?
Hann settist við hlið Martins og
Annika settist við hina hlið Martins.
Hann þrýsti hönd hennar í laumi undir
borðinu til merkis um að þau stæðu
saman. Annika endurgalt handtak hans
og enn undraðist hún hversu nákomin
þau voru hvort öðru. Hún hefði átt að
vera honum reið en hún gat það ekki.
Martin sagði Parkinson frá þrí-
hyrningnum. Parkinson kom greinilega
af fjöllum en reyndi að klóra i bakkann:
— Já, já, ég hafði einmitt tekið eftir hon-
um. Ég áttaði mig strax á að hann hlyti
að hafa ákveðna þýðingu.
Kjaftæði! hugsaði Annika. Ég gæti
lagt eið út á að þetta er í fyrsta skipti
sem hann heyrir getið um jjennan þrí-
hyrning.
— Af þessum drógum við já ályktun
að það hlyti að vera um þriðja staðinn
að ræða, hélt Martin áfram.
— Þriðja staðinn?
Augu Parkinsons stækkuðu, hann
sleikti út um og átti bágt með að leyna
æsingi sínum.
— Já, auðvitað, það er ljóst, það hafði
mér einmitt dottið í hug.
— Þér hefur sem sagt tekist að þýða
textann á tréstönginni og safnsteinin-
um? spurði Jörgen illkvittnislega.
— Ég... hér...
— Já, það hlýtur að vera, annars hefð-
irðu ekki getað áttað þig á að það hlyti
að vera um þriðja staðinn að ræða.
— Já, jú, að sjálfsögðu hef ég ráðið
fram úr textanum.
Martin var svo niðursokkinn í fræðin
að hann tók ekkert eftir tilraunum
Jörgens til að fletta ofan af Parkinson
svo að hann hélt áfram grandalaus: —
En risturnar eru dálítið skemmdar á
þriðja staðnum svo að okkur hefur ekki
tekist að ráða fram úr síðustu og mikil-
vægustu orðunum.
— Lestu upp textann, við hljótum að
geta leyst það í sameiningu, sagði
Parkinson.
Loks áttaði Martin sig á því að
Parkinson var að reyna að veiða hann.
— Ja, hvað hefur þér annars tekist að
ráða fram úr miklu? spurði hann.
Parkinson varðist fimlega.
Ég er náttúrlega bara með textann af
stönginni og steininum.
— Og hvað?
— Þið funduð sem sagt þriðja stað-
inn?
— Já, það gerðum við, sagði Martin
rólega.
— Get ég fengið að sjá þann texta?
FERMINGARGJÖFIN í ár er
AIWA
ferðaútvarps- og segulbandstæki
Aiwa CS 220
Aiwa CS 770
Mikið úrval, vcrð
og tœki við allra hæfi.
Aiwa CS 350
Aiwa CS 550
m
WöOlO
ARMULA 38 iSelmúla megin) — 105 REYKJAVIK
SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366
3S Vlkan Xf.tbl.