Vikan - 15.04.1982, Page 45
Ferðalög erlendis í sumar
Dæmigerð fyrir yfirgengilegl álag á
heilbrigðisþjónustu er eyjan Ibiza. Fyrir
60.000 eyjarskeggja eru þar þrjú
sjúkrahús. Þangað koma ár hvert
450.000 ferðamenn og að auki búa um
50.000 útlendingar á Ibiza yfir sumar-
mánuðina. Heilbrigðisþjónustan, sem
dugir eyjarskeggjum sjálfum sæmilega,
verður augljóslega ofhlaðin um sumar-
tímann. Örþreyttir læknar, sem hafa
alltof margt á sinni könnu, veita þá
stundum sjúklingum afgreiðslu eins og i
tilfelli vestur-þýsku stúlkunnar.
Góða heilbrigðisþjónustu er að finna í
norð-austurhéruðum Spánar, í og
nálægt Barcelona. Eyjan Mallorca
undan austurströnd Spánar nýtur góðra
áhrifa frá norðurhéruðunum, þótt
480.000 íbúar eyjarinnar taki við þrem
milljónum ferðamanna ár hvert telst
eyjan veita viðunandi heilbrigðis-
þjónustu.
Leiti menn út fyrir Evrópu, til
þróunarlanda, hafa spakir menn sett
fram þá gullnu reglu að þar sem Bretar
áttu nýlendur, þar séu góðir vegir og góð
sjúkrahús. Af þeim sökum eru góð
sjúkrahús í Nairobi. Á Sri Lanka (sem
áður hét Ceylon, þegar þar var bresk
nýlenda) er heilbrigðisþjónustan með
ágætum, hjartalækningadeildin á
sjúkrahúsinu í höfuðborginni, Colombo,
er fræg um alla Asíu. En þeir sem
veikjast alvarlega í löndum svo sem
Kamerún, Sómalíu, Tsjad og Nepal ættu
að koma sér heim umsvifalaust — hvað
sem það kostar.
Hvcr hjálpar til?
En hver borgar og hve mikið? Við
höfðum samband við Þorstein
Ingólfsson hjá utanríkisráðuneytinu.
Hann taldi íslenskar ferðaskrifstofur
hafa staðið sig með ágætum í þessum
efnum. Þær veita öllum farþegum á
sínum vegum alla hugsanlega aðstoð,
sérlega i löndum þar sem leiðsögumenn
eða fast starfsfólk ferðaskrifstofanna er
fyrir hendi. Mun þetta sérstaklega eiga
við þau lönd sem íslenskir ferðamenn
sækja mikið til, svo sem Spán.
Þorsteinn sagði ennfremur að ferða-
menn sem hefðu fengið sér ferðaslysa-
tryggingu og nytu fyrirgreiðslu ferða-
skrifstofanna þyrftu sjaldnast að leita
eftir aðstoð utanrikisþjónustunnar.
Aðeins ef um mjög dýrar aðgerðir eða
mikinn sjúkrakostnað er að ræða hafa
slikir ferðamenn þurft aðstoð ræðis-
manna eða sendiráða Islands erlendis.
Vist mun þó að nokkrir tugir íslendinga
leita aðstoðar utanríkisþjónustunnar ár
hvert, einkum að sumri til.
Utanríkisráðuneytið hefur milligöngu
um ábyrgð gagnvart erlendum sjúkra-
húsum á þann veg að sendiráð eða
ræðismenn ábyrgjast greiðslu kostnaðar,
þó ekki hærri upphæð en þá sem sjúkra-
samlag eða Tryggingastofnun ríkisins
ábyrgjast. ísland hefur um 200 ræðis-
menn um allan heim en samt eru fjöl-
mörg ríki þar sem við höfum engan
ræðismann. En þá gildir samstarfsregla
milli utanrikisráðuneyta Norðurlanda:
norski, sænski, danski eða finnski ræðis
maðurinn á staðnum tekur að sér alla
fyrirgreiðslu sem islenskur ræðismaður
myndi veita. Þorsteinn kvað einhver
brögð að því að menn sem ekki
ferðuðust á vegum ferðaskrifstofu
fengju sér ekki vegabréfsáritanir og
þyrftu að snúa til baka á landamærum
viðkomandi lands. Hann sagði að auk
þess að hafa allar vegabréfsáritanir i lagi
þyrftu menn að kynna sér hvar ræðis-
menn væri að finna — einkum og sér í
lagi ef menn ferðast til afskekktra land
svæða eða heimshluta.
Samstarf Norðurlanda gerir enn-
fremur að verkum að íslendingur sem
lendir í slysi eða veikist í einhverju hinna
Norðurlandanna á rétt á allri fyrir-
greiðslu og þjónustu eins og hver annar
íbúi viðkomandi lands. Þetta þýðir að
gestalandið ber kostnaðinn af læknis-
þjónustu og sjúkrahúsdvöl að sama
marki og fyrir innfædda. Sé talið rétt að
senda sjúklinginn heim til íslands ber
viðkomandi ríki allan ferðakostnað
umfram venjulegt fargjald.
Hvcr borgar brúsann?
Endurgreiðslu sjúkrakostnaðar
erlendis ber í fyrsta lagi sjúkrasamlagið
heima fyrir, gegn framvisuðum
kvittunum. Ekki hafa verið teknar
saman neinar tölulegar upplýsingar um
fjölda tilfella hjá öllum sjúkrasamlögum
á landinu en hjá Sjúkrasamlagi Reykja-
víkur fengum við þær upplýsingar að
þangað leiti margir á degi hverjum yfir
sumarmánuðina. Ástæða virðist því til
að ætla að slysa- og veikindatilfelli
erlendis skipti hundruðum, og eru þá
ekki taldir með námsmenn og þeir sem
hafa dvalist erlendis atvinnu sinnar
vegna.
Hámarkshlutdeild sjúkrasamlagsins
miðast við að ekki sé greitt meira en sem
svarar sambærilegri kostnaðarupphæð
hérlendis. Þetta gerir að verkum að
menn verða að leita annað til að fá
endurgreiddan kostnað í dýrum löndum,
eins og til dæmis Bandarikjunum. Sá
aðili sem menn leita næst til eru
tryggingafélögin, enda selja þau
tryggingar með þvi skilyrði að fyrst sé
gengiðaðsjúkrasamlagi varðandi endur-
greiðslu kostnaðar. Þeir sem hafa tekið
sér ferðatryggingu fá greiddar tilteknar
upphæðir vegna slysa- eða veikinda-
kostnaðar, mismunandi eftir trygginga-
félögum en ekki verður samanburður
gerður hér.
Nægi ekki þær endurgreiðslur sem
sjúkrasamlag og tryggingafélag inna af
hendi má reyna að leita til Trygginga-
stofnunar ríkisins. Þess munu dæmi að
ef menn hafa orðið fyrir verulegum
Ónæmisaðgerðir
í Reykjavík
Á Hei/suverndarstöðinni
við Barónsstíg geta
menn fengið uppiýsingar
um hvort þörf er á
mænusóttarbóiusetningu
og úrbót — a/la
mánudaga milli 16:30 og
17:30.
Um skeið verða aðrar
ónæmisaðgerðir fram-
kvæmdar á mánudögum
og fimm tudögum
klukkan 16-17 í Heilsu-
verndarstöðinni. Um
svipað leyti og nýja sima-
skráin (1982) kemur út
verður móttökudögum
breytt í þriöjudaga og
miövikudaga ktukkan 16-
17. Takið eftir aug-
lýsingum þar að lútandi!
útgjöldum vegna sjúkrakostnaðar
erlendis hafi Tryggingastofnun tekið
þátt í kostnaðinum. Ennfremur kemur
það til að sjúkrasamlög mega ekki taka
þátt t kostnaði vegna heimflutnings
sjúklings og má i þeim tilfellum leita til
Tryggingastofnunar. Þó er rétt að hafa
samráð við Tryggingastofnunina áður
en lagt er i mikinn koslnað, svo sem
sjúkraflug eftir sjúklingi erlendis. Rétt er
að taka fram hér að sjúkraflug til Spánar
á síðasta ári var kostað af Samvinnu-
tryggingum og dugði tryggingarupp-
hæðin með naumindum fyrir þeim
útgjöldum.
Fyrirbyggið!
Loks er rétt að minna væntanlega
ferðamenn á að hyggja vel að öllu sem
gæti fyrirbyggt slys og sjúkdóma. Gætið
þess vel að hafa almennan þrifnað í góðu
lagi. Þvoið ykkur vel um hendurnar,
borðið einungis vel soðinn mat, kaupið
ekki mat (til dæmis is) af götusölum,
passið að flysja alltaf ferska ávexti og
látið gæludýr í friði. Þetta síðastnefnda
er ekki sagt í hálfkæringi, heilbrigðis-
skýrslur benda sterklega til þess að
hundaæði færist sífellt norður á bóginn
og menn eru ekki bólusettir við því.
Varðandi upplýsingar um fyrir-
byggjandi læknisaðgerðir vegna utan-
ferða leituðum við til Heimis
Bjarnasonar aðstoðarborgarlæknis í
Reykjavík. Hann gat þess fyrst að allir
ferðalangar verða að geta framvísað
alþjóðaskírteini Heilbrigðismála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna (World
Health Organisation). Stjórnvöld
annarra landa geta krafið ferðamenn um
slika staðfestingu á bólusetningu gegn
mýgulusótt (febris flava) og kóleru
Heimir sagði að um aðra sjúkdóma
giltu tvenns konar sjónarmið, það er að
segja þær kröfur sem ákvörðunarlandið
gerir um ónæmisaðgerðir og þær ráð
leggingar sem heilbrigðisyfirvöld heima
fyrir gefa mönnum. Kvað Heimir öllunt
landsmönnum nauðsynlegt að gæta þess
að hafa bólusetningu við mænusótt í
lagi. Ungt fólk hefur hana yfirleitt i lagi
vegna kerfisbundinnar bólusetningar í
skólum allt frá árinu 1955. Spjaldskrár
hjá heilbrigðisyfirvöldum eiga að gefa til
kynna hvort sá sem þangað leitar til að
endurnýja bólusetningu gegn mænusótt
hafi fengið tilskildar bólusetningar áður.
Rétt er að athuga það i tæka tið, það
þurfa að líða 4-6 vikur frá fyrstu til
annarrar sprautu.
Þeim sem ætla að sækja baðstrandir
annars staðar en í Norður-Evrópu er
ráðlagt að láta bólusetja sig gegn tauga-
veiki. I þeim efnum þarf einnig að hafa
nægan fyrirvara áður en lagt skal upp i
ferðalagið. Heimir Bjarnason ráðleggur
þeim sem ætla til frumstæðari landa, í
áhættusöm ferðalög (til dæmis fjall-
göngur) eða dveljast á slíkum stöðum af
atvinnuástæðum að láta bóluselja sig
gegn stifkrampa.
Stefni menn til landa utan Evrópu og
Norður-Ameríku ættu þeir að fá
stungulyfið gammaglóbúlín, en það
verkar gegn lifrarbólgu af veiruvöldum.
Ennfremur fá þeir sem ferðast til land-
svæða þar sem malaria er landlæg lyf
samkvæmt lyfseðli til að taka í fyrir-
byggjandi skyni.
Berklar eru ekki landlægir á íslandi og
af þeim sökum erum við næmari fyrir
þeim sjúkdómi en þjóðir þar sem berklar
eru landlægir. Hyggist menn fara til
lengri dvalar, til dæmis i Afríku eða
Asíu, ættu þeir að ráðfæra sig við
heimilislækni hvort ráðlegt sé að láta
bólusetja sig. Við erum yfirleitt félags-
lega vel sett, hvað snertir fæði og
húsnæði, þannig að okkur stendur ekki
mikil ógn af berklaveiki. Samt sem áður
ættu þeir sem hafa dvalið um lengri tíma
í landi þar sem berklar eru landlægir
(sem dæmi má nefna Nigeriu) skilyrdis-
lausl að gangast undir berklapróf þegar
heim kemur, sagði Heimir Bjarnason.
Að lokum skulu menn minntir á að
kanna hvernig heilbrigðisástand og
læknaþjónusta eru á þeim stöðum sem
þeir hyggjast ferðast til í sumar. fá i
tæka tið þá fyrirbyggjandi læknis-
meðferð sem þarf, kunna skil á þvi
hvernig skuli leita aðstoðar ef eitthvað
kemur fyrir og treysta ekki bara á
lukkuna. i ■
15. tbl. Vlkan 45