Vikan - 15.04.1982, Page 47
Viðtal Vikunnar
að stjórna kór er ekki
bara skemmtun. Áhuginn þarf
að vera óþrjótandi og einlœgur.
Menn geta ekki lært þetta nema
að vissu marki. En mest verður
að koma frá stjórnandanum
sjáifum. Þar gilda að miklu leyti
náttúruhœftleikar... ”
Þýskalandi settust hann og kona
hans, Grímhildur Bragadóttir,
að á Akranesi. Hann hefur verið
organisti við kirkjuna allt frá
þeim tíma, stjórnar kirkju-
kórnum og til skamms tíma tón-
listarskólanum og karlakórnum
Svönum.
„Við nám mitt í Þýskalandi
hafði ég alltaf kórstjórn í huga.
Ég var aðallega i tímum hjá
gömlum manni í Hamborg sem
ekki kenndi við skólann en hafði
verið mjög góður stjórnandi.
Hann brýndi það fyrir mér að
kennslustundir gerðu lítið gagn
einar og sér. Þetta væri mest
komið undir því hvernig maður
ynni sjálfur. Sumir, sem lítið
hafa lært, geta samt haft svo
gott vald á kórnum að hann er
eins og hljóðfæri í höndunum á
þeim. Aðrir, sem jafnvel hafa
lært árum saman, ná ekki þessu
15. tbl. Vikan 47