Vikan - 22.04.1982, Qupperneq 3
Faðir nokkur var að gefa sextán ára
syni sínum hollráð: ,,Mundu það, sonur
sæll, að halda þig frá börunum. í hvert
sinn sem þú ferð á vínveitingastað er
djöfullinn I för með þér.”
„Hann verður þá að borga fyrir sig
sjálfur þvi éger blankur.”
★
Maðurinn minn strokaði út öll hjóna-
bandsvandræöi okkar með því að segja
eitt einasta orð: Skilnaður!
★
Ég held að sparimerkjagiftingar geti
verði stórvarasamar. Þær geta endað
með hjónabandi.
★
Þegar litla dðttir mín gifti sig missti ég
ekki dóttur mina að heiman. Mér bættist
einfaldlega sonur. Þau settust upp hjá
okkur.
★
Fæturnir á konunni minni eru að ganga
frá mér. Þeir fara alltaf i dýrustu
búðimar.
★
Foreldrarnir höfðu þungar áh.vggjur af
syninum. Hann var mjög þögull. Það var
svo sem allt i lagi meðan hann var lítill.
En svo var hann orðinn átta ára og enn
ekkert farinn að segja. Þá var það einn
dag við hádegisveröarborðiö að stráksi
sagði: „Viljið þið gjöra svo vel að rétta
mér saltið?”
Faðirinn sagði undrandi og glaður:
„Hvernig stendur á þvi að þú hefur
ekkert sagt í átta ár?”
„Hingað til hefur ckkert vcrið
athugavert!”
★
„Hvernig stendur á því að þú ætlar að
fara að skilja nú, eftir fimmtiu og þriggja
ára hjónaband?”
„Ja, það er nú svo. herra dómari, að
maður getur fengið of mikið af öllu.”
★
Ég ætla að arfleiða konuna mina að
öllu sem ég á. Allt sem ég á er bilfarmur
af bifreiðaverkstæöisreikningum.”
★
Það eina sem ég veit um ættartré
fjölskyldu minnar er að eitt sinn voru
ekkert nema apar i því.
★
Maðurinn minn er með vatnshelda rödd.
Ekkert sem hann segir getur nokkurn
tíma drukknað i orðaflaumi annarra.
★
Tengdapabbi er svo múraður að nafn-
númerið hans er leyninúmer.
★
Ég er svo sem ekkert að segja að hann
hafi stóran kjaft en hann getur étið
banana þversum.
★
Sonur minn heldur að málfrelsi sé það
að mega hringja langlinusamtöl enda-
laust.
★
Margt smátt
‘HCr sjðum við dæmigcrða mynd frá
Paris, kaffihúsastcmmning á
sólríkum dcgi.
Sumarfrí ti/
Frakklands
Vikunni barst þetta bréf fyrir skömmu
og er okkur Ijúft að birta það hér með:
Frönsk hjón um þritugt, kennarar,
eru að undirbúa ferðalag um ísland i júli
og vilja kynnast íslandi og lands-
mönnum betur en venjuleg skemmti-
ferðalög bjóða upp á. Þau eru reiðubúin
að gjalda í sömu mynt hvað varðar
kynni á Frakklandi.
Þau skrifa á frönsku og ensku c
heimilisfangiðer:
Roselyne et Jean Louis Vieilly
27 Rue du Chateau des Vergnes
63100 Clermont — Ferrand
France.
í þessari Viku
SífflM
16. tbl. 44. árg. 22. aprfl 1982 - Vcrð kr. 33.
GREINAR OG VIÐTÖL:
10 Glaumur og gaman. Sagt frá árshátíð á Eskifirði.
12 Innanstokks hjá Ólafi Maríussyni og Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. (Hann er ó-ið í P & Ó).
18 Hljómsveitarmenn Q4U (kjúforjú) opinbera sig: „Forstjóri hjá KGB”.
26 Háskólakórinn fór með rétt hljóð til írlands og okkar baldni tíðindamaður þarlendis, Jón Baldvin, segir frá.
30 Grýlurnar á fullri ferð — í viðtali viö Vikuna og á breiö- síðunni.
SÖGUR:
24 Dauði milljónamæringsins — áhugaverð smásaga.
36 Framhaldssagan Kórónan, 11. hluti.
44 Skemmtisaga Willy Breinholst: Stúlkan og silfurhálsmeniö.
ÚTLITIÐ:
4 Hárgreiðslan skal vera síð og sumarleg.
8 Þá er að bregða notalegri vorpeysu á prjónana.
17 Höfuðkúpa mannsins gefur ekki mannvirkjum eftir...
42 Hugsið um heilsuna, hreyfið ykkur. IV. þáttur um jóga- æfingar.
48 Hársnúningar.
ÝMISLEGT:
22 íþróttir í Grikklandi enu forna.
34 Sjónvarpsþáttur sem sló í gegn í Bretlandi í fyrra: Brideshead Revisited.
- Orðið -
Kvöldbæn útvarpsins, Orð kvöldsins —
ritningarorð og bæn, hefur nú verið við
lýði i rúmt ár. „Um daginn var hringt til
okkar,” sagði séra Bernharður
Guðmundsson, sem velur texta og
'lesara, „og pantaðar á snældu tuttugu
bænir eða svo til Englands." Það var
Helgi Zoega, umboðsmaður islenskra
skipa i Hull, sem bað um bænirnar
handa islenskum sjómönnum. „Þetta er
oft eina kvöldkveðjan sem fólk fær,”
sagði séra Bernharður ennfremur.
Orð kvöldsins eru ekki eina guðsorðið
sem flutt er i útvarp virka daga.
Morgunbœn, flutt af presti, hefur lengi
verið við lýði, en Morgunorð, hugvekja
leikmanns, eru ný af nálinni, byrjuðu 1.
janúar 1981 eins og Ord kvöldsins. Um
morgunorð sjá sex manns í hverjum
mánuði, þrir karlar og þrjár konur.
Reynt er að hafa þrjár kynslóðir i
hverjum mánuði, í febrúar var yngsta
konan til að mynda 24 ára og sú elsta 82.
„Ég reyni að hlusta á fólk og hvað það
hefur fram að færa,” segir séra
Bernharður, „þegar ég er að leita að fólki
til að flytja morgunorð, og svo fáum við
lika ábendingar.”
44 Stjörnuspá.
49 Hlynsíróp í eldhúsi Vikunnar._____
62 Pósturinn (og lukkuplötukcppnin).
VIKAN. Utgcfandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Sigurður Hrciðar Hrciðarsson. Blaðamcnn: Anna Ólafsdóttir
Björnsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Hrafnhildur Svcinsdóttir, Jón Ásgcir Sigurðsson, Þórcy
Einarsdóttir. Útlitstoiknari: Þorbcrgur Kristinsson. Ljósmyndari: Ragnar Th. Sigurðsson.
RITSTJÓRN I SÍÐUMÚLA 23, sími 27022. AUGLÝSINGAR: Gcir R. Andcrscn, simi 85320.
AFGREIÐSLA OG DREIFING i Þvcrholti 11, simi 27022.Pósthólf 533. Vcrð i lausasölu 33,00 kr.
Askriftarvcrð 110,00 kr. á mánuði, 330,00 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslcga cða 660,00 kr. fyrir
26 blöð hálfsárslcga. Áskriftarvcrð grciðist fyrirfram, gjalddagar nóvcmbcr, fcbrúar, mai og águst.
Áskrift í Rcykjavík og Kópavogi grciðist mánaðarlcga.
Um málefni neytenda er fjallað I samréði við Neytendasamtökin.
Forsíða
Eflaust má deila um hvað orðið grýla
táknar, og út frá þeim grundvelli
velta vöngum yfir þvi hvort það er
réttnetni á þessar föngulegu kvinnur
að kalla þær Grýlur. En nafnið hafa
þær valið sjálfar, eins og þær gera
allt sitt sjálfar i musikinni sem þær
framleiða. Þær halda sig mjög við
jörðina á þessari forsiðumynd
Ragnars Th. en inni i blaðinu fljúga
þær hærra.
16. tbl. Vikan 3