Vikan - 22.04.1982, Side 17
Úr hugmyndabankanum
Hönnun og handverk
Hauskúpan var vel hönnuð
Gæti hugsast að gotneskar byggingar hafi verið hannaðar í samræmi við höfuðkúpu mannsins? Er þar fundin ástæða vcl
hannaðs burðarþols miðaldadómkirkna?
r leira gæti verið sameiginlegt með
hausnum á þér og Notre Dame-dóm-
kirkjunni en þig grunar.
Höfuðkúpa mannsins er að sjálfsögðu
með allra fremstu afrekum á sviði vel
verkandi hönnunar. Mannsheilinn og
þau skynfæri sem staðsett eru i höfðinu
þurfa umgjörð sem getur staðist margs
konar áföll og jafnframt dreift álagi á
þann máta að það valdi engum
truflunum. Höfuðkúpan þjónar sinu
hlutverki fullkomlega.
Menn gætu haldið að höfuðkúpan
yrði aðeins fyrir álagi í slagsmálum eftir
sveitaball eða í hörkuíþróttaleik. Ekki er
þvi láni að fagna. Efri hluti höfuð-
kúpunnar býr við stöðugt álag frá þeim
neðri, það er að segja neðri kjálkanum.
Allar hreyfingar kjálkans, sem valda þvi
að tennur hans skella á þeim efri, senda
hræringar um alla höfuðkúpuna.
Hreyfingar lausa kjálkans valda
einnig álagi á vöðvana sem bera hann og
hreyfa. Þeir toga í hauskúpuna þegar
munnurinn er opinn og þrýsta á hana
þegar hann lokast. Prófaðu að juða
kjálkanum fram og til baka, það má sjá
hve margar átaksáttirnar eru af þvi hve
hreyfanlegur kjálkinn er.
Fyrirkomulagið sem dreifir álaginu á
tennurnar eru með bestu dæmum um
fyrirtaks hönnun. Frá sjónarhorni húsa-
gerðarlistar likist bygging höfuð-
kúpunnar einna helst gotneskum
arkitektúr. Þetta eru nokkrir bogar sem
stoðir af ýmsu tagi styrkja. Þrjá stærstu
bogana mýnda sveigðar plötur sem
liggja yfir hvirfilinn milli beggja hliða
hauskúpunnar: ennisbeinið, hvirfil-
beinið og hnakkabeinið. Mikill hvolfbogi
nær frá nefrótum, yfir hvirfilinn aftur í
hnakkagróf. Hnykkir leiða ekki beint
inn í kúpubotninn heldur leiða
stoðirnar þá út um alla kúpuna eins og
bogadregnir stoðbitar i byggingum.
Kinnbeinið er ein helsta stoð höfuð-
kúpunnar en það liggur þvert á fremsta
jaxlinn hvorum megin.
Allt álag á tennurnar leiðir um kinn-
beinastoðirnar út i höfuðkúpuna, án
þess að hún skaðist eða óþægindi
orsakist.
Öll uppbygging höfuðkúpunnar
riðlast ef vantar einn eða fleiri af þessum
sambyggðu þáttum. Til dæmis getur
kjálkinn aflagast vegna ójafnrar álags-
dreifingar þegar vissar tennur vantar.
Sjálf bygging beinanna sem virka sem
stoðir veldur því að þau þjóna mjög vel
sinu hlutverki. Á milli tveggja þéttra
beinaveggja liggur samofin léttbygging
úr beini sem líkist helst svampi að innri
gerð. Kraftar sem verka langsum eftir
beininu veikjast í þykku ytri lögunum og
eru siðan leiddir út í óteljandi stoðirnar i
svampkennda beininu. Það síðasttalda
dregur einnig úr hnykkjum frá
vöðvunum.
Högg ofan á höfuðið dreifast að hluta
til þegar þau leiða út í bogabeinin í
höfuðkúpunni. Kúpan samanstendur af
22 sjálfstæðum en samtengdum beinum.
Samskeytin á milli þeirra taka á sig hluta
af högginu, líkt og samskeyti i
byggingum draga úr hnykkjum sem
lenda á henni. Samskeyti höfuð-
kúpunnar eru sveigjanlegri fram á
miðjan aldur.
Arkítektar og sagnfræðingar hafa
löngum deilt um hvort hinir skrautlegu
stoðbitar (flying buttresses) gotneskra
dómkirkna hafi einhvern tilgang eða séu
aðeins til skrauts. Byggingaverk-
fræðingar hjá Princeton-háskólaí Banda-
rikjunum hafa nýlega sýnt fram á, með
líkönum og optiskum styrkleika-
mælingum, að þessir stoðbitar dragi úr
álaginu sem skapast af mikilli veðurhæð.
En arkítektar á miðöldum lærðu ekki í
háskólum heldur á verkinu. Þeir byggðu
að þvi talið er engin líkön af dóm-
kirkjum sínum — skyldu þeir hafa haftá
tilfmningunni hvernig þessir stoðbitar
myndu verka? Skyldu þeir í bókstaf-
legum skilningi hafa notað höfuðið? Vit-
neskja um höfuðkúpuna hafði legið fyrir
i það minnsta frá þvi 130-200 árum eftir
Krist, meðal annars í bókinni Bein fyrir
byrjendur eftir Galen. Gæti það hugsast
að arkítektar miðaldanna hafi hannað
dómkirkjurnar í samræmi við burðar-
boga, stoðbita og aðrar stoðir þessarar
fögru byggingar sem við köllum
hauskúpu? k!
16. tbl. Vikan 17