Vikan


Vikan - 22.04.1982, Side 43

Vikan - 22.04.1982, Side 43
Il Jógaæfingar — IV. hluti Herðastaðan Leggist á bakið á gólfið með hendur niður með hiiðum. Andið rólega að og frá. Lyftið fótum upp, með hnén beygð, þar til þið hvílið á herðunum. Andið að ykkur og réttið úr mjöðmum og fótieggjum þar tH likaminn er orðinn þráðbeinn. Í þessari stöðu eiga fótíeggir ekki að vera stifir. Liðir mjúkir, vöðvar slakir og eðlilegir. Höndum á að koma fyrir þannig að bolurinn sé sem stöðugastur. Til að fá meiri mýkt er gott að fara niður með fæturna, anda frá sér og láta hnén nema við enni. Rétta síðan upp og anda að sér. Gera þetta nokkrum sinnum. Þegar þið eruð búin að ná jafnvægi, með líkamann þráð- beinan, þá andið að og frá nokkrum sinnum. Látið fæturna siga og andið frá ykkur. Plógstaðan Andið að ykkur og réttið annan fótinn upp. Þið megið styðja með lófunum við bakið ef ykkur finnst það betra. Látið síðan fæturna síga, liggið bein á góífinu með hendur niöur með hliðum og andið rólega frá ykkur. 16. tbl. Vikan 43 Þessi æfing er góð fyrir alla hryggsúluna og teygir vel á hálsinum. Andið frá ykkur um leið og þið teygið fæturna vel aftur. Látið lófana liggja á gólfi og fæturna hvíla á táberginu. Andið nokkrum sinnum að og frá. Það er mjög gott að gera þessa æfingu eftir plógstöðuna og viðsnúnu æfingarnar. Liggið á bakinu. Lyftið efrihluta líkamans upp og hvilið á olnbogunum. Látið höfuðið falla aftur og andið að og frá þrisvar sinnum. Á eftir er gott að halda stellingunni nema hvað þunginn hvílir á hvirflinum og hendurnar eru í bænastellingu á brjóstinu. Setjið síðan olnbogana á gótfið, leggið hendur niður með hliðum, andið frá ykkur og slakið vel á.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.