Vikan


Vikan - 22.04.1982, Page 50

Vikan - 22.04.1982, Page 50
Eldhús Vikcinnar Jón Ásgeir tók saman Hlynsíróp Sætindi voru alvanaleg hjá kanadískum indíánum löngu áður en Kólumbus fann Ameríku. Evrópubúar vissu varla hvað sykur var og kunnu því síður aðferðir til að framleiða hann. Frumbyggjar Ameríku voru einna fyrstir til að framleiða sykurinn, þeir ristu einfaldlega rákir í trjábörkinn á hlyni og nóg var af honum í Kanada. Safinn í trjánum stígur að vori til, þegar nætur eru kaldar en farið að hlýna að degi til. Þá vellur sætur safinn úr rákunum og það er um að gera að ná honum þar. Skógarmenn náðu safanum í stampa og suðu hann svo langtímum saman. Við það gufaði vatnið burt úr vökvanum og eftir stóð gullinbrún sósan. Evrópsku innflytjendumir lærðu vinnsluna og hún varð mikilvæg atvinnu- grein þeirra sem búa við kröpp kjör í Quebec og Ontario. Einn hlynur gefur af Svínarrf með htynsírópsjafningi Fyrir 8 manns. 2 kíló svínarif með kjötinu á JAFNINGURINN: 30 grömm sesam-fræ 1 hvítlaukslauf 1 engiferrót í sírópi 1 hnífsoddsmergð af neguldufti 2 matskeiðar matarolía 6 matskeiðar hlynsíróp (maple sirup) 5 matskeiðar sojasósa 7 matskeiðar kjötseyði (máske skyndilögun) 2 matskeiðar viskí 1 stór laukur Tilreiðsla: Biðjið kjötkaupmanninn að deila svínarifjunum í átta hluta. Ristið sesam- fræin á þurri pönnu. þar til gullinbrún og látið þau kólna. Flysjið hvitlaukslaufið og hlutið í smátt. Skerið afhýdda engiferrótina á stóra teninga. Blandið öllu saman og bragðbætið með neguldufti. Þeytið duglega saman matarolíu, hlynsiróp, sojasósu og seyði og bætið saman við það sem áður var komið. Hrærið viskíi og smásöxuðum lauknum út í. Leggið svínarifin í skál og hellið sósunni yfir. Látið rifin liggja í leginum í fimm Ídukkutíma og veltið þeim af og til á meðan. Veiðið svo kjötið upp úr og grillið undir heitu grilli í 25 mínútur (20 mínútur á miðhillunni, fimm mínútur á þeirri efstu. Veltið rifjunum oft og strjúkið sósu yfir þau ef þarf. Hes/ihnetukökur 170 grömm smjör og litið eitt að auki fyrir bökunarformið 175 grömm sykur 4egg 1 hrista salt 6 matskeiðar hlynsíróp (maple sirup) 125 grömm muldir heslihnetukjarnar (þessar algengu, kúlulaga) 85 grömm hveiti 1 sléttfull teskeið af lyftidufti 8 matskeiðar hlynsíróp til að væta kökuna 1 pakki suðusúkkulaði í hjúpinn 2 matskeiðar ristaðir muldir heslihnetu- kjarnar Tilreiðsla: Hrærið smjörið í skál þar til það er kremkennt. Þeytið sykurinn og eggin saman við og kryddið með einni salthristu. Hrærið síðan hlynsírópinu saman við. Blandið saman muldum heslihnetu- kjörnum, hveiti og lyftidufti og hrærið saman við hitt. Steypið deiginu í feitiborið 23 sentímetra langt bökunarform. Gerið skoru eftir miðjunni, setjið í heitan ofn og bakið í eina klukkustund við 175 gráða hita á miðhillu. Hækkið hitann síðustu 15 mínúturnar og breiðið álþynnu yfir kökuna sé hún farin að dökkna. Losið kökuna úr forminu, leggið á grind og stingið göt í hana með trépinna. Látið hlynsírópið drjúpa í götin og dreifið um yfirborðið, einnig á hliðarnar. Látið allt kólna. Bræðið súkkulaðið í skál yfir heitu vatni, strjúkið því yfir kökuna og sáldrið loks heslihnetum yfir. sér um 40 lítra af safa ár hvert, en þver- málið jafngildir í það minnsta 25 sentí- metrum. Sírópið frá Kanada verður sífellt vinsælla, það er enda alveg tært og fullt af bætiefnum. Gömlu kanadísku upp- skriftirnar standa enn fyrir sínu og bragðast evrópskum laukum jafnvel og þeim í Ameríku. K/attar með hlynsírópi 200 grömm hveiti 2 sléttfullar teskeiðar af lyftidufti 1 teskeið salt 100 grömm smjör 112 lítri mjólk 3egg 2 matskeiðar hlynsíróp (maple sirup) jurtafeiti til steikingar. Tilreiðsla: Sigtið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál. Látið smjörið renna við vægan hita, hellið því af pönnunni saman við mjólk, egg og hlynsíróp, hrærið vel saman og látið standa í eina klukkustund. Hitið lítið eitt af jurtafeiti á pönnu, hellið deiginu á pönnuna með lítilli ausu, þannig að úr verði klattar sem eru um 12 sentí- metrar að þvermáli. Látið klattana bakast gullinbrúna báðum megin. Staflið klöttunum á disk sem stendur í volgum ofni og hellið upphituðu hlynsírópi yfir þá rétt í þann mund er þeir skulu fram- reiddir. Gott er að bera fram þunnar flesk- sneiðar (beikon) sem hafa verið steiktar stökkar á pönnu við meðalhita. Látið feitina renna vel af þeim áður en þær eru bornar fram. SO Vlkan 16. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.