Vikan


Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 7

Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 7
Einkarétturá Islandi:Vikan Vísindi fyrir almcnning * GÁTAN UM GULA REGNIÐ LEYST? Er eiturefnahernaður stundaður í Suðaustur-Asiu? Því hefur um skeið verið haldið fram. Hér skoðar sænski vísindablaða- maðurinn Harry Bökstedt það sem fram hefur komið í þessu máli og hvað líklegt má telja með og móti. aðgerðum gegn kjarnorkuvopnum. Hann lýsti því yfir að nú hefðu fundist öflugar sannanir (firm evidence) fyrir því að líffræðilegum vopnum væri beitt i Suðaustur-Asiu. Enn ein sönnun.... Daginn eftir var haldinn fréttafundur í Washington þar sem utanríkisráðu- neytið lagði fram „sönnunargögn" sin. Þau voru sýnishorn af gróðri — eitt lauf og dálitill plöntustilkur — frá þorpi i Kampútseu, skammt frá landamærum Thailands. Á þessum plöntuhlutum var lag sem sagt var myndað af „gula regninu”. Sérfræðingur í sveppaeitri komst að þeirri niðurstöðu að bæði i blaðinu og stilknum væri óeðlilega mikið af þessum tegundum sveppaeiturs: nivalenol, deoxynivalenol og T2. Þessar eiturtegundir verða til i vissum legundum rotnunarsveppa sem viða eru mjög algengir. Þessir rotnunarsveppir leggjast oft á ræktaðan gróður og með þeim hætti getur maðurinn orðið fyrir lifshættulegri eitrun. Árið 1944 dóu til dæmis fjölmargir borgarar i Sovét- rikjunum eftir að hafa neytt brauðkorns sem hafði myglað af völdum rotnunar- sveppa i vetrargeymslunni. Droift úr flugvcl Samkvæmt vitnisburði bandariska sérfræðingsins dr. Chesters Mirocha þrífast þessir sveppir hins vegar ekki i heitu loftslagi Suðaustur-Asíu þannig að eiturefnin hefðu ekki getað myndast á náttúrlegan hátt i þeim plöntuhlutum sem teknir voru i þorpinu í Kampútseu. Mirocha var þess vegna sammála stað- hæfingu stjórnvalda um að sveppa- eitrinu hlyti að hafa verið dreift yfir þessar slóðir úr flugvél. Þegar enn- fremur var bent á að Sovétrikin höfðu góða möguleika til að framleiða þessi efni i stórum stíl var það að sjálfsögðu skýr vísbending um hvaðan eitrið væri ættað. En þeir voru margir, líka í Banda- ríkjunum, sem töldu utanrikisráðu- neytið standa á veikum grunni til að bera fram svo alvarlegar ásakanir sem þessa. Einn skarpasti gagnrýnandinn var Matthew Meselson, virtur líffræðingur við Harvard háskóla, sem i mörg ár var ráðgjafi varnarmálaráðuneytisins í málum varðandi efna- og liffræðileg vopn. Hann staðhæfði meðal annars að aðeins eitt sýnishorn væri ekki nægilegt til að bera fram svona grófa ásökun og að eiturefnin gætu þrátt fyrir allt hafa myndast þar á staðnum með eðlilegum hætti. Hann vildi ekki neita því að „gult regn” gæti verið til en hélt þvi fram að virk efni í þvi hlytu að vera eitthvað annað en mycotoxin, sem að hans áliti gátu ekki ein út af fyrir sig valdið jafn- heiftarlegum einkennum og lýst var. Bók og þingncfndarrannsókn Síðar í þessum sama mánuði kom út bók eftir blaðamanninn Sterling Seagrave, sem lýsti því hvernig fjöldi fólks í Suðaustur-Asiu, Jemen og Afganistan hefði orðið fyrir efna- eða líffræðilegum árásarvopnum. Og i nóvember komu stjórnvöld fram með ný sönnunargögn. Richard Burth aðstoðarutanríkisráðherra tilkynnti að nú hefðu verið rannsökuð þrjú ný sýni frá jafnmörgum stöðum í Kampútseu og Laos og í þeim hefði fundist mikið af sömu eiturtegundum og i fyrsta sýnis- hominu. Þetta varð til þess að þingið skipaði sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna þessi mál og Burth taldi sér óhætt aðskerpa ásakanirnar. Hann sagðist viss um að „sambærilegu eitri væri dreift í Afganistan þótt enn væru ekki komin bein sönnunargögn þaðan”. Efasemdamaðurinn Meselson viður- kennir að þessar nýju uppgötvanir bendi til þess að sveppaeitri sé dreifl viljandi en hann hvetur enn til að fara varlega í full- yrðingar um þetta mál. Hann segir að til þess að menn geti verið alveg vissir í sinni sök þurfi fleiri rannsóknir á fleiri sýnishornum sem séu fengin með þeim hætti að uppruni þeirra sé yfir alla gagn- rýni hafinn. Hann sakar utanrikisráðu- neytið enn um ýkjur og staðhæfir að til- tekið vatnssýnishorn frá Laos geti ekki verið jafnhættulegt og gefið er i skyn i rannsókn þingmannanefndarinnar. Hann segir að með þvi innihaldi sveppa- eiturs, sem vatnið hafði samkvæmt rannsóknarniðurstöðum, þurfi maðurinn að drekka 25 lítra af þvi til að fá í sig banvænan skammt af eitri. Aftur á móti var því haldið fram í sjónvarpsdagskrá nýlega að hugsanlega gætu nefnd sveppaeiturefni valdið áköfum innri blæðingum á mjög skömmum tíma. Engu að siður hefur utanrikisráðuneyti Bandarikjanna orðið fyrir margvíslegri gagnrýni fyrir skort á sönnunum og fyrir að hafa dregið hvat- vislegar ályktanir. Þetta má meðal annars sjá i grein eftir Nicholas Wade í tímaritinu Science en þótt Wade gagn- rýni ráðuneytið endar hann grein sina á að segja að þau sönnunargögn, sem þegar hafa verið lögð fram, séu nægilega ískyggileg til að ástæða sé til að gera „alvöru”-rannsókn á „gula regninu”. „Fullkomlcga eðlilegt" Hversu liklegt er að Sovétríkin taki þá áhættu að búa heri sína og bandamanna sinna efna- og líffræðilegum vopnum og brjóta þannig viðurkenndar alþjóðasam- þykktir? Og velja þá til þess efni eins og mycotoxin? Sænski lyfjafræðingurinn Nils-Göran Sjöblom, sem jafnframt er sérfræðingur í málefnum þróunarlandanna, hefur lengi átt þátt í sænskum rannsóknum i leit að mótefnum við hugsanlegum efna- fræðivopnum. Hann telur staðhæfingar bandariskra stjórnvalda „fullkomlega eðlilegar”. Þessi eiturefni hafa þann mikla kost að það er erfitt að finna þau, meðal annars vegna þess að þau hverfa mjög fljótt. Einnig má segja að þau séu sérlega hentug til að nota i afskekktum byggðum, sem erfitt er að komast að, byggðum þar sem skortur er á sjúkra- o þjónustu og mannafla og aðferðum til að staðfesta orsök sjúkdómanna. Sjöblom telur einnig ákveðna kaldhæðni fólgna i því að einmitt svona svæði skuli valin til að próf? ný og lúmsk eiturvopn. 19. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.