Vikan


Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 35

Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 35
Xvikmyndir áfram. Hann benti þeim á að eins og i íþróttum krefðist leiklistin þess að menn legðu ýmislegt á sig sem þeim væri ekki endilega Ijúft. Líkt og iþróttirnar hefðu oft I för með sér líkamlega þjáningu væri leikurinn andleg þjáning. Mariel Hemingway er þekklust fyrir leik sinn i Manhattan eftir Woody Allen. Hún er auk þess mikil iþrótta- manneskja, stundar skíðagöngur og er sérfræðingur i stultugangi. Patricia Donelly hafði aldrei leikiðáður. Hún er grindahlaupari og keppti á ólympiu- leikunum 1976. Báðar þykja þær skila hlutverki sínu ntjög vel. Leikstjórinn, Robert Towne. varð fyrst þekktur sem „handritalæknir", það er að segja hann tók léleg handrit, fór um þau höndum og gerði úr þeim góð handrit. Þannig varð Bonnie og Clyde til og siðan The Godfather. Fyrir sitt eigið handrit að Chinatown fékk hann óskars- verðlaunin. Hann er 47 ára gamall og sigraðist á sjúkdómi með likams- æfingunt og einbeitingu. Kvikmyndinni hefur verið fundið ýmislegt til foráttu. bæði af íþrótta- mönnum og kynvillingunt sem segja myndina alls ekki vera raunsæja lýsingu. á lífi þessa fólks. En aðrir vegsama myndina fyrir að sýna aðra hlið á málinu en þá sent oftast blasir við. Umfjöllun um kynvillu i samfélaginu hefur yfirleitt ekki verið mjög opinská. Kynvilla — orðið sjálft — ber það i sér hverjum augum fyrirbærið hefur verið litið í islensku samfélagi. Kynvilla og kynvillingar eru oft litnir hornauga og þeim mæta miklir fordómar. Þó hefur kynvilla verið þekkt fyrirbæri á öllum timum, alls staðar i veröldinni. Ákaflega erfitt getur og verið að draga mörk milli þess sem kallað er á alþjóðamáli hómósexúel og heterósexúel. Á sumum timum og stöðum er kynvilla algengari en annars, til dæmis i fangelsum, í herbúðum og I heimavistar- skólum þar sem aðeins annað kynið er. Sumir hafa tilhneigingar til kynvillu á ákveðnu timabili ævi sinnar en það getur siðan breyst. Á sumum tímum hefur verið litið á þaðsem sjilfsagðan hlut að menn hefðu mök við aðra af sama kyni, svo sem I Grikklandi á dögum Sókratesar og Platóns. Á öðrunt timum hafa ntenn verið ofsóttir fyrir vikið. Frægt dæmi er um írska leikskáldið og háðfuglinn Oscar Wilde sem dæmdur var til tveggja ára þrælkunarvinnu fyrir kynvillu. Mannorð hans og efnahagur var lagður i rúst og stuðlaði að dauða hans löngu l'yrir aldur fram. En á Vesturlöndum i seinni tíð hefur bannhelginni, sem hvildi á kynvillunni og umræðunni um fyrirbærið, verið létt að nokkru, einkunt í Bandaríkjunum. Hommar og lesbur hafa viða stofnað með sér baráttusamtök fyrir jafnrétti. Kvikmyndaiðnaðurinn er fljótur að taka við sér þegar annars vegar er efni sent gæti vakið áhuga alntennings. Nú er talið óhætt að fjalla um kynvillu á raun- sæjan hátt i kvikmynd og tvær slikar hafa nýverið verið gerðar þar vestra, Personal Best eftir Roberl Towne og Making Love eftir Arthur Hiller. í kvikmyndinni Making Love er sagt frá ungunt hjónum, Zack iMichael Ontkean) og Claire (Kate Jacksofil sem á yfirborðinu virðast lifa i hinu eina sanna fullkomna hjónabandi. Þeini hefur vegnað vel i lífinu, hún er virtur frant- kvæmdastjóri sjónvarpsstöðvar og hann er læknir. Lif þeirra tekur þó óvænta stefnu þegar Zack viðurkennir fyrir konu sinni að hann sé I ástarsambandi við ungan og framagjarnan rithöfund, Bart iHarry Hamlin). Þella gjörbreytir öllu lifi þeirra. Claire þarf að horfast I augu við áður óþekktar hliðar á lifinu og nieta að nýju gildandi viðhorf sam- félagsins. Aukaleikarar eru Wendy Hiller. Arlhur Hill og Nancy Olsen. Leikstjóri eru Arthur Hiller og tónlist er eftir Leonard Rosenman. Kynvilla í kvikmyndum 19. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.