Vikan


Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 16

Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 16
Fjölskyldumál getur veriö erfitt fyrir margar konur sem hafa gaman af að fá sér i glas, án þess þó að teljast alkóhólistar. Þegar rætt er um áfengisneyslu á meðgöngutima er yfirleitt sagt að mikil og jöfn dagleg notkun sé skaðleg. Oft er nefnt að 30-50 cl hreint alkóhól, sem samsvarar unt það bil einni rauðvins- flösku á dag, sé tvimælalaust skaðlegt. Hversu mikið magnið þarf nákvæmlega að vera til að skadda fóstrið er ekki vitað. Það liggja ekki fyrir rannsóknir um hvort litilsháttar magn af áfengi af og til á meðgöngutima geti skaddað fóstrið. Það er hins vegar staðhæft um áfengisneyslu eins og reykingar: þvi meira magn, þeim mun meiri likur á sköddun. Áfcngi oft ckki cina vandamálið Þegar áfengi er misnotað kemur oft i Ijós að sá sem neytir þess á við ýmis önnur vandamál að stríða. Áfengið er bara eitt af mörgum þáttum sem gera einstaklingnum lifið leitt. Ýmiss konar fjölskyldu- eða sambúðarerfiðleikar geta komið til, fjárhagsvandræði og húsnæðisvandræði eru einnig algengir fylgifiskar. Geðræn vandkvæði og óánægja á vinnustað eru ekki óalgeng fyrirbrigði hjá þeim sem ofnota áfengi. Allir þessir þættir geta verið fyrir hendi samfara áfengisneyslu á meðgöngutíma og þvi þarf oft að vera hægt að aðstoða einstaklinginn á fleiri vegu en bara í sambandi viðáfengisvandann. Áfcngi í líkama móður og barns Hér áður fyrr héldu margir að áfengi i líkama móður hefði engin áhrif á barnið. Nú telja menn að sannað sé að áfengis- magnið sé nokkuð það sama í fóstrinu og hjá móðurinni. í Bandarikjunum hafa margar tilraunir verið gerðar á dýrum til að komast að þvi hvaða áhrif áfengi hefur á fóstur. 1 einni af þessum tilraunum var sprautað alkóhólupplausn í dýr. Miðað var við að kona um fimmtiu kiló að þyngd drykki um eina flösku af borðvini á tveim timum. Siðan var heilastarfsemi fóstursins mæld. Rannsóknin sýndi að fóstrið varð meðvitundarlaust í lok innsprautunar og i talsverðan tima þar á eftir. Þetta þótti r©trmg PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2 Simi 13271 viðurkenndir úrvals p jennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teiknláhöt d fást 1 þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. meðal annars sanna að fóstur verður fyrir sömu áhrifum af áfengisneyslu og móðir — og sist minni. Niðurstöður Oft eru nefndar fjórar umfangsmiklar rannsóknir sem hafa verið gerðar á börnum áfengissjúkra mæðra. Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Frakklandi, Bandaríkjunum, Vestur- Þýskalandi og Gautaborg í Sviþjóð. Niðurstöður þessara rannsókna gefa allar svipaða mynd. Ef móðir er áfengis- sjúk á meðgöngutima eru 40-50% líkur á þvi að fóstrið verði alvarlega skaddað. Svíþjóð er það Norðurlandanna sem stendur einna fremst i rannsóknum á þessu sviði. Þar sýna niðurstöður að um hundrað börn fæðast árlega alvarlega sködduð vegna áfengisneyslu og um tvö hundruð börn eru talin hafa ýmsa minniháttar skaða. I Sviþjóð er einnig talið að um fimmtán til tuttugu börn fæðist árlega með hjartagalla vegna áfengisneyslu móður. Hvað Ísland snertir eru ekki dl nákvæmar rannsóknir á þessu sviði en oft er vitað um verðandi mæður sem hafa misnotað áfengi á meðgöngutima. Hversu umfangsmiklir skaðar eru af þessum völdum er ekki vitað. Það er hins vegar ekki að efa að menn láta þessi mál sig æ meira varða hér á landi þegar fram í sækir. Aukin áfengisneysla kvenna og kannski sérstaklega ungra kvenna og sókn i alls kyns vímugjafa hlýtur að kalla á viðbrögð í sambandi við hugsanlegar fósturskemmdir. veítk’ augtýsendum góða þjönustu á skynsamlegu verði og hver augtýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. Auglýsingasími: 85320 Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum V - V |— 16 Vikan 19. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.