Vikan


Vikan - 13.05.1982, Síða 16

Vikan - 13.05.1982, Síða 16
Fjölskyldumál getur veriö erfitt fyrir margar konur sem hafa gaman af að fá sér i glas, án þess þó að teljast alkóhólistar. Þegar rætt er um áfengisneyslu á meðgöngutima er yfirleitt sagt að mikil og jöfn dagleg notkun sé skaðleg. Oft er nefnt að 30-50 cl hreint alkóhól, sem samsvarar unt það bil einni rauðvins- flösku á dag, sé tvimælalaust skaðlegt. Hversu mikið magnið þarf nákvæmlega að vera til að skadda fóstrið er ekki vitað. Það liggja ekki fyrir rannsóknir um hvort litilsháttar magn af áfengi af og til á meðgöngutima geti skaddað fóstrið. Það er hins vegar staðhæft um áfengisneyslu eins og reykingar: þvi meira magn, þeim mun meiri likur á sköddun. Áfcngi oft ckki cina vandamálið Þegar áfengi er misnotað kemur oft i Ijós að sá sem neytir þess á við ýmis önnur vandamál að stríða. Áfengið er bara eitt af mörgum þáttum sem gera einstaklingnum lifið leitt. Ýmiss konar fjölskyldu- eða sambúðarerfiðleikar geta komið til, fjárhagsvandræði og húsnæðisvandræði eru einnig algengir fylgifiskar. Geðræn vandkvæði og óánægja á vinnustað eru ekki óalgeng fyrirbrigði hjá þeim sem ofnota áfengi. Allir þessir þættir geta verið fyrir hendi samfara áfengisneyslu á meðgöngutíma og þvi þarf oft að vera hægt að aðstoða einstaklinginn á fleiri vegu en bara í sambandi viðáfengisvandann. Áfcngi í líkama móður og barns Hér áður fyrr héldu margir að áfengi i líkama móður hefði engin áhrif á barnið. Nú telja menn að sannað sé að áfengis- magnið sé nokkuð það sama í fóstrinu og hjá móðurinni. í Bandarikjunum hafa margar tilraunir verið gerðar á dýrum til að komast að þvi hvaða áhrif áfengi hefur á fóstur. 1 einni af þessum tilraunum var sprautað alkóhólupplausn í dýr. Miðað var við að kona um fimmtiu kiló að þyngd drykki um eina flösku af borðvini á tveim timum. Siðan var heilastarfsemi fóstursins mæld. Rannsóknin sýndi að fóstrið varð meðvitundarlaust í lok innsprautunar og i talsverðan tima þar á eftir. Þetta þótti r©trmg PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2 Simi 13271 viðurkenndir úrvals p jennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknipennar og teiknláhöt d fást 1 þægilegum einingum fyrir skóla og teiknistofur. meðal annars sanna að fóstur verður fyrir sömu áhrifum af áfengisneyslu og móðir — og sist minni. Niðurstöður Oft eru nefndar fjórar umfangsmiklar rannsóknir sem hafa verið gerðar á börnum áfengissjúkra mæðra. Þessar rannsóknir hafa verið framkvæmdar í Frakklandi, Bandaríkjunum, Vestur- Þýskalandi og Gautaborg í Sviþjóð. Niðurstöður þessara rannsókna gefa allar svipaða mynd. Ef móðir er áfengis- sjúk á meðgöngutima eru 40-50% líkur á þvi að fóstrið verði alvarlega skaddað. Svíþjóð er það Norðurlandanna sem stendur einna fremst i rannsóknum á þessu sviði. Þar sýna niðurstöður að um hundrað börn fæðast árlega alvarlega sködduð vegna áfengisneyslu og um tvö hundruð börn eru talin hafa ýmsa minniháttar skaða. I Sviþjóð er einnig talið að um fimmtán til tuttugu börn fæðist árlega með hjartagalla vegna áfengisneyslu móður. Hvað Ísland snertir eru ekki dl nákvæmar rannsóknir á þessu sviði en oft er vitað um verðandi mæður sem hafa misnotað áfengi á meðgöngutima. Hversu umfangsmiklir skaðar eru af þessum völdum er ekki vitað. Það er hins vegar ekki að efa að menn láta þessi mál sig æ meira varða hér á landi þegar fram í sækir. Aukin áfengisneysla kvenna og kannski sérstaklega ungra kvenna og sókn i alls kyns vímugjafa hlýtur að kalla á viðbrögð í sambandi við hugsanlegar fósturskemmdir. veítk’ augtýsendum góða þjönustu á skynsamlegu verði og hver augtýsing nær til allra lesenda VIKUNNAR. Auglýsingasími: 85320 Spennum beltin ALLTAF - ekki stundum V - V |— 16 Vikan 19. tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.