Vikan


Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 36

Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 36
Höfundur: Margit Sandemo —Teikning: Ragnhildur Stefánsdóttir Þau röðuðu sér nú aftur í kringum kórónuna og hófust handa við hreinsun hennar. Jörgen hafði góðu heilli tekið með sér áhöld til hreinsunar á uppgröfn- um munum og nú beittu þau þeim af ýtrustu varfærni eins og þau væru að plokka óhreinindi af eggjaskurn. Þau hrósuðu happi, að Jörgen hafði veriðsvo forsjáll, því i rauninni jjafðihann aldrei dreymt um að þau þyrftu á^»Mum áhöldum að halda. — Ég hef óþægilegal grun um að séum hér við ólögjégaf iðju, s; Annika. — Hefðui að... — Góða þegiðu, annars hefurðu verra af, rumdi I Jörgen. — Það er naumast, sagði Annika móðguð. En innan stundar voru þau svo niður- sokkin í vinnu sína að þau gleymdu gjörsamlega timanum. Það var ekki fyrr en öll kertin voru brunnin út að þau veittu þvi eftirtekt að orðið var bjart af degi. Klumpurinn hafði minnkað mjög að ummáli og nú rannsakaði Jörgen hvert korn, sem þau tindu i burtu, I smásjá, en ennþá höfðu þau hvorki fundið merki um ryð né járn. Enn var þó klumpurinn nægilega stór til að hann kynni að hafa kórónu aðgeyma. Þau höfðu einnig hreinsað innan frá miðju og nú bókstaflega hlutu þau að fara að verða einhvers áskynja. Satt að segja bjuggust þau allt eins við þvi að á hverju andartaki kynni þessi hringlaga óskapnaður að bresta í sundur og verða að ryðdufti i höndum þeirra. — Ég er komin með krampa I magann, stundi Tone. — Og hjartað i mér slær á tvöföldum hjgða, sagði Martin. Ég er að missa stjórn á höndunum, Jörgen. st ac^ Og 'rlAl a/h m </ rakjSJBJaitWI töi hart. — Hæ! sagði hann kominn i gegn. Jörgen hætti á að þrýsta ögn á með sinni töng. — Ég líka, sagði hann. — Þetta er þá allavega ekki bara ryð, tautaði Tone. Þau drógu ekki af sér við hreinsunina. Og nú rak Annika, sem hreinsaði að inn- an, töng sina einnig í hart. — Hvernig leit járnkóróna eiginlega út? spurði hún. — Þær voru mismunandi, svaraði Jörgen. — En þær voru svo sem ekkert sérlega merkilegar. Það má sjá nokkrar slíkar á söfnum, til dæmis eina frá Búrgund. Þær eru lágar og lítið skreytt- ar. En sögulega gildið er ótvirætt. — Ó, þarna fór heilt flikki, sagði Skreytingar og gjafavörur «1 -r við öll tfki: fœri V Hlónnihiióin vor Aastnrvcn Sími 84940 Martin. — Hamingjan góða ef ég hef nú skemmt kórónuna. Ég þori ekki að gá. Hann grannskoðaði flikkið en það virtist samanstanda eingöngu af mold. — Þú hlýtur þá að hafa afhjúpað kórónuna sjálfa, sagði Jörgen. — Það gæti verið. En ég þori ekki að athuga það. Jörgen flutti sig yfir til hans. Martin sat með lokuð augu. — Hvað í ósköpunum....? sagði Jörgen hægt og með undrunarhreimi. — ettajárn? flaði atMun og systurnar er. ÞaijjfijÖrðu öll' ,á að i samsinnti varlega i klumpinn og nýtt : borðið. — Óóóó! heyrðist frá þeim öllum í kór. Martin tók upp vasaklút og neri var- lega flötinn sem kominn var í ljós. Það glampaði á hann. — Er jtetta...? stamaði Annika. Jörgen lokaði augunum. — Keltar! hvíslaði hann. — írland... gull! Martin spratt á fætur svo að stóllinn valt um koll. Rödd hans var aðeins hást hvisl. — Gull! Þetta er gullkóróna! Annika stóð grafkyrr en andlit hennar ljómaði. Tone hló og grét i einu. Martin varð skyndilega alvarlegur i bragði. — Tilheyrir þetta ekki hinum horfnu munum irsku krúnunnar? En Jörgen bandaði frá sér hendinni. — Þeir munir voru frá yngri tímum. Þessi kóróna er miklu, miklu eldri. Hún er svo gömul að um hana er engin saga. Sú saga finnst að minnsta kosti ekki i sögubókum, ekki einu sinni i hinum auð- uga sagnagarði íra. — Getur hún verið frá Skotlandi? spurði Tone. — Skotlandi, írlandi eða Wales, eða frá eyjunum þar í grennd. Við vitum ekkert um það. — Þetta er svo stórkostlegt, hvislaði Tone og starði frá sér numin á kórón- una, sem enn var þakin jarðvegi. — Verðum við að fara eins varlega og áð- ur, Jörgen? — Ekki alveg eins varlega því gull hrynur ekki i sundur eins og járnið. En engar rispur, takk! Þau grúfðu sig yfir kórónuna á nýjan leik, enn ákafari en nokkru sinni. Þ að var langt liðið á morguninn þegar kóróna Cadalláns konungs stóð þar á borðinu i allri sinni dýrð, laus við öll óhreinindi. Þau gátu ekki haft af henni augun. Full eftirvæntingar höfðu þau plokkað utan af henni hverja moldarörðu og séð hana koma betur og betur í ljós. Hún var með sex lágum oddum en það sem undraði þau mest var að hvern odd prýddi dýrindis steinn, þrir þeirra voru, rauðir, þrír grænir. Ekkert þeirra fjögurra þorði einu sinni aðgiska á hvers konar steinar þetta voru. Þessir steinar voru eina skrautið á kórónunni. Hún var einföld að gerð, en listræn, og hún hlaut að vera mjög mikils virði — já, ómetanleg. — Hún er svo falleg, svo falleg, stundi Annika. Nú gátu þau varla beðið með að sýna heiminum þessar ótrúlegu gersemar. Þau tóku saman föggur sínar og gerðu vandlega hreint eftir sig. Á meðan stóð kórónan á borðinu og gladdi hjörtu 'irra. Þau gátu ekki hugsað sér að hylja hana fyrr en í siðustu lög. En nú fundu þau til þreytu. Þau voru sammála um að þau yrðu að hvíla sig áð- ur en þau legðu gangandi á fjallsöxlina og síðan i langa ökuferð til borgarinnar. Þessa nótt höfðu þau ekki sofið nokkurn skapaðan hlut og nóttina áður fremur lítið, og það gat ekki gengið til lengdar. Martin tók mjúkum höndum um kórón- una og bar hana upp til sín, en Jörgen tók að sér varðveislu sverðsins. Svo lagðist kyrrðin yfir húsið. En úti í jaðri trjálundarins var einhver á hreyfingu. Einhver sem settist þar nið- urogbeið... J örgen vafði kórónunni innan i mjúka treyju sem Annika hafði ætlað sem aukaflik ef á þyrfti að halda. Svo stakk hann bögglinum niður i bak- pokann hennar, því þar var helst auka- rými. Hann meðhöndlaði kórónuna eins og ungbarn. — Gættu hennar nú vel, sagði hann ströngum rómi við Anniku. — Hvað heldurðu, maður! Hvar er Tone? — Hún er að fara yfir húsið enn einu sinni. — Hvar hafið þið sverðin? — Hvort I sinum svefnpoka, svaraði Martin. — Caladcholgg stingst út úr í báða enda svo að við.... — Hvað sagðirðu? spurði Jörgen. — Calad, hvað i ósköpunum? — Caladcholgg. „Sverðið sterka”. Fergus konungur i Ulster átti eitt slíkt sverð. En spurðu bara Anniku. Hún kann allt um þetta. Annika roðnaði af stolti yfir áliti hans á kunnáttu hennar. — Hm, drundi í Jörgen. — Hvað gerðirðu annars við tréstöngina, Martin? Martin stirðnaði upp. — Tréstöngina? Hamingjan góða, henni var ég búinn að steingleyma. Hvar er hún. — Ekki veit ég! Ert þú með hana, Annika? — Nei. Og ekki heldur Tone, það er ég viss um. Og við erum búin að fara yfir allt húsið. Hvar var hún siðast þegar við vissum? — Það man ég ekki. Það er orðið svo 36Vlkan 19* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.