Vikan


Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 49

Vikan - 13.05.1982, Blaðsíða 49
Eldhús Vikunnar Jón Ásgeir tók saman Nýja línan í sósugerð byggir á léttum og lausum grunnefnum sem bundin eru saman með grænmeti, eggjum, rjóma eða jógúrt. Léttar og jjúffengar sósur Grunnefnin Bindiefnin Góðar sósur byggjast á steikingarfeiti, seyði eða soði. Bragðið þarf að vera sterkt og þess vegna er ráðlegt að láta helminginn af vökvanum gufa burt við suðu á meðalhita. Eftir sitja þá ilm- og bragðefnin en fjórðungur lítra af þeim dugir í sósu handa f jórum. Steikingarfeiti Drýgið feitina af snögg- steiktu með rauðvíni, hvítvíni eða kjötseyði þannig að úr verði fjórðungur úr lítra. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Athugið að veiða fyrst fituna ofan af mjög feitri steikingarfeiti og bæta síðan viðhana. Seyði Lagið kjötseyði eða grænmetisseyði úr teningum eða extrakti. Soð af Ijósu kjöti, fiski eða grænmeti. Vökvann má léttkrydda og ennfremur bragðbæta með alkóhóli (léttvín, þurrt sérrí). Bragðið má einnig bæta með schalotte-lauk- teningum, sítrónu- sneiðum, lárviðarlaufi eða fersku kryddi. Þessum grunnefnum er blandað saman við bindi- efni, svo sem rjóma, egg, krem eða annað, og þeytt þannig að úr verður létt og froðukennd sósa. Fínhakkað grænmeti og rjómi Mauksjóðið 3-4 matskeiðar af fínsöxuðu grænmeti, til dæmis gulrætur, blómkál eða annað, í vökva (græn- metisseyði). Þeytið allt saman í rafmagnskvörn. Hellið aftur í pottinn og bætið út í 3 matskeiðum af stífþeyttum rjóma. Hitið á meðan stöðugt er hrært í og bragðbætið með mildu kryddi. Sósan hentar best pönnusoðnum réttum úr kálfakjöti, fuglakjöti eða fiski. Sósan verður enn léttari (og neytendurnir líka) ef jógúrt er notuð í stað rjómans. Rjómi og krem Hitið vökvann (til dæmis byggður á steikingarfeiti) við meðalhita í 3-5 mínútur. Bætið út í einum skammti af sýrðum rjóma eða þeytirjóma, síðan 1-2 teskeiðum af sinnepi. Látið suðuna koma upp í 2 mínútur, hrærið stöðugt í á meðan og kryddið með salti, pipar og fleiru. í stað sinneps má nota önnur krem úr túbum. Þessi aðferð hentar vel sósum með snögg- steiktum réttum. 19. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.