Vikan


Vikan - 29.07.1982, Side 32

Vikan - 29.07.1982, Side 32
Smásaga HÁRFÍNTBROT hann neitaöi aö opna fyrir þeim. Daginn eftir stóöu börnin og barnabörnin hrópandi í garö- inum umhverfis húsiö. A fimmtudaginn höföu jafnvel kunningjar bæst í hópinn og margir krakkar tóku sig til og klifruðu yfir giröinguna hans Anselmos, meðan foreldrar þeirra grétu við dyrnar, og inn í næstu garða, en þaö olli nágrannakryt. Á föstudaginn snæddi Georgie morgunmat, fór yfir á pósthúsið og póstlagöi umslagið hans Billys. A meöan opnaði Anselmo dyrnar og kallaði á elsta son sinn. „Lucio,” sagði hann. „Ég er að deyja.” Hann sat nakinn í rúminu og drakk vískí af stút. „Biddu fyrir mér,” sagöi hann, faömaöi Lucio, baö hann um aö fara og lét hann sverja að opna ekki fyrr en á laugar- dagsmorgni. SVEITUNG- AR Laugardagur var einn þessara blíðviðris- daga sem stundum koma í Lawrence-héraöi. Sólin var björt aö venju og loftið svo tært að menn sáu óendanlega langt yfir bláu sléttuna gegnum V-laga gluggann sem tindarnir tveir, Los Tetas de Juana, mynda. Það var líka svalt og skýin liöu hratt yfir himininn. Georgie Evans fór fyrir hornið á leið sinni í lyfjabúðina og á gangstéttinni fyrir framan nýlenduvöruverslun Carrascos sat Anselmo Calderon, ódrukkinn og einn, og horfði á Apache Peak. Hann leit á drenginn. „Strákur! ” sagði hann. „Komdu hingað! ” Georgie hlýddi og Anselmo sagði: „Sestu! ” Georgie settist. Græn augu Anselmos glömpuöu undir hattbaröinu. „Billy var eng- inn fjárhættuspilari,” sagði hann. Hann þagn- aði og leit á fjallið. „Hann veðja við mig áður en hann deyja. Hann segja: „Compadre, ég deyja bráðum. Ég fara til helvítis. Ef þú ekki koma til helvítis innan árs ég veöja þúsund dölum aö skrattinn sendir mig að sækja þig.” Anselmo sat upp við dogg og starði á fjallið. „Þúsund dalir. Það sagði Billy. Og ég veðja.” Hann andvarpaði og rétti aftur úr sér. Hann fór í innri vasann, sótti brúnt umslag og sýndi Georgie. „Skoöaðu inn í,” sagði hann. Georgie náði í brakandi þúsund dala seðil. Hann var undinn við brúnirnar og eitt hornið brunnið af. Hann horfði ringlaður á seöilinn. Anselmo virti hann hugsandi fyrir sér um stund en hvíslaöi svo: „Þú senda, ha?” Georgie kinkaöi kolli. „Ég geröi alltaf það sem hann sagði mér. Þangað til núna. Hann sagði mér aðþegja.” Anselmo andvarpaði aftur. „Asninn,” hvíslaöi hann. „Hann ekki vita að ég á enga þúsund dali.” Svo faðmaði hann Georgie að sér og sagöi: „Eigum viö aö koma í hark, compadre?" I V| A •Ci llir sem þau þekktu áttu útlenda bíla. Það kom Alex því ekki á óvart að sjá hrörlegan, beyglaðan, eldgamlan MG fyrir aftan bíl Dönu í innkeyrslunni. Það lá við að hann æki þangaö sjálfur, en þá skildi hann aö Scott gæti ekki komist í burtu. Kannski það hafi verið sú hugsun ein sem kom honum til að stíga aftur á bensíngjöfina og aka fram hjá bíl konu sinnar, bíl vinar síns og heimili sínu? Alex vissi ekki hvers vegna hann gat ekki fengið af sér aö fara heim og hann vildi ekki vita ástæð- una. Honum leið illa og fannst hann ekki siðmenntaður maöur og alls ekki kunnna þá undirstöðu mannasiöa sem menn á hans aldri og með hans uppeldi áttu að kunna. Þaö var áliöið dags en samt of snemmt til að fara aftur í vinnuna og auk þess hafði hann fariö heim af því að honum haföi gengið illa á rannsóknarstofunni. Honum fannst heimsku- legt að aka um borgina og hann vildi ekki telja sjálfan sig á að fara heim og leggja bíln- um hiklaust fyrir aftan bíl Scotts, ganga inn og segja eitthvaö skýrt og skilmerkilegt eins og: Ég er kominn heim. í þess stað fór hann heim til Doritzer-hjón- anna. Hann kunni vel við Barböru og Stan. Þau voru eitthvað svo örugg og traust. Þau yrðu hrifin að sjá hann og spyrðu einskis um einkamál hans nema hvað þau segðu: Hvern- ig líður þér? Hvernig gengur í vinnunni? Hvernig hefur Dana það? Hann myndi brosa og segja að þaö væri allt í lagi með vinnuna og Dönu og þau myndu brosa á móti og segja að það væri nú gott. Hann gat treyst því að þau væru kurteis. Það sama var ekki hægt að segja um konuna hans Alex, því að Dana var ekki beint ókurteis viö Doritzer-hjónin en kurteis var hún heldur ekki. Hún var með ein- hverja yfirborðskurteisi sem minnti á olíu sem flýtur ofan á kaldara vatni. Barbara tók á móti honum við dyrnar. Hún var í mexíkanskri blússu og hélt á bók um líf- ræna garörækt og framan á heftinu var mynd af tómötum á stærð við litlar melónur. ,,Alex! En gaman! Ég ætlaöi einmitt aö heimta að Stan fengi sér tebolla meö mér. Þú komst al- veg mátulega.” „Ég ætlaði bara aö líta inn.” „Þú veist að okkur þykir alltaf gaman að sjá þig. Hvernig hefur Dana það?” Alex sagði að Dana hefði það gott og kom til hugar að það væri kannski rétt hjá sér. Hann haföi það ekki gott sjálfur en hann laug og sagðist hafa þaö gott. Barböru og Stan leið greinilega vel. Stan kom meö uppkast að greininni sem hann var að skrifa fram í eldhús og spurði Alex um álit hans á upphafsoröunum. Bar- bara setti yfir vatn í te og setti þrjá postulíns- bolla og diska á borðið. Þetta var jurtate (Barbara og Stan voru grænmetisætur) og það var ógeðslega grænt og hálfbeiskt á bragðið. Alex naut þess að sitja hjá þeim, finna ylinn frá þeim og hlusta á þau tala og. hann dreypti á teinu. Þaö virtist gufa upp ög það lak úr bollanum þegar hann lyfti hónum. „Alex fékk bollann með hárfína brotinu,” sagði Stan. Barbara þreif bollann af Alex þó að hann mótmælti og segði að sér stæði á sama. „Nei, nei,” sagöi hún ákveðin. „Þú færð annan bolla.” „Þú ættir að henda þessum bolla, Barby,” sagöi Stan. „Ég veit það en ég get ekki fengiö það af mér. Sprungan er svo hárfín að hún sést ekki einusinni.” „Barby er svo tilfinninganæm,” sagði Stan. Hún kom með annan bolla og undirskál handa Alex og hellti meira tei í handa honum. „Ég er alls ekki tilfinninganæm, Stanny. Boll- inn þarf ekki að vera ónýtur þó aö hárfín sprunga sé á honum. Finnst þér það nokkuð, Alex?” „Sennilega ekki.” Þau drukku annan pott af jurtatei og eftir klukkustund hafði Alex eiginlega alveg gleymt því hvers vegna hann leit inn til þeirra. Stan bauð honum í kvöldmat en Alex sagöist verða aö fara heim og þá mundi hann að hann var búinn að fara heim. Doritzer-hjónin fylgdu Alex til dyra og lögðu enn aö honum að vera um kyrrt. Stan tók um axlirnar á Barböru og hún klappaði á magann á honum. Stan beit í eyrnasnepilinn á henni og sagöi: „Hringdu bara í Dönu, Alex, og segöu henni að þið séuö bæði boðin í mat.” „Já,” sagöi Barbara, „þaö er svo agalega langt síðan viö hittum Dönu síðast.” Alex afþakkaði kurteislega og Stan sagði: „Seinna þá.” Hann brosti hálfangurvær því að Doritzer-hjónin vissu fullvel að Dana kunni ekki vel við þau, en þau voru of kurteis til að segja þaö upphátt. Gamli MG-inn hans Scott Robinsons var ekki í innkeyrslunni þegar Alex kom heim núna. Hann var bæði feginn og leiður og hann fór inn áður en hann haföi skilið þessar tilfinn- ingar sínar. Dana var nýkomin úr sturtu og stóð inni á baði með rakt hárið og í rósóttri blússu. Alex stóð í gættinni og horfði á hana setja í sig eyrnalokkana, syngjandi einhverja vitleysu um rigningu og kvalir og ég.skal verða þín, elskan, á meðan hún tuggði tyggjó af sínum venjulega krafti. Dana var hávaxin en hún gekk alltaf í hælaháum skóm og minnti hann á svignandi sólblóm meö dökkgult hárið og brún augun. Hún brosti til hans í speglin- um — og það glitraði á gullið á augntonninni. „Hvers vegna kemurðu svona seint?” spurði hún án þess að hætta að söngla. Nýtt tyggjó. Hann fann þaö á lyktinni. Engi- ferilmur. „Ég leit inn hjá Doritzer-hjónun- um.” „Jæja. Hvernig hafa þau þaö?” „Gott.” „Indælt.”Hún sneri sér viö og kyssti hann á kinnina. „Leyfðu mér aö komast fram hjá þér. Ég ætla að taka til matinn.” „Ég ætlaði að koma snemma heim,” flýtti hann sér að segja og stóö enn í gættinni. Hann vildi sjá hana standa fyrir framan sig með ný- ■ 32 Vikan 30. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.