Vikan


Vikan - 29.07.1982, Qupperneq 45

Vikan - 29.07.1982, Qupperneq 45
Þunglyndu snillingarnir frá Manchester Popp won’t set you free.” Þetta var eins konar spásögn eða fyrirboði eins og síðar kom fram. Um svipaö leyti og Unknown Pleasures kom út kom einnig frá hljómsveitinni lítil plata með lög- unum Transmission og Novelty. Sú plata hlaut mjög góðar viðtökur og fór hátt á vinsælda- lista „independent” fvrirtæki- anna í Bretlandi. Dauðsfall Eftir þetta hóf hljómsveitin að spila á hljómleikum um allt Bret- land. Hljómleikar hennar voru jafnathyglisverðir og plöturnar. Kristaltær hljómurinn barst frá sviðinu á meðan söngvarinn dansaði brjálæðislega um eins og lífið væri í veði. Hljómsveitin jók stöðugt vinsældir sínar og snemma á árinu 1980 hófust upptökur á stóru plötunni Closer, með Hannett aftur í upptöku- stjórastól. Eftir að upptökum á þeirri plötu og laginu Love will tear us apart lauk hélt hljómsveitin tón- leika í Birmingham, þann 3. maí. Hálfum mánuði síðar var Ian Curtis liðið lík. Hann hafði hengt sig í eldhúsinu heima hjá sér. Þetta var gífurlegt áfall eins og geta má nærri, ekki einungis fyrir hljómsveitina heldur einnig fyrir hina fjölmörgu aðdáendur og tónlistarlíf í Bretlandi yfir- leitt. Hljómsveitin haföi smám saman verið að fá viðurkenningu sem ein af leiðandi hljómsveitum í bresku tónlistarlífi, merkasta hljómsveit sem komið hafði fram á sjónarsviðiö síðan Sex Pistols ruddust fram. Stóra platan Closer og litla platan Love will tear us apart, sem komu út skömmu eftir dauða Curtis, sýndu þetta og sönnuðu. Joy Division náöi þar fullkomnum tökum á tónlist sinni. Myrk og ægifögur tónlistin virtist á einhvern hátt staðfesta að Curtis hefði ekki verið ætlaö lengra líf. Hann varö píslarvottur allra þeirra bresku ungmenna sem lifa í þjóðfélagi Thatchers. Lagið Love will tear us apart er eitt af mestu meistaraverkum í rokktónlist nútímans. Á þeirri plötu og einnig á litlu plötunni Atmosphere, sem kom á eftir, nota þeir synthesizera til að auka fjölbreytnina. Nýskipan Eftir dauöa Curtis ákváðu hinir meðlimirnir að halda áfram undir nafninu New Order. Ekki voru allir sáttir við það nafn, þótti fasistabragð að því. New Order gáfu út lögin Cele- bration og In a lonely place á lít- illi plötu snemma á árinu 1981: Þau voru bæði samin af Joy Division og voru talin með bestu lögum ársins. Það var Bernard Albrecht sem tók við söngnum af Curtis. Margir bjuggust við að með dauða Curtis væri sögu hljómsveitarinnar sem skapandi afls lokiö. Reyndar virtist mörgum að stóra platan Move- ment, sem New Order sendu frá sér á miðju ári 1981, sannaði þetta. New Order væri eins og Pink Floyd, snillingslaust flak. En Movement er aö mínu viti meistaraverk. Um svipað leyti og Movement kom út sendi Factory frá sér safnplötu með áður óútkomnum lögum Joy Division, Still. Þarna eru til dæmis hin frábæru lög Dead Souls og Sound of Music. Einnig var þar hljóðritun frá síðustu hljómleikum Joy Division í Birminghamháskóla. Að undanförnu hafa New Order sent frá sér tvær litlar plötur, Everything’s gone green og Temptation. Aðeins sú fyrri er komin til landsins og eru þar þrjú lög, hvert öðru betra. Tónlistin er fjörugri en áður, byggist nú meira á áslætti og synthesizerum. Til liðs við hljóm- sveitina er komin Gillian Morr- isy, eiginkona trommuleikarans. Hún leikur á synthesizera og gítar. Það lítur út fyrir að New Order muni halda áfram á sömu braut og Joy Division og skapa frum- lega og mikilvæga tónlist. Olíklegt er að hljómsveitin verði Pink Floyd níunda áratugarins, súperhljómsveit sem er tóm að innan. Hér er listi yfir þær plötur sem LITLAR PLOTUR: fengist hafa með Joy Divis- Transmission ion/New Order hér a landi. Love will tear us apart JOY DIVISION: Atmosphere Electric Circus. Safnplata rncð NEWORDER: llii| Manchesterhljómsvcitum, þar á STOR PLATA: ggjgj meðal Joy Division. Movement STORAR PLÖTUR: LITLAR PLOTUR: ■ j '4 Uuknown Plcasurcs Closer Slill Ceremony Everythings gone green. 30. tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.