Vikan


Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 44

Vikan - 12.08.1982, Qupperneq 44
Framhaldssaga hótunin aö baki kröfunnar, sem olli mér áhyggjum. En þú verður aö líta á þetta sem lán. Þú færð þaö allt endurgreitt, þegar. . . — Nei! Þetta er aðeins örlítið endurgjald fyrir allt, sem ég skulda yður. Fyrir alla yðar vin- semd og hjálp. Öll fallegu fötin — og fyrir að bjarga lífi okkar Daníels. — Við ræðum þetta betur síðar, sagði Nikulás af Ilmen. — Því nú erum viö komin til lögfræðingsins míns. Tessa snarstansaði í stiga- þrepunum. — 0, ég var búin að gleyma. . .! Svo sagði hún honum frá heimsókn sinni til Haus læknis. — Heyrðu nú, litla vinkona, sagði hann, þegar hún hafði lokið máli sínu. — Hefuröu hugsað þér að endurskipuleggja gjörsamlega allt mitt líf? Doktor Svedin? Eg hef heyrt um hann. Reyndar eru ekki allir starfsbræður hans jafn- hrifnir af honum, hann fer ekki troðnar slóðir í starfi sínu. En margir telja hann langt á undan sinni samtíð í læknisfræöinni. Má ég líta á tilvísunina og fá að sjá, hvenær ég á að mæta? En hamingjan góða, það er í dag. Það get ég ekki. — Jú, sagðiTessaíbænarrómi. — Gerið það fyrir mig að fara til hansídag! Hann horfði á hana í hálfrökkr- inu innan dyra. — Er það til þess, að þú þurfir ekki að burðast meö samviskubit, ef mér verður ekki að ósk minni hér inni hjá lögfræöingnum? Eða er einhver önnur ástæða til þess að ég eigi að fara aö vilja þínum? Hún greindi biturðina í orðum hans og raddblæ og skildi, að nú yröi hún að sýna lipurð. — Ástæðan er sú, að það hryggir mig að horfa á þjáningar yðar, sagði hún. — Ég sé, að hvert eitt skref er yður kvöl og þraut. Og ég vil ekki missa yður, vil ekki sjá yöur bogna. Geriö þetta fyrir mig! — Tessa! Getur dökkleitt hár virst ljóst í daufu lampaskini? Svarti engillinn Nú var Tessu nóg boðið. — Hvers krefjist þér eiginlega af mér? Á ég að stilla mér undir lampa, svo aö hár mitt lýsist, til þess eins aö þér getið drekkt yöur í endurminningum um hana? Eruð þér gjörsamlega hjartalaus, höfuðsmaöur? — En Tessa, skilurðu ekki, hvað vakir fyrir mér? — Nei, þaö skil ég ekki, og nú hafið þér komið mér til að gráta einmitt þegar viö eigum aö fara inn til... Dyr opnuöust, og forvitið konu- andlitið gægðist út um gættina. Tessa þurrkaði tárin, og þau héldu áfram upp stigann. Þau komu inn til lögfræðingsins, miöaldra manns, sem höfuðs- maðurinn þekkti vel, því hann hafði annast öll málefni fjölskyld- unnar til margra ára. — Góðan dag, sagði höfuðsmaðurinn. — Nú veröiö þér undrandi, því við erum hingað komin til að greiöa skuldina, sem fellur í eindaga á morgun. Tessa, þetta er Dahl málafærslumaður, og þetta er Teresa Hammerfeldt. Hún... Lögfræöingurinn tók viðbragð og horföi á hann þrumu lostinn. — Hað sagðirðu? Teresa Hammerfeldt? - Já. — En kæru... Hafið þið þekkst lengi? — Nokkrar vikur, já. Hvað er eiginlega um að vera? Þekkir þú Tessu? — Nei, en ég hef nú leitað að ungfrú Hammerfeldt í hálft annað ár. Ég hef spurst fyrir um hana hvar sem mér hefur komið til hugar, foreldrar hennar hafa leitaö hennar, og það var auglýst eftir henni í blöðum. Hvar hafið þér alið manninn, ungfrú Hammerfeldt? — Lengst af bjó ég hér uppi í skóginum, mjög afskekkt og einangrað, svaraði Tessa. Henni var mjög brugöið. i M Framhald í nœsta bladi. ■ .A ElektroEJHelios Lúxus heimilistæki Sumartilboð Fyrir litlu heimilin áöur en hækkanirnar koma Elektro Helios Tekur lítiö pláss, getur staöiö á boröi. Tekur fullan borö- búnaö fyrir 4. Einstaklega fljótvirk og lágvær. Vélin getur veriö laustengd viö krana. Mál: breidd 46 cm. Hæö: 47 cm. Dýpt 53 cm kr. 6.718.- Elektro Helios Kæliskápur KG161 Úrvals kæliskápur fyrir lítil heimili eöa sumarhús. Mjög lítil straumnotkun. 132 lítra 15 lítra frystihólf. Mál: Breidd 55 cm. Hæö: 85 cm. Dýpt 60 cm. Kr. 5.522.- I EINAR FARESTVEIT & CO. HF Bergstaöastræti 10 A Sími 16995 44 Vlkan 32. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.