Vikan


Vikan - 12.08.1982, Page 25

Vikan - 12.08.1982, Page 25
,, Jtjg var að ljúka Menntaskólanum við Hamrahlíð nú um síðast- liðin jól. Hvað svo tekur við veit ég ekki, býst jafn- vel við að fara í Háskólann í haust.” Þetta sagði Margrét Gunnlaugsdóttir í viðtali við Vikuna. En hver er þessi Margrét? Svona okkar á milli (í hita og þunga dagsins) leikur hún í nýju myndinni hans Hrafns Gunnlaugssonar. Þessi geðuga Reykjavíkur- stúlka á því eftir að birtast á tjöldum flestra kvik- myndahúsa landsins næstu vikur og mánuði. Hver veit líka nema hún geri víðreist um heiminn. Efnivið í góðar íslenskar kvikmyndir vantar ekki né hæfileikafólk til að leika. Galdurinn er að hafa upp á því. En Margrét fannst og vel er það. „Ég var á málasviði í Hamrahlíðinni og lafði þar leiklist líka. Hún er valgrein í eitt og íálft ár, eða þrjár annir. Svo var ég með leik-’ istarfélaginu sem setur upp eina til tvær sýn- ingar á ári.” Það leynir sér ekki að hugurinn stendur til leiklistarinnar meira en nokkurs annars, þótt þessar háskólaþenkingar séu. Með leiklistarfélaginu lék Margrét meðal annarra leikrita í Sköllóttu söngkonunni og Vatz- laf. Ekki lét hún þar við sitja heldur var aö- stoöarleikstjóri í Andorra. „Þetta er það eina sem mig langar í raun og veru til að gera,” segir hún um leiklistina og bætir við að allt í kringum þá listgrein sé „alveg hræðilega skemmtilegt.” 32. tbl. Vikan 2$

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.