Vikan - 12.08.1982, Page 50
E/dhús
Vikunnar
Umsjón:
Veitingahúsið Drekinn
Laugavegi
Reykjavík
Matreiðsla:
Tran Nghi Chieu (Kári), sem er matargerðarmaður í fimmta
ættlið,
og Cuong Quoc Du (Karl). Báðir eru kínverskir að ætt og
uppruna en komu til íslands sem flóttamenn frá Víetnam.
krabbasúpa
Oll mál ad eigin smekk.
Trjónu-
Kjúklingapottsteik
Peking
2 trjónukrabbar, nýveiddir og lifandi
Ijóst kjötsoó
pipar
strásgkur
sesamolía
salt
rjómi
sítróna og/eða sítrónusafi
tómatpuré
saltti afvodka og/eða hvítvíni
marið hvítlaukslauf eða hvítlauksduft
ostrusósa.
Krabbinn er hreinsaður og
þveginn mjög vel, síðan hlutaður í
sundur með stórum hníf. Ysti hluti
klónna og miðja búksins er ekki
notað en allt annað er soðið í kjöt-
soðinu með kryddinu.
Eftir ca 10—15 mínútna hæga suðu
er soðið jafnað með smjörbollu og að
endingu kryddað með sítrónu-
safanum, víninu, þriðja kryddinu og
hinu og þessu sem ykkur dettur í hug
að gæti verið til bóta. Þessi súpa er
mjög matarmikil því aðalsælgætið
er í krabbanum sjálfum.
Best er þessi súpa þegar hún er
löguð daginn áður og síðan hituð
upp. Borin fram með hvítu brauði,
gjarnan söltuðu, þeyttur rjómi og
sítrónubátar notað sem skreyting.
Fyrir 4 svanga þarf 2 væna
kjúklinga eða samsvarandi magn af
kjúklingalærum og leggjum sem er
betra að nota því þá má nota
bringurnar sér í annaö.
Tómatpuré
matarolía
saxaðurlaukur
mulinn anis, fœst í apótekum,
salt
engifer
sgkur
sesamolía
Hoi-Sin sósa
ostrusósa
pipar
muldar salthnetur
smjörbolla
hvítlaukslauf eða -duft
hvítvín
gott kjötsoð
kjötkraftur
þriðja krgddið.
Kjúklingurinn er höggvinn í 8—10
bita, þveginn vel og þerraður, síðan
er hann brúnaður vel í olíunni,
tekinn upp úr og tómatpuréið og
laukurinn ljósbrúnað í sömu olíu og
sama potti. Síðan er kjötsoðið sett út
í og svo kryddið hvert af öðru. Þegar
þið hafið fengið það bragð sem
ykkur líkar — anisbragðið á að vera
áberandi í þessum rétti, þó ekki um
of — þá jafnið þið soðið með smjör-
bollunni og bragðbætið síðan enn
betur eftir ykkar smekk. Þegar þið
eru ánægð með árangurinn setjið þá
kjúklingabitana út í og látið þá
malla í sósunni, sem ekki má vera of
þykk, í ca 10—20 mínútur við mjög
hægan hita.
Borið fram með soðnum, hvítum
hrísgrjónum og fersku grænmeti og
með svona bragðmiklum mat er
sjálfsagt að drekka gott kínverskt
matarte.
50 Vikan 32. tbl.