Vikan


Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 47

Vikan - 12.08.1982, Blaðsíða 47
Þýðandi: Anna sér að einhverju ákveðnu. Nú skaltu einbeita þér að naflanum á þér, einmitt eins og indversku naflaskoðararnir gera, og þá hlýt- ur að vera hægt að gleyma öllum djöfulgangi siðmenningarinnar. Lengi, lengi, lengi sat PeterJet og horfði bara á naflann á sér og hugsaði um ekki neitt — rétt eins og milljónir indverskra naflaskoðara. Svo fór honum að leiðast þófið. — Gallinn við nafla, hugsaði hann, er að þeir eru þrautleiðinlegir. Maður get- ur ekki bara setið og hugsað um svona lítinn, leiðinlegan nafla. En ef hægt væri að koma á mann reglulega spennandi gæðanafla, einhverju sem maður yrði ekki leiður á að horfa á, til dæmis fos- fórnafla sem gæti lýst í myrkri, þá. . . Peter Jet var kominn á skrið með reglulega nýstárlega hugmynd. Honum datt í hug að hugmyndin yrði stefnumótandi í lífi milljóna áhyggjulausra Ind- verja sem eyddu tímanum í naflaskoðun. Strax næsta dag hannaði hann sjálflýsandi súper- plastnafla í skærum tískulitum með innbyggðum stereófónísk- um hljómum og sjálflímandi termolastík-baki, alveg mátu- legu til að smella á náttúrlegan nafla. Það var fáránlegt að allir þessir vanþróuðu, indversku naflaskoðarar skyldu ganga um með hrukkað, ljótt og bert skinnið á maganum þegar þeir gátu fengið gullfallega, súper- sóníska plastnafla í neytenda- pakkningum fyrir lítið fé. . . og það gátu þeir um leið og Peter Jet var kominn með hugmyndina sína í fjöldaframleiðslu. Hann ýtti á nýja naflann sinn og þá heyrðist undarlegur, þríhljóma, elektrónsískur tónn. Tónninn kallaði á skammri stundu alla fakíra, jóga og naflaskoðara í grenndinni til sín. Þeir litu öfundaraugum á ægifagran nafla Peter Jet og síðan á fakírnaflana sína sem voru ekki í frásögur færandi. Peter Jet skildi að nú varð að hafa hraðar hendur. Hann var alveg búinn að gleyma hvíldarárinu sínu. — Fakírar! Naflaskoðarar! Jógar! hrópaði hann. — Gætuð þið hugsað ykk- ur bráðfallega, súpersóniska fjögurra lita plastnafla í staðinn fyrir rauðhrukkóttu naflana ykk- ar? Gætuð þið hugsað ykkur ekta kónganafla með innbyggðu stereófónísku hljóði sem gæti jafnvel fengið heilagar kýr til að stökkva eins og þær ættu lífið að leysa? Þið getið pantað svona há- menningarlega, PJ-hannaða súpernafla fyrir 4,98 rupees, gæðaprófaða frá neytendasam- tökunum! Gefið sjálfum ykkur hi-fl, þvottekta PLAST-O- PHON GÆÐANAFLA og verðið hamingjusamir! Daginn eftir fór Peter Jet af stað með fjöldaframleiðslu á fall- egu gæðanöflunum sínum. — Hraði! Hraði! Hraði! hrópaði hann og þeytti þrælasvipuna á fátæku bökunum. Menningin er að nema land hjá ykkur og þið verðið að gjalda það réttu verði. Við verðum að komast upp í 100.000 staðlaða nafla á klukku- stund og 10.000 lúxusnafla með demöntum! Peter Jet fékk frábærar undir- tektir við nöflunum sínum. Brátt voru allir framsæknir Indverjar komnir með nafla í tískulitunum og þegar þeir þrýstu á þá komu sérstök stereófónísk hljóð sem hröktu heilagar kýr, hvíta fíla og gamla betlara frá sér í allar áttir. Þannig hélt menningin loks innreið sína í þetta land vanþró- aðra naflaskoðara og Peter Jet græddi milljónir á milljónir ofan af rupees og lifði I glysi og glaumi og átti margar eftirlætis- eiginkonur í eigin höllu sem hafði áður verið í eigu sjálfs maharadjans af Magipur. Kvöld- ið sem hvíldarárið hans var á enda sat hann á mjúkum silki- púða og borðaði fínustu ind- versku rétti af gulldiski meðan slæðudansmeyjar sýndu fallega dansa og alls staðar glóðu gæða- naflar og glitruðu, rúbíngreyptir í plast-o-phon og sendu honum myrkt og glóandi augnaráð. Hann hafði ekki fundið friðsæld- ina og hugarróna sem hann hafði í örvæntingu leitað í þess- um fjarlæga heimshluta. En maður gat nú ekki fengið allt. Svipmyndir Hverfisgötu 18 (gegnt þjóðleikhúsinu) S. 22690
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.