Vikan


Vikan - 20.10.1983, Side 10

Vikan - 20.10.1983, Side 10
Vonandi að íslendingar kunni að meta þetta framtak... En hvernig gengur að láta enda ná saman hjá íslensku óperunni, eftir að hún hefur starfað eitt og hálft leikár? María G. Sigurðardóttir rekstrarstjóri: „Það er í raun stórviðburöur og kraftaverki líkast að við skulum nú vera að vinna við þriöju stóru óperuna! Þetta hefur kostað mikið átak og mér reiknast svo til að við verðum að ná 50 sýningum ef endar eiga að ná saman. Við vonum auðvitað að sýningarnar veröi fleiri en 50, því á því byggist allt framtíöarstarf íslensku óper- unnar. Ég held aö íslendingar kunni að meta þetta framtak og það aö geta notið þessa list- viðburðar sem óperan er, án þess að þurfa að fara út fyrir landstein- ana. Enda eru ekki allir sem hafa tök á því og óréttlátt að það hlotnist aðeins fáum útvöldum. La Traviata er mjög dramatísk ópera og lætur engan ósnortinn. í henni er að finna eitt erfiðasta sópranhlutverk sem finnst í óperum, en það er hlutverk Viol- ettu sem Olöf Kolbrún Harðar- dóttir fer meö. Allir söngvararnir sem koma fram í sýningunni eru með fremstu óperusöngvurum sem við íslendingar eigum og eru I.A l lí AVI.VIA það auk Ölafar Kolbrúnar þau Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elísa- bet Erlingsdóttir, Garöar Cortes, Halldór Vilhelmsson, Kristinn Hallsson, Hjálmar Kjartansson, John Speight og Stefán Guðmundsson. Ennfremur kemur fram kór íslensku óperunnar, 35 manna hljómsveit og tveir ballett- dansarar. i heild taka 79 manns þátt í uppfærslunni. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og sviðsmyndin er eftir Englendinginn Richard Bull- winkle, útfærð af Geir Ottari Geirssyni. Viö vorum svo heppin að fá aftur hljómsveitarstjórann Mark Tardue til liðs við okkur, en hann vann einnig með okkur í óperunni Töfraflautunni sem sýnd var í fyrra. Hann er mjög hæfur og hefur einstakt lag á því aö ná því besta úr söngvurunum.” Krínólínutímabilið eitt hið skrautlegasta í fatasögunni. Hulda Kristín Magnús- dóttir er búningahönnuður óperunnar. Þetta er fyrsta verkefni hennar á því sviði en hún er nú nýkomin frá námi í fatahönnun, búninga- hönnun og auglýsingateikn- un í Miinchen í Þýskalandi. „Þaö hefur verið mjög spenn- andi að taka þátt í þessari upp- færslu, sérstaklega auðvitaö þar i sem búningarnir eru frá krínólínu- tímabilinu, en það er eitt skraut- legasta tímabil fatasögunnar og oft kallað annað rókókótímabilið. Ég þurfti að útfæra búningana, þar sem sviðsstæröin leyfir ekki að kjólarnir séu eins fyrirferðar- miklir og þeir í raun voru. Þá voru notaðar grindur til að fá aukna vídd í pilsin. Sem dæmi um glæsibraginn má nefna Eugénie keisaraynju af Frakklandi, en í einum af sparikjólunum hennar voru 103 pífur á pilsinu. — Ég vildi nú ekki leggja slíka vinnu á saumakonurnar mínar, sem hafa staðið sig frábærlega vel og mér finnst samstarfiö við þær hafa verið einstaklega ánægjulegt. Auðvitaö voru mér einnig settar skorður f járhagslega. En það hefur verið mjög skemmtileg lífsreynsla að upplifa þetta andrúmsloft sem ríkir hér í Islensku óperunni. Innan veggja óperunnar er fólk mjög samheldið og persónulegur metnaður hjá öllum að láta dæmiö ganga upp. Hér ríkir líka svo mikil spenna að maður kemst ekki hjá því að hrífast með.” Söngvararnir hafa tekió ótrúlega miklum framförum! Hvað finnst hljómsveitar- og æfingastjóranum, Mark Tardue, um íslensku óper- lO Vlkan 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.