Vikan


Vikan - 20.10.1983, Side 30

Vikan - 20.10.1983, Side 30
MYNDATAKA /MYRKRI Nokkrar leiðbeiningar um hvernig hægt er að hagnýta flass til myndatöku TEXTI OG MYNDIR: RAGNAR TH. Þrátt fyrir að haustið og skammdegismyrkriö sé komið, og aðstæður til ljósmyndunar ekki eins ákjósanlegar, þarf ekki að leggja ljósmyndavélina algerlega á hilluna. Það er eitt og annað sem hægt er að gera, eins og að draga fram þrífótinn, sem mér finnst allt of fáir nota, og flassið sem ekki þarf endilega að gefa flatar og leiðinlegar myndir. Það er margt sem hægt er að gera með flassi annaö en að hafa þaö ofan á myndavélinni, þó svo aö það megi fá margar skemmti- legar myndir með flassið einmitt beint ofan á vélinni. Á þessari opnu ætlum við að gefa nokkrar hugmyndir um hvernig má nota flass. Flestir kannast við fréttamynd- ir teknar með flassi sem er beint ofan á vélinni. Þær eru oft flatar og leiðinlegar. Sama má segja um myndir úr vasavélum, disk-vélum og myndavélum með innbyggðu flassi. Á slíkum vélum er ekki mikið sem hægt er að gera til bjargar. En á flóknari vélum, með stillanlegum hraða og ljósopi, er eitt og annað sem hægt er að gera. Fyrst er að gera sér grein fyrir því hvernig flassið virkar. (Til þess að einfalda málið reikna ég meö því að flassiö sé meö elektrónísku auga sem stillir ljós- magniö sjálft eftir fyrirfram ákveðnu ljósopi.) Þegar mynd er tekin stillir maður saman ljósop og hraða eftir ljósmæli í vélinni. Ljósopin og hraðarnir á vélinni eru í réttu hlut- falli þannig að ef ljósopið er minnkað um eitt verður að minnka hraðann um eitt stopp. (Við tökum sem dæmi: hraði 60 og ljósop 5,6 verður hraöi 30 og ljósop 8.) Þetta er kannski best útskýrt í töflu. Hraði 250 125 60 30 15 Ljósop 2,8 4 5,6 8 11 Þegar myndavélin er stillt eru þessir skalar stilltir saman eða maður velur sér hraða eða ljósop og vélin sér um afganginn. Þetta er kannski orðið svolítið langt og flókið en það er nauðsynlegt að skilja þetta til það notfæra sér kosti flassins umfram venjulegt ljós. Kostir flassins, sem ég kýs aö kalla svo, eru þeir að flassið lýsir í mjög stuttan tíma. Tíminn sem logar á perunni í flassinu getur farið niður í 1/50 000 úr sekúndu. Kostirnir sem þessu fylgja eru þeir að það skiptir ekki máli hvaða hraöa maður notar á vél- inni þegar maður notar flass. (Á reflex myndavélum er þó sjaldn- ast hægt að nota meiri hraða en 1/60 úr sekúndu vegna lokarans í vélinni.) Það má nota flass til þess að frysta hreyfingu. Tæknilega er hægt aö taka óhreyfða mynd af byssukúlu meö venjulegri mynda- vél og elektrónísku flassi ef maður gæti aðeins hitt á að smella af akkúrat þegar hún fer framhjá. Venjulega þegar maöur tekur mynd með flassi er vélin stillt á hraða 60 og smellt af. Flestar þessar myndir eru með dökkan bakgrunn eða ljóta skugga hjá fyrirmyndinni. Ráð við þessu er til dæmis að minnka hraðann. Við skulum taka dæmi. Lítum á mynd- ina af stelpunum tveim meö útvarpið. Hún er tekin niðri í Austurstræti í fyrra. Ef ég hefði stillt vélina á hraða 60 hefði allt sem er á bak við stelpurnar orðið kolsvart en með því að minnka hraðann niður í 8 eða jafnvel 4 (einn fjórðapart úr sekúndu) má fá bakgrunninn inn í myndina. Þetta skiptir töluvert miklu máli því að þá er búið að staðsetja myndina og gera hana miklu skemmtilegri fyrir bragöið. Það má vel halda á vélinni þegar þetta er gert því í svona tilfellum, þegar bakgrunnurinn er langt í burtu, er hann hvort eð er út úr fókus en flassiö frystir stelpurnar á film- una. Það má geta þess aö í þessu tilfelli var notað stórt ljósop og lítill kraftur á flassinu til þess að ekki þyrfti að lýsa bakgrunninn lengur en raun ber vitni. En lítum svo á myndina af lög- reglumönnunum tveim. Þegar hún var tekin var vélin sett á þrí- fót og 35mm víðlinsa sett á hana. Aftan á flassinu er um þrjú ljósop að velja, ljósop 4, 8 og 16 (miðað viö 400 asa filmu). Ég ákvað að nota ljósop 4 til þess að þurfa ekki að fara með hraðann mjög langt niður, þaö er lýsa mjög lengi. Næst mældi ég hvaða hraða ég þyrfti að nota til þess að ljósop 4 30 Vikan 42. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.