Vikan


Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 44

Vikan - 20.10.1983, Blaðsíða 44
hljóð og breytti um umræðuefni. „Það hlýtur að hafa þurft tölu- verðan kjark til að fara og tala við Vincent Cabarelli, Kevin. Var hann erfiður?” „Þvert á móti. Hann bauöst til aðhjálpa mér.” „Nú?” Margo sýndi alltof snögg viðbrögö. Hún dró að sér reykinn úr sígarettunni, tókst að hylja visst öryggisleysi. „Margo,” sagði hann hugsi, „í starfi þínu hlýturöu að veröa vör við þrýstihópa umhverfisverndar- manna sem starfa í New York. Er einhver sem ég gæti rætt viö í SVGO, einhver sem gæti haft hug- mynd um hvað Laurel aðhafðist?” „Því miður.” Hún lauk úr glas- inu sínu. „Verksvið mitt er umhverfis- fræði. En ég býst við að við há- skólafólkið lifum nokkuð lokuðu lífi. Ég kann ekki að rata í stóra, vonda heiminum.” „Fyrirgefðu. Ég get ekki hætt að hugsa um Laurel, það er allt og sumt.” „Ég er sannfærð um að þaö er allt í lagi með Laurel, Kevin. Ef til vill er það bara tímaspursmál hvenær hún skýtur aftur upp koll- inum.” „Það eru allir að segja þetta við mig. En ef svo væri, væri ég heldur ekki hérna. Heyröu! Ég verð að fara að koma mér af stað. Ég á að hitta Joyce á Metropolitan hótelinu. Geturðu sagt mér hvernig ég kemst þangað? ’ ’ KRisimn SIGGEIRSSOH HE LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Opiö á fimmtudögum til kl. 21, á föstudögum til kl. 19 og til hádegis á laugardögum. „Nokkuð enn betra. Ég skal aka þér til Metropolitan.” Hún skeytti ekki um andmæli hans. Eftir aö hafa kvatt Pat Malone gekk Kevin út í blindandi sólskinið og þótti notalegt að Margo stakk hendinni undir hand- legg hans. „HVERNIG DO konan þín, Kevin?” spurði hún á leiðinni að Metropolitan. „Var það í slysi?” Hann fann herping innra með sér við gamalkunnan sársaukann. „Já,” viðurkenndi hann. „Hún lenti í árekstri. Hún dó samstund- is.” „Drottinn minn, hvað það er hræðilegt!” Hún leit nægilega lengi af veginum til að sýna hon- um samúð sína. „Þú varst væntanlega ekki í bílnum, Kevin?” Þögn hans latti hana að ræða þetta frekar. „Mér þykir fyrir þessu, Kevin. Ef þú kærir þig ekki um að ræða þetta. .. .” „Það er allt í lagi. Þaö er engin ástæða til að þegja yfir því.” Hann herti sig upp. „Marta var í bílnum með öðrum manni. Hann ók. Hann slapp með minni háttar meiðsli. — Laurel vissi auðvitað aldrei sann- leikann.” „0, Kevin! Það er þá ekki að undra að þú hefur svona miklar áhyggjur af Laurel! ” Munnúr hans herptist í hörku- legt strik. „Heyrðu, Margo, éger í tímahraki núna. En gétum við rætt betur um háskólalíf Laurel — hvernig hún féll í hópinn — hvernig henni gengur í raun og veru — kannski yfir kvöldverði í kvöld?” Hún hikaði. „Mig langar auð- vitað til að aðstoða þig eftir bestu getu, Kevin. . .” Hann fann að hún var treg til en hún samþykkti. „Gott og vel.” Hann vissi að hann var frekur en áhyggjurnar af Laurel gengu fyrir öllu öðru. „Ég verð að komast í banka. Ég þarf að fá önnur föt. Eg fór fyrir- varalaust frá Sirencest,” sagði hann og áttaði sig allt í einu. „Það er verslun á Park Avenue sem selur sumarföt með 50% afslætti,” sagði Margo. „Náungi sem ég þekki keypti sér ljósbláan jakka og buxur. Hann gerði ákaf- lega góðkaup.” „Þakka þér fyrir. Kannski ég reyni það síðdegis í dag. ” Hún sagði honum hvar verslun- in var. Þau komu á hótelið og hún fór inn meö honum. Þau voru að leita aö Joyce þegar hún birtist allt í einu, heit ásýndum og óróleg. Oróleiki hennar virtist margfaldast við návist Margo. „Hvernig gekk?” spurði Kevin hana. „Djöfullega!” Hún staröi óvingjarnlega á Margo. „Þaö er best að ég fari. Þið ætlið að snæöa hádegisverð saman,” tilkynnti Margo. Joyce virtist vansæl. „Kevin, ég er hrædd um að ég verði aö sleppa hádegisverðinum. Ég verð að hjálpa krökkunum mínum. Þessi mótmæli komu af stað heilli vandamálaskriðu. ” „En þú ert í sumarf ríi, J oyce! ’ ’ „Fyrirgefðu.” Hún andvarpaöi. „Mér liggur í rauninni ákaflega á. Ég hefði hringt í þig hingaö en ég vildi. . . .” Hún þagnaði, áttaði sig á rannsóknaraugum Margo. „Kannski í kvöld, Kevin?” „Gleymdu kvöldverðinum í kvöld, Kevin. Við getum kannski histseinna?” Onotatilfinning Joyce jókst. „Mér þykir fyrir þessu, Kevin. Ég áttaöi mig ekki á að þú hefðir gert aðrar ráðstafanir. ” Kevin kunni ekki við spennuna sem bjó undir niðri hjá konunum tveimur. „Ég veit að ég er að leika ykkur báðar grátt, en þið eruð báðar nákomnar Laurel, hvor á sinn hátt, og þið eruð einu tengsl mín við hana. Margo, væri þér sama þótt þú skiptir á kvöldverði og hádegisverði?” Hún yppti öxlum. „Það er ekkert vandamál, Kevin. Ég vil bara verða að liði, hvemig sem ég get.” Hann þakkaði henni fyrir og sneri sér að Joyce. „Við gætum kannski snætt hjá Vincent Cabárelli í kvöld? Slegið tvær flugur í einu höggi?” „Já, ágætt,” svaraði Joyce, leit áhyggjufull á úrið sitt. „Ef ég skyldi tefjast aftur, Kevin, get ég þá sótt þig á hótelið þitt, segjum klukkan hálfsjö? ” „Ágætt. Þakka þér fyrir ” Hún kinkaði stuttaralega kolli til Margo áður en hún hraðaði sér burt. „ÞAÐ VAR hér sem við byrjuð- um,” andvarpaði Kevin þegar þeim Margo var vísað á sama borð í sjávarréttaveitingahúsinu með útsýni yfir Hudsonána. „Þó 44 Vikan 42- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.