Vikan


Vikan - 09.02.1984, Síða 5

Vikan - 09.02.1984, Síða 5
Beau gerði vel við ríka og virta gesti, bauð þá velkomna með hátíðlegri athöfn, hringt var kirkjuklukkum og hvaö eina. Svo var gestunum boðið að kaupa miöa á helstu menningarviðburði um leið og þeir fengu reikninginn fyrir móttökurnar. Hluta af tekjunum fengu fátæklingar í Bath, Beau stofnaði ásamt tveim öðrum menningarvitum „Sjúkra- húsið viö Lindina” þar sem fátækt fólk fékk ókeypis læknishjálp. Á dögum Nash var það sam- kvæmisskylda að fara í laugarnar dag hvern, í eitthvert baðhúsanna í miöborginni. Eitt þeirra, „The King’s Bath”, er sambyggt Dælu- salnum, en þar gerðust hlutirnir. Þarna viö borðin og hvetjandi tón- list af ýmsu tæi skiptust bæjarbú- ar á slúðursögum, nörtuöu í sæta- brauð og dreyptu á heilsulindar- vatni. Raunar áttu Rómverjar upptök- in þegar málið er kannaö ofan í kjölinn. Þeir voru á kafi í land- vinningum fram á sjöttu öld og byggöu meöal annars mikla bað- húsamiðstöð í Bath (= bað). Enn er verið að grafa upp mjög merki- legar og áhugaverðar fornminjar í Bath. Heilsulindin í borgarmiðju er eina heita uppsprettan í Englandi. Þarna gusast fram 1,1 milljón lítra af 48,9 gráða heitu vatni á hverjum sólarhring. Steinsnar frá uppsprettunni, Dælustöðinni og baðhúsunum í miðborginni rennur áin Avon í gegnum Bath. Borgin er í afskaplega fögru sveitahéraði, skammt frá vestur- strönd Englands. Hún byggðist eins og áður segir upp í kringum heita vatnið og heilsubótaráhuga landsmanna og fór uppbyggingin að mestu fram á átjándu öld, þeg- ar ríkidæmi Breta var sem mest. Þarna geta menn þjálfað kroppinn eins og á dögum Beau Nash og í Bath er líka margt sem menning- arhugurinn girnist, til dæmis halda borgarbúar í maí og júní ár- lega eina merkilegustu tónlistar- hátíð Breta — „Bath International Festival of Music”. 1 Bath eru mörg listasöfn, söguminjasöfn og forngripasöfn. Eitt þeirra stendur við upphaf einnar frægustu húsaraðarinnar, „Royal Crescent” númer 1. Húsið var byggt í georgískum stíl og inni getur að líta innrétt- ingar eins og þær tíðkuðust á blómaskeiði Beau Nash. Horft niður eina af götunum í þeirri undravel skipulögðu borg, Bath. Borgarskipulagið, sem enn þykir til fyrirmyndar, var hannað af John Wood sem einnig teiknaði mörg hús fyrir borgarbúa. Og þetta er sjálfur höfuðpaurinn, Beau Nash. 1674-1761 6. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.