Vikan


Vikan - 09.02.1984, Page 27

Vikan - 09.02.1984, Page 27
- Theodore Greene - um handlegg hennar og leiddi hana brott um leið og hann sagöi lágt en þó nógu hátt til að Kane heyrði: „Komdu, vina mín, við skulum lofa vesalings manninum að vera einum.” Fljótlega kom Morgan aftur og sagði: „Caldwell læknir er í leyfi, herra minn. Á ég að kalla á annan lækni?” „Já. Og komdu með viskí. Heila flösku.” Læknirinn kom um kvöldið og þótt Kane væri haugfullur fór undrunarsvipurinn á andliti læknisins ekki fram hjá honum. En hann skoöaði Kane nákvæm- lega áður en hann gekk frá dóti sínu aftur og bjóst til aö fara. Kane stöðvaði hann í dyrunum: „Ætlið þér ekki að skrifa lyfseðil eða eitthvað?” „Ég er hræddur um að það þýöi ekki, herra Kane. En ég ætti ef til vill að leiöa yður í allan sannleika. Fáið yður sæti.” Hann leiddi Kane til sætis framan viö snyrtiborðsspegilinn og Kane leit á andlit sitt, skrumskælt og þrútið. „Þetta er afar sjaldgæfur sjúkdómur, herra Kane, sjaldgæf truflun á starfsemi innkirtlanna. Yfirleitt þekkist þessi sjúkdómur ekki nema í börnum eða vanþroska fullorðnu fólki. Og enginn frýr yður þess, herra Kane, að þér hafið fullan þroska. En sjúkdómurinn er fólg- inn í hormónaruglingi. Þegar full- þroska maður tekur þennan sjúk- dóm er því miður ekkert að gera. Hann er ólæknandi. En þér megið hrósa happi, herra Kane. Þér hafið dregiö yður í hlé. Hinir fjöl- mörgu aðdáendur yðar munu minnast yðar eins og þér voruð á hátindi frægðarinnar.” Upp frá þessu var varla hægt að segja að Kane færi út úr herbergi sínu. Hann borðaöi lítiö sem ekk- ert, svaf óreglulega en drakk mikið og stíft. Tjöldin voru stöðugt dregin fyrir gluggana og ljós ekki kveikt inni nema brýna nauðsyn bæri til. Þá sjaldan Kane varð litið í spegilinn flýtti hann sér að líta undan — hann sem lengst af haföi átt sínar sælustu stundir eða þar um bil einmitt fyrir framan þennan spegil. Hann hafði hvorki fataskipti né fór í baö. Pestin af honum var óskapleg og Morgan sló fyrir brjóst þegar hann færði honum nýja viskíflösku eöa mat. Ásjónan var engilfögur en sálin gagntekin djöfullegum losta. Leiksviðið var honum lokað og aðdáendurnir horfnir. En samt sem áður varð hann sér úti um tækifæri til að fá varmennsku sinni fullnægt í leik... Þegar Kane hafði veriö þannig ofurölvi í þrjár vikur fór hann að gramsa í öllum sínum skúffum og hirslum. „Morgan,” sagði hann einn morguninn, „hvar heldurðu að skammbyssan mín sé?” „I snyrtiborðinu yðar, herra minn.” Hann dró út efstu skúffuna í boröinu. Byssan lá þar ofan á skyrtum Kane. „Undarlegt að þér skylduð ekki taka eftir henni, herra minn,” sagði Morgan. Þaö var eins og Kane hefði gleymt návist hans. Hann starði eins og hugfanginn á byssuna. Hann bar höndina eins og hann ætlaði að taka hana en hikaði við líkt og hann þyrði ekki. Svo þreif hann hana upp, hélt á henni um stund og kastaði henni svo á boröiö. „Ég get þaö ekki, Morg- an,” hvíslaði hann. „Eg get það ekki.” Morgan tók viskíflöskuna, hellti glasið nærri fullt og rétti Kane það. Rödd hans var þýö og hug- hreystandi. „Ég er viss um að þér getið það, herra minn. Ekki í minnsta vafa, herra minn,” sagði hann og hélt á brott. Hann var niðri í eldhúsinu aö fægja glösin en dóttir hans var að lesa myndablöð þegar skothvellur kvað við uppi. Telpan leit upp úr blaðinu. „Hvað var þetta?” spurði hún. „Ertu búin að taka saman dótið þitt?”spuröihann. „Já, en. . .” „Þá er best að þú farir að koma þér af staö, elskan mín.” Hann opnaði skáp og tók út úr honum þykkt seðlabúnt og lagði á eldhús- boröið. Stúlkan leit á það og kímdi við. „Þetta er handa lækninum svokallaða,” sagði hann. „Ég held þú sért ekki með öllum mjalla,” sagði telpan og yppti öxlum. „Er þetta ekki miklu meira en hann setti upp?” „Jú,” svaraði Morgan. „En við í þessu húsi skiljum að fyrir frá- bært leikafrek á fólk skilið góða þóknun.” Hann bar farangur telpunnar út í bílinn og kvaddi hana. Um klukkustund síðar hélt hann upp stigann að herbergi húsbónda síns. Eins og hann hafði átt von á lá herra Kane steindauður á gólf- teppinu með sundurskotið höfuðið. Og meira en það: kúlan hafði möl- brotið spegilinn svo hann hafði splundrast í þúsund smáa mola. Morgan veitti því alveg sérstaka athygli hve andlit herra Kane var frítt og slétt. Svo laut hann niður og tók upp eir.a heil- lega spegilbrotið. Hann skoðaði sig í því og gat ekki varist brosi þegar hann sá hve þrútinn og af- skræmdur hann var. Það var eins og bólgnar varirnar toguðu hægri kinnina niður á við en þrotinn í vinstri kinninni þrýsti vinstra aug- anu alveg upp að nefinu. Svo hló hann upphátt og kastaði spegil- brotinu svo harkalega á borðiö að það splundraöist eins og af- gangurinn af speglinum. Svo hélt hann út úr svefnher- berginu, ofan stigann og hringdi í lögregluna. . . 6. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.