Vikan


Vikan - 09.02.1984, Síða 39

Vikan - 09.02.1984, Síða 39
Ég gerði honum samt sem áður al- veg ljóst aö ég vildi bara vera vinur hans. Ég ætlaði að vera trú mínum manni þar til yfir lyki. Aö mörgu leyti minnti þessi maöur mig á eiginmann minn á meðan allt lék í lyndi. Hann hafði einnig ferðast mikiö og viö sátum löngum stundum og miðluðum hvort öðru af vitneskju um f jarlæg lönd og draumaslóðir. Ég gætti þess vandlega aö dætur mínar kæmust ekki aö þessu. Ég var hrædd um að þær myndu bregðast illa við, finnast ég vera að svíkja fööur þeirra. Einnig var ég hrædd um að tengdafjölskylda mín kæmist að þessu. Þau höfðu mikla trú á mér og töluöu oft um hve hugrökk og fórnfús ég væri. Smám saman fór ég að gera mér grein fyrir að ég elskaði þennan vin minn. Ég var þá líka búin að gera mér grein fyrir aö hann elskaöi mig. Og þá fór ég að hafa áhyggjur af því hve lengi hann myndi þola þetta ástand og hvort það yrði ekki til þess að á endanum yrði hann þreyttur og myndi yfirgefa mig. Ég hafði því staðiö í leynilegu ástarsambandi við hann í tæp þrjú ár þegar kom aö hinu óumflýjanlega uppgjöri. Það geröist mjög fljótt. Og ástæðurnar fyrir því að ég varð að gera upp hug minn voru aðallega tvær. Mágkona mín komst að þessu fyrir tilviljun og heimtaði að fá að vita sannleikann. Og vinur minn fékk nýja stöðu sem kraföist þess að hann flytti frá þeim stað er við bjuggum á. Hann vildi að ég giftist sér og flytti með sér þangað. Ég var í algjöru uppnámi og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Eins og ég hafði vitað fyrirfram tóku dætur mínar þessu afar illa og systkini mannsins míns bókstaf- lega umturnuðust. Elsti bróðir hans kom til mín og talaöi við mig. Eftir aö hann fór fannst mér ég vera ákaflega vond manneskja og var eiginlega tilbúin aö segja skiliö viö vin minn og helga mig hinum veika eiginmanni mínum á nýjan leik. — En þá, öllum að óvörum og ekki síst mér sjálfri, kom tengdamóöir mín til skjal- anna. Án þess aö ég vissi talaði hún einslega viö öll systkini hans og á einhvern undraveröan hátt tókst henni aö miðla málum og út- skýra mitl sjónarhorn. Hún talaði líka oft og lengi við mig og þaö má segja að hún hafi byggt upp sjálfs- traust mitt á nýjan leik. Á þessum tíma var eiginmaður minn oft á tíðum rænulaus, en á milli bráði af honum. Hún lét mig lofa því að segja honum ekki neitt og halda áfram að heimsækja hann eins og ekkert hefði ískorist. Þegar henni gæfist tækifæri til ætlaði hún að verða fyrst til þess að undirbúa hann undir fréttirnar og síðan skyldi ég tala við hann sjálf. Þetta gekk allt saman átakalaust fyrir sig, hann hreyföi ekki neinum mótmælum og ég efa að hann hafi í raun vitað hvaö fram fór. Eg hélt síðan áfram að heimsækja hann reglulega þangað til yfir lauk. Enginn af vinum mínum mætti viö brúðkaupiö og tengdamóðir mín fyrrverandi var sú eina sem sendi mér heillaskeyti. Dætur mínar, þá 16 og 19 ára, vildu ekki flytja með okkur og kusu heldur að leigja sér íbúð saman. Þó sam- bandið viö okkur væri stirt framan af leið ekki á löngu þar til þær sættust við mig og fóru að koma reglulega í heimsókn. Þær sættust einnig smám saman við nýja manninn minn, enda hefur hann ætíö reynst systkinunum sem besti faöir. Örlögin höguðu því þannig að fyrrverandi eiginmaður minn lifði ekki lengi eftir þetta. Ég hef oft spurt forsjónina af hverju hún gat ekki beðiö með þetta uppgjör þar til hann var látinn. Svo margir voru særðir og svo mörg ljót orð voru sögð sem aldrei veröa dregin til baka. Ég held þó að ég hafi við þetta öðlast ákveðna lífs- reynslu og gert upp viö mig ákveðna hluti í þessu lífi sem ég hafði ekki gert áður. Og þó mér sárni stundum, þegar ég frétti aö fólk er að pískra og slúðra um mig, þá verð ég aö afsaka þaö með því aö það veit ekki hvað þaö er að segja! erás)ceuju/uUl lg&ettA9,. 0&TU4/W. •iJbxjodsxicSL^ '\ ra(vLSUt ^ic&car 1 Framvegis mun Vikan birta sögur af lífinu og tilverunni eins og fólkiö segir þær sjálft. Margar þessar sögur verða mjög persónu- legar og snerta fleiri en sögumennina sjálfa. Þær veröa því ekki birtar undir nafni. Tilgang- urinn er að gefa lesendum hlutdeild í líf sreynslu annarra og oft er það svo að með því að kynnast því sem gerist hjá öðrum finnur maðurinn að hans vandamál er ekki þvílíkt einsdæmi sem hann hélt. Við eigum nú þegar nokkuð margar sögur en tökum fúslega við fleiri. Veitt verður 1000 króna þóknun fyrir birta sögu. Þær má senda til Vikunnar, pósthólf 533, 121 Reykjavík, eða hafa samband við blaðamenn Vikunnar sem þá hjálpa til við að koma sögunum á blað. 6. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.