Vikan


Vikan - 09.02.1984, Page 50

Vikan - 09.02.1984, Page 50
Hvers vegna er dimmt að nóttu til? Það ættu að vera fjórfalt fleiri stjörnur i fjarlægð 2A en A, þær ættu að gefa einn fjórða af Ijósinu til jarðar og þyngdaraflið við 2A ætti að vera 1/4 af þyngdarafli við A. Í óendanlegum geimi væru Ijós og þyngdar afl óendanlega mikil. Spurning: Ef geimurinn er óendanlega stór, ættum við þá ekki að finna fyrir óendanlega miklu þyngdarafli? Svar: Svarið væri jákvætt ef sama gilti um þyngdaraflið og ljósið, það er að segja að magnið legðist saman. En það eina sem er sameiginlegt með þyngdarafli og ljósafli er aö hvort tveggja dofnar eftir því sem fjarlægðin er meiri. Isaac Newton sýndi fram á það fyrir þrem öldum að hlutur sem væri inni í miðjunni á hnetti úr ein- hverju efni (svo sem jarðhnetti) mundi vera þyngdarlaus. Þyngdarafl annars helmings þessa hnattar vegur út þyngdar- kraftinn sem togar hinum megin frá. Ef geimurinn væri óendanleg- ur (sem hann er í sumum fræði- kenningum) og stjörnur og vetrar- brautir dreifðust jafnt um allt, þá mundi þyngdaraflið sem verkar á jörðina vega gegn óendanleikan- um, það væri ekki neitt. Ljósið vegur sig ekki út á sama hátt. Ljósbylgjur sem koma saman úr tveim andstæöum áttum vega ekki hver aðra út, þær bætast hver við aðra. Þessi staðreynd hefur leitt af sér Olbers-ráögát- una. Wilhelm Olbers, þýskur læknir og áhugamaður um stjörnufræði, var uppi á fyrrihluta síðustu ald- 50 ViKan 6. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.