Vikan


Vikan - 21.02.1985, Page 9

Vikan - 21.02.1985, Page 9
Það var ekkert að detta Vikan heimsækir Ingibjörgu Jóhanns- dóttur á Blesastöðum III á Skeiðum En eins og þú sérð er þetta ekki alveg tilbúið. Eg er bara með gömlu húsgögnin mín, bæði hérna í stofunni og á herbergjum vist- manna. Þetta verður að koma seinna. En landið hér í kring verður lagfært í vor því það verður að vera hægt að skreppa hér út fyrir og svo þarf líka gamla fólkið að hafa fallegt fyrir augun- um því það gerir nú ekki svo víðreist.” Orgel af Birtingaholtsætt- inni — Blaðamaður hefur orð á því að ekki sé miklu rúmi eytt í stofu eða skrifstofur, stofan liklega um 15 fermetrar og skrifstofan ennþá minni. Ingibjörg kímir yfir þessu og svarar: „Ja, þótt ég sé feit vil ég nú hafa þröngt utan um mig. Og ég hef aldrei verið gefin fyrir stórar stof- ur. Hér er stórt og rúmgott eldhús og þar borðum við líka. Svo er hér smáafdrep inni á ganginum hjá herbergjunum þar sem ég ætla mér að fólk geti setið við vinnu. Þar er nú bara orgelið núna.” — Við göngum með Ingibjörgu inn ganginn. Herbergin eru vistleg og svo kynnir Ingibjörg okkur fyrir Ragnheiði Jónsdóttur sem kom til dvalar á Blesastöðum fyrir hálfum mánuði. Ragnheiður kveðst hafa kunnað að spila á orgel en vanta alla æfingu. „Þú verður að fara aö æfa þig, manneskja,” segir Ingibjörg. Ragnheiður tók því fremur vel og féllst á að stilla sér upp við hljóð- færið þótt hún léki ekki fyrir okkur. — Við spurðum húsmóðurina um þetta fallega hljóðfæri. „Ja, það má eiginlega segja að það sé af Birtingaholtsættinni. Við keyptum það gamalt. Hún Ragn- heiður heitin Ágústsdóttir á Löngumýri útvegaði okkur það og ég held að föðurbróðir hennar hafi átt það. Eg spila nú ekkert sjálf því ég er laglaus. Það er helst að hann grípi í það, hann tengda- sonur minn, hann Vilhjálmur í Skeiðháholti. Dætur mínar segja í gríni að þær spili svona sitt lagið hver.” Húsmóðir en ekki forstöðukona — Við göngum nú fram í eldhús og þiggjum kaffi og pönnukökur. Yfir kaffinu hélt spjallið áfram. — Hvemig datt þér þetta eigin- lega í hug, Ingibjörg?” „Það var ekkert að detta i hug. Ætli ég hafi ekki bara fæðst með þessa hugmynd. Við hjónin vorum búin að ákveða að gera þetta. Þegar ég hætti búskap þýddi ekk- ert fyrir mig að leita að öðru starfi. Það gæti enginn unnið með mér, ég er svo frek.” Ingibjörg hlær hjartanlega. — Svo þú gerðist forstöðukona hér. „Eg vil nú ekki láta kalla mig forstöðukonu. Eg er húsmóðir á þessu heimili. Eg hef verið hús- móðir á stóru heimili lengi og ég get ekki séð að þetta sé neitt öðru- vísi. Það starf er fjölbreytt og viðamikið, ekki síst í sveit. ” — I framhaldi af þessu spyrjum við Ingibjörgu um fyrri búskapar- árin. „Ja, við byrjuðum að búa hér á Blesastöðum 1941. Við vorum nú aldrei með mjög stórt bú, svona meðalbú sem framfleytti okkur og börnunum.” — Ogbörnin? „Við áttum fimm böm. Ein dóttir mín, Kristín, býr hér á næsta bæ, Skeiðháholti, önnur, Guðrún, býr uppi í Ytrihreppi, á Galtafelli, sú þriðja, Sigríður Margrét, er í Reykjavík, Hildur, sú f jórða, er heimilisföst eins og er í Noregi en sonur minn, Sigurður, starfar í Reykjavík á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Þau hafa staöið við hliðina á mér, bömin. Þetta hefur hafst hingað til með guðs hjálp og góðra manna. Presturinn okkar, séra Sig- finnur Þorleifsson, hefur hjálpaö mér mikið i þessu en aðrir hafa ekki komið mikið við sögu. Eg er nú orðin svo gömul að ég geri ekki meira en að koma þessu upp. Svo verða aðrir aðtaka við.” Blessaður, segðu ekkert um það Blaðamaður gerðist nú svo vogaður að spyrja Ingibjörgu hvað hún væri gömul. „Blessaður, þú mátt ekki segja frá þvi, þá fæ ég aldrei að reka þetta. En í alvöru talað er ég ekki komin á ellilaun ennþá.” Meðan þessu fer fram yfir pönnukökum og rjómatertu kemur ljósmyndar- inn auga á gamla fótstigna saumavél sem stendur þarna í eld- húsinu. — Ilvað er hún gömul, þessi? „Hún er nú komin til ára sinna. Þetta er fimmtíu ára gömul skreðaravél sem ég fékk hjá honum Daníel klæðskera á Selfossi. En ég léti hana ekki fyrir nokkurn pening. Það er svo fallegt áhenni sporið.” Ekki varð af því að ljósmyndar- inn reyndi sig á skreðaravélinni og brátt vorum við á heimleið. Við horfðum til baka að Blesastöðum III. Húsið virtlst í engu frábrugöiö öðrum nýlegum húsum í sveit. En þrátt fyrir kuldann í veðrinu og frostmistrið sem grúfði yfir Suðurlandi var okkur hlýtt um hjartaræturnar eins og þeim verður sem kynnist góðu hugar- þeli. 8. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.