Vikan


Vikan - 21.02.1985, Qupperneq 12

Vikan - 21.02.1985, Qupperneq 12
Þvílíkur harmurí — sagði faðirinn þegar sonurinn varð ritstjóri Þjóðviljans Viðtal við Össur Skarphéðinsson — Um hvað eigum við að tala? — Allt nema pólitík. — Má ég þá ekkert skamma Alþýðubandalagið? — Hmmm, pólitík er teygjanlegt hugtak. Dýrótt íhaldsheimili „Ég get alla vega byrjað á að segja frá því að fyrstu pólitísku af- skipti mín voru þau að ég vann í kosningunum 1970 fyrir sjálf- stæðismenn. Ég var að vísu aldrei í Heimdalli en ég var hætt kominn. Vinur minn, Þorsteinn Barðason, sonur Barða Friðrikssonar, lög- fræðings Vinnuveitendasam- bandsins, var næstum búinn að koma mér inn í Heimdall. Fram undir 16 ára aldur var ég tiltölulega hægri sinnaður vegna þess að ég kem frá heimili sem er það dýróðasta íhaldsheimili sem til er. Það var föður mínum mikil raun þegar við bræður fórum að hyllast til vinstri og þegar hann frétti að ég væri orðinn ritstjóri Þjóðviljans þá settist hann og sagði bara: Þvílíkur harmur, þvílíkur harmur!” Ásjó „Það var ekki fyrr en ég fór á sjó að ég fór að verða vinstri sinn- aður. Ég var alltaf á sjó á sumrin þegar ég var í menntaskóla, á landskunnum aflaskipum. Þá var ég með mörgum sem voru róttæk- ir í meira lagi og þeir fóru að spyrja menn út í pólitík og svoleið- is. Þetta varð tiltölulega erfitt tímabil, þegar ég var að uppgötva að lífið snerist ekki bara kringum Morgunblaðið.” Hent út „Þetta var dálítið mál í fjöl- skyldunni og þegar ég, eins og ýmsir aðrir, fór til dæmis að spyrja sjálfan mig hvers vegna í ósköpunum maður væri að styðja þetta Víetnamstríð var því til dæmis alls ekki vel tekið í fjöl- skyldunni. Því lyktaði meira að segja svo að einn góðan veðurdag, þegar ég var í fjórða bekk, var mér bara hent út, út af þessu og ýmsu öðru.” Það var rigning þetta kvöld „Pólitík spilaði talsvert inn í brottrekstur minn þó foreldrar mínir hafi nú ekki viljað viður- kenna það. En við erum ágætir vinir núna. Þetta var hið mesta mál. Dálítill drami yfir þessu. Það var rigning þetta kvöld og ég var ákveðinn í því að ef þau ætluðu að henda mér út þá kæmi ég náttúr- lega ekkert heim aftur. Það end- aði með því að ég skreið inn í þvottahús á Hverfisgötu og var þar tvær nætur. Síðan fékk ég inni hjá vini mínum sem ég hafði þekkt frá því ég var í Hlíðardalsskóla í æsku. Um vorið fór ég á sjóinn aftur og það var ekki fyrr en ári seinna sem ég sættist við foreldra mína. Þetta er ekki sagt af því ég sé hefnigjam heldur vegna þess að þaö sýnir að þegar ég tek af- stöðu held ég mig viö hana. ” Björgunarlaunin „Þetta var erfitt þegar peningarnir af sjónum fóru nú að verða búnir. Þá bjó ég í kytru uppi á hanabjálka í Eskihlíðinni, þar var ekki vaskur eða aðstaða til eins eða neins. Það var ágætt en maður varð svolítið leiður á þessu, spenntur og pirraður, það var dálítið brennivín og slagsmál sem fylgdi þessu, en það lagðist nú blessunarlega af þegar maður kom heim í föðurhúsin. 1 vetrarlok í fimmta bekk var ég orðinn blankur, búinn að eyða öllu sem ég átti og slá það sem hægt var að slá, ekki var hægt að fara í banka, og þá fór ég til Guðna kjafts og sagði honum að ég yrði að fá að fresta tveim prófum til hausts því mér byðist steypuvinna í þrjá daga og ég yrði að taka hana. Guðni þæfðist við og það endaði með því að þetta gekk ekki. Þá sagði ég honum að ég væri hættur. 12 Víkan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.