Vikan


Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 14

Vikan - 21.02.1985, Blaðsíða 14
bruggaður frægur bjór, ADNAMS, sem er þeirrar náttúru að hann ferðast ekki, það gengur mjög illa að flytja hann. Bretar eru afskaplega afslapp- aðir. Mér þykir vænt um þá. Það var merkilegt að þó þeir væru blankir og fengju illa borgað voru þeir mikið á móti því að vinna yfirvinnu. Þó dælan færi af um helgi og fiskamir væru allir að geispa golunni lá viö aö þeir rifu kjaft að þurfa að koma. Og ef ein- hver ætlaði að fara að vinna stöðuga yfirvinnu, eins og íslendingar gera, var það meiri háttar mál hjá verkalýðsfélag- inu.” Skýrsla upp á eina blaðsíðu! „Þessi stöð var ekta enskt ráðuneyti, undir landbúnaðar- ráöuneytinu, menn tóku lífinu mjög rólega, voru fegnir að fá duglega stúdenta. Við vorum náttúrlega látnir þræla djöfulinn ráðalausan og þá var lítið eftir handa þeim að gera. Maður gat í rauninni gert það sem maður vildi, þeir höfðu mikið af pening- um til að kaupa tæki og hormón og svoleiðis þannig að þetta var mjög góð aðstaða að því leyti.” — Voru ekki viðbrigði að að koma til Islands? „Jú, Ég gerði auðvitað ráð fyrir að fá vinnu við fagið. Ætlaði að vísu að vinna um sumarið sem blaðamaður á Þjóðviljanum en reyna síðan að komast í rannsókn- ir. Rannsóknirnar, sem ég hafði verið að gera, voru mjög praktískar og ýmis vandamál,* sem verið er að berjast í hér, er búið að leysa erlendis. Það fór allt á annan veg. Ég hefði getað fengið kennslu en ég ætlaði aö berjasti fyrir því að fara í rannsóknimar. Ég notaði meðal annars verk- fallið fræga til að vinna með ágæt- um vísindamönnum að rannsókn- aráætlun um fiskeldi. Við einsett- um okkur að vera sem gagnorð- astir og skiluðum skýrslu upp á eina blaðsíðu og lögöum mikla vinnu í það. Þegar þessu var skil- að ráku menn upp mikið rama- kvein, að lesa skýrslu upp á eitt blað, eina blaðsíðu! Þetta gat ekki veriö neitt sem varið var í! Við- komandi stofnanir fóru náttúrlega í að endurskrifa þetta. Ég verð að viðurkenna aö þetta varð mér dá- lítið áfall, sérstaklega af því það voru ákveðnir peningar til sem áttu að fara í þetta. Svo er auðvitað stofnanarígurinn, sem er miklu verri en í Bretlandi og er hann þó ærinn þar. Allir vilja fá peningana í sína stofnun. Þetta smákóngaveldi stendur framför- um mjög fyrir þrifum, ég held að rígur milli stofnana hafi tafið framgang fiskeldis á Islandi um tíuár.” Fiskeldi á íslandi á Klondyke-stiginu „I dag er enginn sem hefur burði til að taka ákvörðun um að allir peningar sem veitt er í fisk- eldi fari á einn stað, þar sem hægt er aö koma upp almennilegri rannsóknaraðstöðu, í staðinn fyrir að dreifa þeim um hvippinn og hvappinn svo ekkert verði úr þeim. Fiskeldi í dag er svona á Klon- dyke-stiginu. Ævintýramenn hafa á vissan hátt rutt brautina, en þeir munu ekki uppskera þann gróða sem væntanlega mun hljótast af fiskeldinu. Ég held það sé kominn tími til að einhver verði milljónari af fiskeldi svo menn sjái að þarna er gullnáma fyrir Islendinga ef rétt er á haldið. Færeyingar hafa uppgötvað það. Bændaskólinn á Hólum hefur sýnt virðingarverða viðleitni, haldið námskeið og verið með sér- staka námsbraut í fiskeldi, Sporð- braut. Útlendingar að tryggja sér bestu svæðin? „Islendingar gætu skapað mik- inn gjaldeyri við framleiðslu á laxi. Með því að læra af þeim mis- tökum sem hafa verið gerð annars staðar og með réttu skipulagi og með því að nota þessar sérís- lensku aöstæður gætu þeir fram- leitt fisk svona 20—30% ódýrar en til dæmis í Noregi. Við gætum und- irboðið markaðinn og náð honum undir okkur. Hér er jarðvarmi og sums stað- ar heitur sjór, eins og til dæmis í Lóni. En fyrst og fremst gengur þetta út á að nota jarðhitann til aö ala seiðin í ferskvatnsfasanum, í allt upp að hálfu kílói, fleygja þeim svo í hafið í þar til gerðar flotkvíar og mögulegt er að nota bara náttúrlegan hita í sjónum, að minnsta kosti við sunnanvert landið, til að ala þau upp þannig að þau verði sláturhæf aðeins tveggja ára. Styttri tími og hraðarivelta. Það vantar frumkvæði frá hinu opinbera til að ýta þessu af stað. I litlu þjóðfélagi eins og hér er ekk- ert stórauðvald sem sér hag sinn í að leggja í þetta; ríkið verður að grípa inn í til að byr ja með. Þróunin, sem er að verða, er varhugaverð. Mér skilst að erlend fyrirtæki hafi tryggt sér, eða séu á góðri leið með að tryggja sér, öll bestu svæðin, í gegnum íslensk fyrirtæki.” Ég er pólitískt villidýr í mér „Það kom í ljós að margir hafa áhuga á þessum málum og höfðu samband viö mig að fá hjá mér ráð og svoleiðis, og það er fínt. Það er hægt að ná góðum árangri með því að „fiffa” með einfalda hluti. En maöur lifir ekki á ókeyp- is ráðgjöf. Svo að þegar mér bauðst að verða ritstjóri Þjóðvilj- ans, það er ekki tækifæri sem býðst á hverjum degi, þá var ég á akkúrat þeim tímamótum að geta leyft mér að segja já. Ekki kom- inn í néitt starf, ungur, 31 árs, þannig að ég sló til. Ég geri ráð fyrir að á meðan á þessu stendur verði ég á kafi í pólitíkinni. Ég hef gaman af þessu, ég er pólitískt villidýr í mér. En ég sef alveg fyr- ir henni. Pólitíkusar, alvörupóli- tíkusar, sem vilja rækta starf sitt vel, eru í þessu allan sólar- 14 ViKan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.