Vikan


Vikan - 21.02.1985, Page 15

Vikan - 21.02.1985, Page 15
hringinn. Liggja jafnvel í símanum á nóttunni þegar eitthvaö er að gerast. Heimilislífiö fer til andskotans um leið og þeir veröa númer í pólitíkinni.” Hvar eru konurnar? „Ég hef gaman af þessu, þannig lagað. Þaö var lítið annaö fyrir mig að gera en aö ganga í Alþýðu- bandalagiö þegar ég kom heim fyrir hálfu ári, ég er sósíalisti. AI- þýðubandalagið er í mikilli gerj- un, að mörgu leyti staðnaður flokkur, hefur ekki tekist upp sem skyldi, til dæmis í jafnréttis- málum, þrátt fyrir aö flokkurinn segi: Okei, við viljum koma inn á- kveðnum jafnréttismálum. Ef maður lítur á forystulið flokksins þá sér maður Svavar Gestsson, Hjörleif Guttormsson, Olaf Ragnar Grímsson, en hvar eru konurnar? Hvað ætli margir viti að Vilborg Harðardóttir er vara- formaður flokksins? ” Með broddgölt eins og Davíð Odds- son . . . „Ég veit ekki hver framtíð Al- þýðubandalagsins verður en þar fer nú fram ákveðin hugmyndaleg gerjun og það held ég að sé af hinu góða. Einhvers konar samvinna þarf að koma til milli flokkanna, til dæmis í minnihluta borgarstjóm- ar. Á móti okkur höfum við stóran fjandaflokk, með broddgölt eins og Davíð Oddsson í forsvari, sem er harður, frekur og ósvífinn og kúgar sitt eigið fólk. Ég veit ekki hvemig við munum standa í hon- um, svona sundraður flokkur. Samvinna er nauðsynleg, mig skiptir ekki máli hvemig hún verður.” Áhugamálin „Núna, þegar mitt aöalstarf er pólitíkin, á Þjóðviljanum, þá nátt- úrlega hugsa ég mikið um fisk, og dreymir oft fisk, mér finnast fisk- ar vera f allegustu dýr sem til eru í heiminum og lax og silungur! Fyr- ir mér eru þetta konungar dýr- anna. Þannig að þetta er mitt hobbí núna. Ætli það verði ekki þannig að þegar ég fer út í fiskeld- ið, sem ég geri áreiðanlega, þá verði pólitíkin mitt hobbí. Hér áður fyrr las ég mikið um pólitík, maður var að sulla í svona grjót- garðstextum, félaga Marx og Engels, og það var nú gott og blessað og ágætur bakgrunnur. En ég er hættur því núna, les bara Þjóðviljann, það er nóg fyrir mig. Ég hef áhuga á fótbolta, þó ég sé allt of feitur tO að spUa hann sjálf- ur. I Norwich bjó ég í sömu götu og leikvöllur bæjarins og það fór ekki hjá því að ég færi á völlinn annan hvem laugardag þegar það var heimaleikur. Ég var reyndar áður ofstækisfuUur Valsari, ég er einn af drengjunum hans Friðriks eins og Albert Guðmundsson. Ég les mikið, aUan andskotann, mikið af skáldsögum, en svona smám saman með árunum hef ég farið mikið yfir á ævisögur eins og fleiri Islendingar.” Ris og fall frjáls- hyggjunnar „Það er mikil hugmyndaleg gerjun í þjóðfélaginu núna, fólk, hvar í flokki sem það stendur, er með túlann fullan af lýöræði, það krefst opinna starfshátta, nýrra vinnubragða, þú sérð þetta alls staðar...” — En frjálshyggjan . . ..? „ ... sérðu ekki að frjálshyggj- an er búin? Henni lauk með BSRB-verkfaUinu eftir að hafa verið á faUanda fæti um nokkurt skeið. Og það er einmitt þess vegna sem ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins telja sig geta sýnt Þor- steini Pálssyni svona mikið brút- alítet, oddvita leiftursóknarstefn- unnar. Hann hengdi sig í snöru frjálshyggjunnar. Frjálshyggjan kemur upp sem ákveðið andsvar þegar lognið er búið eftir róstumar ’68. Hún átti stutt blómaskeið, Bretland er hið týpíska dæmi um ósigur frjáls- hyggjunnar. Þar var reynt að draga úr verðbólgunni og láta at- vinnuleysið hverfa með því að minnka peningamagnið í umferð. Þá dró úr verðbólgunni en at- vinnuleysið óx. Því er spáð að 4,4 miUjónir manna verði atvinnu- lausar þar eftir nokkur ár með sama áframhaldi. Þetta er falUtt stefna. Atvinnuleysið er á fram- leiðslusvæðunum í Wales og Norð- ur-Englandi. Ég þurfti talsvert aö starfa norður í Sheffield; þar var fólk sem var svo fátækt að það vissi ekki hvað það átti aö éta dag- inn eftir. Stúdentarnir, sem komu úr þessu umhverfi, voru fuUir ör- væntingar. Það var talsvert um það í skólanum að menn væru að svipta sig lífi. Það er nú kannski það sem maður man best frá Eng- landsdvölinni, þessi örvænting hjá fólki sem átti varla í sig eða á. Hörkuduglegt lið. Hvað beið þess? Það var í skóla og lauk honum, eins og einn gaurinn sem ég var með, sem fékk sína doktorsgráðu, hann er ekki enn búinn að fá vinnu. Menn ganga í hrönnum á götun- um, með margar háskólagráður lafandi aftan úr sér, en ekkert að gera! Island er betra.” 8. tbl. Vikan 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.