Vikan


Vikan - 21.02.1985, Síða 19

Vikan - 21.02.1985, Síða 19
Þaö var greinilegt aö enginn fylgdi góðu fordæmi mínu. Þau sæju að sér þegar þaö væri um seinan, þegar þau væru orðin feit og fertug, þegar blóöþrýstingur- inn væri oröinn of hár og þegar þau gætu ekki lengur elst við maka sinn þegar svo bar undir. Ég vissi betur. Um næstu helgi hafði ég lést um fjögur kíló og var mjög hrifin en sér til mikillar hrellingar hafði Richard aðeins lést um eitt. Um þriðju helgina kom Ric- hard mér á óvart. „Getum við ekki haft pylsur? Éger svo svangur.” Ég veit að þetta hefur ekki verið auðvelt. Ég stóð í dag fyrir utan kjötbúðina og horfði á feitar pylsur en ég lét ekki eins og bjáni. Ég fór inn í búðina og keypti 160 grömm af mögru kjöti handa okk- ur báðum og lét sem ég sæi ekki pylsurnar þegar ég fór út því að ég vissi að við hefðum betra af því til lengdar. „70 kíló,” sagöi ég hugsandi. „Vogin er vitlaus. Ég hef bara lést um þrjú pund samkvæmt henni.” Richard ýtti mér frá og steig á vogina. „Nei, hún er rétt,” sagði hann. „Ég hef lést um tvö kíló. Kannski þú hafir borðað eitthvað sem er bannað.” „Boröað eitthvað sem er bann- að!” æpti ég. „Það er andstyggi- legt af þér að segja þetta. Þú veist afskaplega vel aö ég borða þaö sama og þú.” „En ég veit ekki hvað þú gerir meðan ég sé ekki til.” Hann benti á mig ásakandi á svipinn. „Ég hef séð stelpuna í búðinni koma með fullt fangið af sætindum í kaffi- tímanum. Hvernig á ég að vita að þú br jótir ekki reglurnar? ’ ’ Ég svaf í gestaherberginu um nóttina og lét Richard um ófagrar tilgáturnar. 8. tbl. Víkan 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.