Vikan


Vikan - 21.02.1985, Síða 31

Vikan - 21.02.1985, Síða 31
Jörð kallar, jörð kallar, hvernig set ég í flug. . .? upplýstari um hraðatakmark- anir og óliklegri til að brjóta umferðarlögin. Þær eru líka yfirleitt betur á sig komnar líkamlega og andlega þegar þær aka og hafa meiri einbeit- ingu. Þetta er niðurstaðan úr ára- löngum rannsóknum sem meðal annars byggjast á lög- regluskýrslum. Hinar sérstöku ^ tryggingar, sem nú mun boðið upp á, gera ráð fyrir að karl- menn komi hvergi nærri akstri þeirra bifreiða er njóta þessara ódýru trygginga. Kona, sem á bíl, fær þessa tegund tryggingar ef hún get- ur gefið upp nafn einnar ann- arrar konu sem einnig má aka bílnum og tryggingin er bund- in við þær einar. Aki karlmað- ur bilnum er hann bótaskyldur ef eitthvað hendir og það er tryggingartökum gert Ijóst í upphafi. Samstarf er milli bresku tryggingafélaganna og bílgreinasambanda þar í landi. Mótbárur hafa heyrst úr herbúðum karla, einkum á þá lund að konur aki að meðaltali minna en karlar og á „örugg- ari" tímum. Helmingur ökumanna í Eng- landi er konur. Ökukennarar hafa látið hafa eftir sér, óopin- berlega, að konur og karlar séu álíka góðir ökumenn en ungar konur séu ívið öruggari en ungir karlar. Þegar kemur að meirapróf- inu eru konur aðeins 23 prósent ökumanna sem það þreyta og enginn munur er tal- inn á getu kynjanna þegar að því er komið. Eini munurinn, sem fram kemur, er þegar litið er á ástæður fyrir að fólk fellur á meiraprófinu. Aðalprófdóm- arinn, Bob Peters, segir það athyglisvert að karlar geri Auðvitað kalla ég ekki alltaf á mömmu þegar ég þarf að skipta um dekk. Sólvallagata? Ég skal keyra á undan ykkur! hættulegri villur en konur. Konur falla á hiki og óöryggi en karlar á villum. Og þegar kona er felld á meiraprófinu tekur hún því vel og lærir af reynslunni en karlarnir rífa blaðið með vitnisburðinum og rjúka burt í fússi. í nokkur ár hefur verið í gildi afsláttur á tryggingum upp í allt að 10 prósentum af tryggingarupphæðum fyrir bíla sem ekið er af konum hjá nokkrum tryggingafélögum í Englandi en það sem koma skal er skipulegt kerfi sem tekur mið af því sem hér að framan er greint og að því er verið að vinna. Kannski er þetta eitthvað sem íslensk tryggingafélög mættu taka til athugunar. 8. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.