Vikan


Vikan - 21.02.1985, Qupperneq 32

Vikan - 21.02.1985, Qupperneq 32
— Ný æsandi og obbolítið djörf framhaldssaga í Vikunni Margir kannast sjálfsagt nú þegar við nafnið LACE sem heiti á vídeómynd. En upphaflega er LACE mikil skáldsaga, talsvert ítarlegri og fjölþættari en myndin. i myndinni er til að mynda heilli sögupersónu alveg sleppt, ýmsu breytt og annað tekið inn í. Þar við bætist að sú útgáfa á LACE, sem fram undir þetta hefur verið á myndbandaleigunum, er hraðsoðin og mjög sam- þjöppuð útgáfa á myndinni sjálfri sem nú fyrst er að koma á leigurnar hér í upphaflegri, réttri lengd. LACE hefur orðið metsölubók víða um heim og flest helstu tímarit heimsins, sem á annað borð flytja fram- haldssögur, hafa flutt söguna LACE. VIKAN hefur tryggt sér einkarétt á birtingu sögunnar hérlendis og hefst flutningur hennar á næstunni. Nú á næstunni hefst hér í Vikunni ný framhaldssaga. Þar er á ferðinni hin víðfræga saga, LACE, eftir Shirley Conran, en á íslensku hefur hún hlotið heitið VEFUR. Bók þessi var svo vikum skipti á metsölulistum bæði austan hafs og vestan þegar hún kom út árið 1983 en var reyndar orðin umræðuefni manna á meðal áður en hún kom i bók- sölur. Sagan segir frá lífi og örlögum nokk- urra kvenna sem hafa til brunns að bera gáfur, fegurð, glæsileika og aðlaðandi persónuleika. Varla er að spyrja að því að lífshlaup slíkra kostakvenna er varla nokkurt hversdagsbasl. Lesandanum gefst kostur á að skyggnast inn i til- breytingadríka tilveru þessa fólks og upplifa ýmis ævintýri, gleði og sorgir glæsiliðsins. Hinn rauði þráður sögunnar er þó nokkurs konar gáta, ekki morðgáta heldur þvert á móti. Gátan felst i því að finna út hver fjögurra vinkvennanna hafi á æskuárum fætt af sér stúlkubarn og látið það frá sér til vandalausra. ör- lögin spinna þessari stúlku mikinn og flókinn vef og þegar hún er orðin full- tiða tekur hún að grafast fyrir um ætt- erni sitt. Þannig liggja leiðir gömlu vin- kvennanna Júdýjar, Kötu, Heiðnu og Maxin og kvikmyndastjörnunnar Lilíar saman. Ein þeirra fyrrnefndu er móðir þeirrar síðastnefndu, en hver? Síðan vikur sögunni aftur á unglingsár kvenn- anna fjögurra og gátan leysist ekki fyrr en í lokin. Gerð hefur verið löng sjónvarpskvik- mynd eða öllu heldur stutt þáttaröð eft- ir sögunni og hefur myndin verið fáan- leg á myndbandaleigum hérlendis. Myndin fékk slakar viðtökur gagnrýn- enda þegar hún var sýnd í Bandarikjun- um en þeim mun betri hjá almenningi. Fleiri áhorfendur horfðu á LACE í Bandaríkjunum fyrri hluta ársins 1984 en nokkurt annað sjónvarpsefni. Sömu sögu er að segja þegar myndin var síðar sýnd i Bretlandi. Sjónvarpsmyndin er þó allmikið stytt og nokkuð breytt út- gáfa af sögunni. Þeir sem bæði hafa lesið bókina og séð myndina taka hik- laust undir með geitinni, að bókin hafi verið betri. Enginn sem gaman hefur af góðum skemmtisögum er svikinn af LACE. Höfundurinn, Shirley Conran, er rúm- lega fimmtugur Breti. Þekktasta bók hennar, áður en LACE kom út, er Superwoman, en i þeirri bók hvetur Conran konur til að drifa sig út í við- skiptalífið og haStta að leika hjálparvana hálfnytjunga. LACE er fyrsta skáldsaga hennar. Markmið hennar með sögunni var að skrifa æsandi skáldsögu sem félli vel í kramið hjá lesendum á þessum síð- ustu tímum þegar allt viröist leyfilegt i skáldsögum, þegar flestallt virðist hafa verið skrifað nú þegar. Þegar handritið var tilbúið sendi Conran það til niu út- gefenda í New York og krafðist milljón dollara fyrir útgáfuréttinn. örfáum dögum siðar höfðu þeir allir svarað henni játandi. Shirley Conran er menntuð i góðum, . breskum skólum og svissneskum fram- | haldsskóla eins og söguhetjur hennar. Hún neitar því samt sem áður harðlega að LACE sé ævisaga hennar sjálfrar eða byggð á sönnum atburðum. Það fer þó ekki á milli mála að hún hefur sjálf kynnst þeirri veröld sem hún lýsir. Shirley Conran er fyrrum eiginkona Terence Conran, eiganda Habitat-versl- anakeðjunnar, og eiga þau saman tvo syni. Þau eru löngu skilin. Hún hefur gifst tvisvar síðan en er nú kona ein- stæð. Hún bjó lengi í Monte Carlo í út- legð vegna skattmála en heimþráin dró hana aftur til Englands. Þar býr hún nú í 18 herbergja, fimm hæða húsi nálægt Regent Park í London. 3Z Vikan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.