Vikan


Vikan - 14.03.1985, Síða 11

Vikan - 14.03.1985, Síða 11
n Ástríkur fjölskyldufaðir Dustin Hoffman er þekktur fyrir að vera ást- rikur fjölskyldufaðir og mjög heimakær. Þessi hugljúfa fjölskyldumynd var tekin á Heathrow- flugvelli i London. Eiginkonan, Lisa, ekur Becky, 18 mánaða, og Jake, 3 ára, i tvíburakerru en Dustin heldur á því yngsta, syninum Max. Rod Stewart, börnin og ástin Gamli rokkarinn Rod Stewart hefur alltaf haft gaman af því að sýna börnin sín. Þau eru tvö, dóttirin Kimberley, fjögurra og hálfs árs, og sonur- inn Sean, þriggja og hálfs. Móðir þeirra erfyrrum eiginkona Rods, Alana. Rod Stewart hefur átt erfitt með að sætta sig viö að eldast og vill halda áfram að leika ábyrgðarlausan glaumgosa þó kominn sé á fimmtugsaldur. Fyrrum eiginkonan, Alana, hafði vonast til þess að börnin og hún hefðu róandi áhrif á Rod en allt kom fyrir ekki. Hann reyndist ekki maður til þess að halda út hjónabandskvaðirnar. Þrátt fyrir allt eru börnin hans honum það besta og dýrmætasta í lífinu. Þess veana hyggjast bau taka sér gott fri i ár til þess að geta verið sem mest samvistum við þau. Nýjasta vinkona Rods er Ijósmyndaíyrirsætan Kelly Emberg. Samband þeirra gengur vel og vinum hans og foreldrum líkar mjög vel við stúlkuna. En Rod efast sjálfur um eigin staðfestu. Hann segir nú að hann vilji vera trúr elskunni sinni og ef hann geti það ekki glati hann sjálfsvirðingunni. Hann hefur þvi ákveðið að reyna að taka sig á en lofar engu um árangurinn. Allt í besta lagi Jaclyn Smith hefur tvívegis verið valin fegursta og eftirsóttasta kona Bandaríkjanna en ýmsar sögur hafa gengið um skapsmuni hennar og stormasamt líf. Hún sló i gegn ásamt öðrum fegurðardísum í sjónvarpsþáttunum Charlie's Angels og hélt síðan áfram i Rage of Angels. Miklar sögur gengu af látum og afbrýði leikaranna i þáttunum og tvö hjónabönd og ástarsam- band við Tony Curtis voru alveg búin að ræna Jaclyn trúnni á ástina. Hún hellti sér út í starfið, sem þá stundina var hlutverk nöfnu hennar Kennedy- Onassis, en bak við myndavélina leyndist stóra ástin, Tony. Þau urðu ást- fangin en af þvi Tony átti konu og þrjú börn heima í Englandi kvöddust þau og ætluðu aldrei að hittast aftur þegar myndatöku var lokið. Ástin var þó öllu yfirsterkari og Tony rauk við fyrsta tækifæri aftur til Ameríku. Þau giftu sig (hún var mjög leið yfir að hafa þurft að eyðileggja hjónabandið hans en ástin var heitl og búa nú saman sæl og glöð með tveggja ára draumasyni sinum. Og mótleikararnir eiga engin orð yfir það hvað hún Jaclyn hefur skánað i skapinu eftir að hún gifti sig! j í

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.