Vikan


Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 15

Vikan - 14.03.1985, Blaðsíða 15
búningi en mér finnst alltaf spenn- andiaöbreyta til. Ég haföi nefnilega veriö meö poppþátt á RÁS1 í meira en ár.” Alveg bítilóö „Á tónlistardeildinni var ég þó aöallega í klassískri tónlist en hef alltaf haft gaman af poppi. Ég bý svo vel að eiga eldri bróður (Pál Þorsteinsso’h) sem er af bítlakyn- slóðinni og ég smitaðist af honum þó ég sé ekki fædd fyrr en ’58 og eigi ekki aö tilheyra þessari kyn- slóö. Ég er alveg bítilóö og keypti mér fyrir nokkrum árum allar Bítlaplöturnar í einum kassa til aö geta hlustaö á þær þegar ég vil. Ég lenti líka á hljómleikum í Ithaca í Bandaríkjunum í sumar. Þar komu fram ýmsar fræg- ar hljómsveitir sem voru að halda upp á 20 ára afmæli innrásar bresku bylgjunnar í Bandaríkin. Hljómsveitir eins og Troggs, Gerry and the Pacemakers og Herman’s Hermits komu fram í stórri hlöðu. Fyrst var hitaö upp meö þvi aö spila gömul lög meö þessum hljómsveitum og þarna var nóg af bjór þannig aö stemmn- ingin var vægast sagt stórkostleg þegar Troggs spiluðu WILD THING og Herman’s Hermits THER’S A KIND OF HUSH.” Fordómar „Mér finnst álíka gaman að poppi og klassík og þá bæöi gömlu og nýju poppi, þó það sé til fullt af lélegu af hvoru tveggja. Dægur- tónlist er nauðsynleg og mér finnst þetta blandast mjög vel. Sumir gefa ekki annarri tónlist sjans en þeir hafa sjálfir áhuga á og þaö eru fordómar. ’ ’ — Hvernig velur þú tónlistina í næturútvarpiö? „Ég reyni aö vera með alls kon- ar músík, mikið af gömlu poppi, það er fullt af fólki aö skemmta sér í heimahúsum og svo fara margir aö hlusta þegar loksins er friður fyrir börnunum og hægt er að setjast niður með prjónana og eiga náðuga stund. Þetta fólk er meira heima og þaö yngra aftur á móti frekar á skemmtistöðunum. Maöur reynir aö skapa stemmn- ingu, hafa fjör framan af en undir lokin rólegri lög og láta fólki líða vel undir svefninn. Ég hef voða- lega gaman af að velta mér upp úr svona rómantískum ástarballöð- um eins og laginu með Eric Clapton sem ég enda alltaf á. Maöur þarf aö gera öllum til hæfis og það getur verið vanda- samt.” Maraþonsundið „Síminn hringir stanslaust allan tímann en ég hef yfirleitt ekki tek- ið á móti kveðjum, mér finnst nóg um það í næturútvarpinu á föstu- dögum. Maður gerir þó undan- tekningar. Eina nóttina voru krakkar að synda maraþonsund á staö nokkrum úti á landi og með útvarpið á fullu. Þá langaði rosa- lega að heyra „Twistin’ by the Pool”. Sem betur fer var lagið til á safnplötu uppi á rás og ég fann það fyrir krakkana. Það er stundum skrýtið að koma heim eftir útsend- ingu, vita aö maður hefur verið með næturútvarpiö og það þýðir ekkert að kveikja á því, það er bú- ið. Ég hef gaman af aö vinna þetta en það er mikil vinna í kringum hvern þátt. I sumar var ég meö þátt vikulega en núna er þetta létt- ara því hann er hálfsmánaðar- lega, styttri og ég get unnið hann þegar ég er í vaktafríi á sjónvarp- inu. I hvern þátt fara 40—50 lög og það þarf að finna þau, skrifa kynn- ingar og tímamæla þau lög sem ekki er skráður timi á þannig að það er mikil undirbúningsvinna í kringum hvern þátt. ’ ’ Ansi gæsalappalegt frelsi „Þáttagerðarfólk býr viö mikið öryggisleysi, við erum verktakar, finnst þetta „frjálsra” vafasamt orð og ansi gæsalappalegt en þess- ar stöðvar gætu haft meiri fjárráð en ríkisútvarpið og boöið dag- skrárgerðarfólki betri kjör þannig að það er ekkert skrýtið aö margir hlakki til að fá þær. Mér finnst hins vegar ansi hæpið frjálsræði ef það á að vera sjón- varp þeirra sem eiga peningana sem ræður ferðinni. Ríkisútvarpið er mjög frjálst útvarp, það hefur að vísu yfir sér útvarpsráð sem stundum er nokkuð vafasamt fyr- irbrigði en ég veit ekki hvað fólk kallar frjálsara. I verkfallinu heyrði maður hvað þessar stöðvar voru ofboðslega lé- legar. Þegar stöðvamar fóru í gang, með sínum einlita frétta- flutningi, veikti það stöðu okkar á ríkisfjölmiðlunum í verkfallinu. Mér brá að heyra í fólki sem vann á rásinni og var á þessum stöðv- um. En þess þættir voru samt áberandi bestir.” Stefnir í fjölmiðlanám „Ég hef verið að spá í að komast fáum ekki orlof, sumarfrí eða veikindadaga og ef þáttur fellur niður vegna handboltalýsingar þá eru engar tekjur í það skiptið. Þetta veikir náttúrlega stöðu rík- isútvarpsins mikið og það gerir sér óleik með því aö bjóða fólki ekki upp á betri kjör og meira ör- yggi. Margir sem vinna á RÁS 2 eru algerir stuðningsmenn „frjálsra” útvarpsstööva. Mér í fjölmiðlanám í Bandaríkjunum, Ithaca College, og líst alveg óskaplega vel á aðstöðuna þar. Tækjakosturinn í skólanum er næstum eins fullkominn og hjá út- varpi og sjónvarpi hér. Ef úr verð- ur stefni ég á þriggja ára nám, með því að fá eitt ár metið úr tón- listarskólanum og út af starfs- reynslunni. Þetta er allt á athugunarstigi því það er nú dálítið erfitt að yfir- gefa veraldleg gæði hér heima. En ég held að ég sé búin aö finna út hvað ég vil vinna, er orðiö 27 ára svo það er kannski kominn tími til. Ég held að það sé mjög ákjósan- legt að vinna viö útvarp og sjón- varp áður en maður fer í svona nám. Ég hef góða aðstöðu, bý ein og er barnlaus og leiðist aldrei að vera ein. Ég hef búið ein í fjögur ár en bjó áöur með bróður mínum í þrjú ár og vinkonu minni í eitt ár. Mér finnst gaman að umgang- ast fólk og fæ gott tækifæri til þess í vinnunni þar sem ég er með í gerð þátta frá upphafi. Það er svona tífalt fleira fólk við gerö eins sjónvarpsþáttar en útvarps- þáttar og það skiptir miklu máli að samvinnan sé góð. En svo finnst mér líka ágætt að geta verið ein míns liðsámilli.” Mikið sungið „Ahugamálin eru fyrst og fremst tónlistin og ég syng meö Hamrahlíðarkórnum eftir því sem ég get. Ég var í Hamrahlíðarskól- anum í eitt ár og hef verið með kórnum síöan, farið með honum í ferðir innanlands og utan, lengst höfum við farið til Ísrael þegar skólakórinn fór þangð. Þá er mikið sungið í rútum og mikið æft en maður fær alltaf einhver tæki- færi til að sjá sig um í leiðinni. Ég myndi helst vilja fara utan á hverju ári en fjárhagurinn leyfir þaðnú ekki. Mér finnst gaman að fara á hestbak en það geri ég allt of sjaldan. Sumarið ’80 fór ég þó í góða ferð á hestum á Arnarvatns- heiði. Svo les ég allt mögulegt. Þessa stundina er ég aðallega í enskum og amerískum reyfurum enda mikið að gera í vinnunni. Svo er alltaf gaman aö fara út, sitja yfir koníaksglasi á Gauki á Stöng því „bjórinn” er alveg ódrekkandi.” Enginn smátitill! — Hvernig leist þér á þegar vinnufélagamir á rásinni fóru að kalla þig næturdrottninguna? „Þaö var nú allt í lagi á meðan þeir kölluðu mig næturdrottning- una en svo fóru þeir á sjónvarpinu aö kalla mig næturlífsdrottning- una og Ásgeir Tómasson tók þaö upp eftir þeim í útsendingu og það var nú einum of! Þetta er enginn smátitill! ” 11. tbl. Vikan IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.