Vikan


Vikan - 14.03.1985, Page 35

Vikan - 14.03.1985, Page 35
1S Draumar Þrír hringar Draumráðandi scelll Hér sendi ég þér draum sem mér finnst að hljóti að hafa einhverja þýðingu. Hann ersvona: Eg var á veitingastað með þrem vinkonum mínum en það kom ekki sérstaklega fram hverjar þær voru. Við byrjuðum á þvíað fara á snyrtinguna og þegar við komum þaðan út aftur fann ég hring rétt fyrir utan dyrnar. Þetta var grannur gullhringur með litlum hvítum steini. Eg tók hringinn upþ og hélt með vinkonum mínum í átt að borði okkar. A miðri leið þangað fann ég annan hring. Það kom ekki sér- staklega fram hvernig hann leit út, aðeins að hann virtist fremur einfaldur, minnti á giftingarhring, en ég er þó ekki viss. Eg settist síðan við borðið hjá vin- konum mínum og sýndi þeim hringana tvo. A meðan þcer skoðuðu þá varð mér litið undir borðið og fann þá þriðja hringinn. Það var silfurhringur með stóru, sérkennilegu skrauti úr silfri sem virtist vera málað bláum lit hér og þar. Eg tók hringana og setti þá upp, þann fyrstnefnda á baugfingur hcegri handar, þann ncestnefnda á baug- fingur hcegri handar, þann síðastnefnda á vísifingur hcegri handar. Eyrst var ég greinilega ekki viss um hvort ég cetti að setja síðast- nefnda hringinn á vísi- fingur eða löngutöng sömu handar en ákvað svo að setja hann á vísifingur. Eg man greinilega að mér þótti fyrsti hringurinn fallegastur af hringunum. Eg skoðaði vel alla hring- ana á fingrum mér og end- aði draumurinn þannig því ég vaknaði. Tel ég að fróðlegt hefði verið að vita framhaldið, hefði ég ekki vaknað þegar hér var komið. Með þökk fyrir hugs- anlega birtingu. A.J.Í Þessi draumur merkir þrjú ástarsambönd þín (sennilega fram undan fremur en þú eigir þau að baki). Það fyrsta er þér mest að skapi eins og hringurinn sem þér líkaði best en rétt er að taka fram að tímaröðin í draumnum þarf ekki endilega að vera sú sama og í veruleikanum (þeir síðustu fyrstir og fyrstu síðastir, eins og þar stendur). Sá hringur sem þér fannst geta verið úr silfri með bláa skrautinu merkir að úr því sambandi hefur þú eignast einlaegan, traustan og góðan vin. Um miðhringinn er það að segja að hann virðist hafa haft minnst áhrif á líf þitt (og maðurinn sem hann er tákn fyrir þar með). Það er ekki ósennilegt að hringarnir tákni tvö hjóna- bönd og þá annað mun varanlegra og með dýpri rætur en hitt. Hjónabönd táknuð í draumi geta þó allt eins merkt ástar- sambönd en þessu er slegið hér fram. Vináttu- sambandið, sem upp úr þriðja ástarsambandinu kemur, verður þér til góðs og yfirleitt má um þennan draum segja að í honum eru engin slæm tákn, þetta er frekar eins og þeir draumar sem segja til um örlög fólks um ævina alla og ólíkur þeim draumum sem segja frá því sem gerist á skömmum tíma. Tveir óhuggulegir Kceri draumráðandi. Eg cetla að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma sem mig dreymdi. Eyrri draumurinn sem mig dreymdi var svona: Systur stráks í mínum bekk var stolið og hús þeirra hertekið. Eg og fjöl- skylda mín vorum að hjálpa þeim að leita að stelpunni. Svo var komið kvöld og þeir gátu hvergi sofið. Við leyfðum þeim að sofa hjá okkur, strákurinn svaftil fóta hjá mér. (Hvað þýðir þetta?) Hinn dreymdi mig nótt- ina eftir að strákurinn sem ég er skotin í sagði mér að hann vceri ekki skotinn í mér. Hann er svona: Eg og hann vorum að borða á skyndibitastað. Það var fullt tungl og hann breyttist í varúlf. Eg öskr- aði og hljóp burt. Eftir eina viku fór hann að borða á sama stað og það var fullt tungl (hann fór með stelp- unni sem hann er skotinn í). Hann breyttist í varúlf, stelpan öskraði og ætlaði að hlaupa burt en hann var svo fljótur að hann réðst á hana og þá vaknaði ég. (Hvað þýðir þetta?) Ein hrædd. P.S. Eg vona að Helga fái þetta ekki. Rétt er að geta þess að Helga er vinkona Póstsins og étur ekki drauma. Draumráðandi reynir eftir föngum að hafa undan að ráða þá drauma sem berast en þessa stundina er það erfltt. Þó þessir draumar geti alls ekki talist tákn- draumar er ástæðulaust að ala á hræðslu dreymanda, því eins og sagt er er ljótur draumur oft fyrir litlu efni. Þessir draumar endur- spegla að mati draumráð- anda ótta, vonir, þrár, hræðslu við ýmislegt sem þú þekkir úr fréttum, kvik- myndum og kannski vídeói eða hefur heyrt um. Það er ekkert óvenjulegt að strákurinn breytist í varúlf í draumi stelpu, hálfpartinn er þetta hræðsla vegna sam- skipta stelpna og stráka og áreiðanlega spilar afsvar stráksins inn í þetta hjá þér líka. Sé seinni draumurinn tekinn sem táknrænn (það er svo sem alveg hægt) þá er ráðningin mjög senni- leg, þess konar draumar þykja vera fyrir vonbrigðum og draumum sem ekki rætast. 11. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.