Vikan


Vikan - 14.03.1985, Síða 46

Vikan - 14.03.1985, Síða 46
meðan grímuklæddir meðlimirnir ýlfruðu. Hún braust ákaft um og tókst að bíta helsta kvalara sinn. Upp úr því var kallað: ,,Kaffærið tíkina! Kælið hana í gos- brunninum!” Og hún var dregin á hárinu að gosbrunninum í salnum miðjum, borin í vatnið af fjórum grímuklæddum böðlum, kaffærð á grúfu og haldið þannig. „Einn! Tveir! Þrír! Fjór- ir... ” Talningin hélt áfram. Umbrot stúlkunnar voru áköf þegar höfði hennar var stungið í vatnið en urðu smám saman veikburða. „Tíu! Ellefu! Tólf... ” Stöðvið þá, einhver! hugsaöi Emma. Þelr drepa þennan indæla apakött. En hver stöðvar þá... ? „Sextán! Sautján...” „Það er best að hleypa henni upp núna, ugla!” ,,Fjandinn hafi það, hún kemur upp þegar mér þóknast, grís! ” „Tuttugu! Tuttuguogeinn...” „Þetta er nóg — upp með tíkina!” Stúlkunni var lyft upp úr vatn- inu, höfuð hennar hékk máttlaust á grönnum hálsinum, grannir hvítir handleggirnir löfðu með síðum og hún var lögð við hliðina á gosbrunninum. Þar lá hún kyrr með lokuð augu og sýndi engin merki um að anda. „Guð minn góður, ég held að stelpan sé drukknuð, ugla! ” „Guð minn góður, herra minn, ég held að það sé rétt. Fjárinn hirði hána fyrir að eyðileggja gamanið!” Æ, láttu það ekki vera þannig, bað Emma. Gerðu það.... Og þá gaf stúlkan frá sér veikburða kjökur, líkt og ungbam sem er vakið. Omótuð brjóst hennar risu og hnigu. Augnalok hennar bæröust, hún lauk upp augunum og skelfingin gagntók hana er hún sá hrikalegar grímumar stara niður á sig. „Hóran var að gera sér þetta upp.” „Geföu þessari undirförulu drós annan skammt af sama meðali! ” Það ótrúlega var aö gerast, það sem ekki var hægt að endurtaka var í þann veg að vera endurtekið. Félagar Furðufélagsins ýlfmðu af velþóknun og ringlaðar stúlkurnar frá Miggs horfðu á með lífvana augum þegar skelfingu lostin stúlkan — sem barðist ekki lengur á móti heldur grátbað kvalara sína um miskunn, bauö sig hvernig sem hver einasti þeirra kysi að taka hana og allt til einskis — var aftur dregin niður í vatnið. Aftur var höfuð hennar kaffært og rödd hennar hljóðnaði. „Látið hana í friði! Sleppið henni, morðingjar!” Emma var komin á meðal þeirra, stökk upp í gosbrunninn og barði í kringum sig með litlum, krepptum hnefum. Mönnunum brá við þess óvæntu árás, slepptu fórnarlambi sínu og sneru sér að fallegu, ævareiðu konunni sem stóð með nakin brjóst, másandi af ástríðu með útrétta handleggi, giæsneg augun skutu gneistum af hatri og fyrirlitningu. ,,Já, allir em þið morðingjar!” þrumaði hún. „Eg hef hitt ykkur áður, suma ykkar, kannski alla. Einhverjir Újóta að hafa verið viðstaddir þegar vesalings Perry litli Manners var geltur eins og naut í sveit, kvöldið sem átti að svíviröa mig og jafnvel myrða. Einhverjir ykkar, kannski allir, hljóta að hafa hlegið við að sjá mig liggja í stúkunni í leikhúsinu í Dmry Lane, ginnt — likt og konumar héma, í eiturvímu og svívirtar — eins og þið hafið gefið þessu barni eiturlyf og svívirt það og hálfdrekkt því þegar það vogaði sér að andmæla þeirri niðurlægingu sem þiö hafið hlaðið á líkama, sál, kvenleika, svívirt af leiðtoga ykkar, honum dásamlega Snakey ykkar — eins og þið höf ðuð í hyggju að svívirða allar konurnar hérna í kvöld. Hvar er hann? ” æpti hún upp í grímuklædd andlitin í kringum sig. „Farið með mig til hans og við skulum binda enda á þennan skrípaleik! Farið með mig til hans fjandans Snakey ykkar! Eg ætla aö spyrja hann, upp í bölvað opið geðið á honum, af hverju hann fann sig knúinn til að drepa vesal- ings, veika, gamla og yndislega manninn minn, besta mann sem nokkm sinni hefur lifað! ” Löng þögn varð og á meðan gufaði upp talsvert af trylltu sjálfsöryggi Emmu og hún stóð eftir meö þá tilfinningu að hún hefði leyft heitu Cradock-blóðinu — eflaust styrktu af því litla sem hún hafði drukkið af menguðu kampavíni — að beina ástríðum hennar þangað sem skynsemin hefði ekki leitt hana. Og svo — rödd: „Lafði Devizes hefur talað — og kröfu lafðinnar verður hlýtt. Grípið hómna!” Ræðumaðurinn var refshaus sem fyrstur hafði valið hana aö lags- konu fyrir kvöldiö, sá sem drakk vínið sem streymdi af óviðjafnan- legum br jóstum hennar. Þeir tóku hana, einn undir hvom handlegg, hundshaus öðrum megin og eðluhaus hinum megin, og teymdu hana hranalega út um dyrnar sem refshaus opnaði. Þegar þær lokuðust á eftir henni heyrði hún mjóróma og eymdar- legt vælið í frú Galloway sem kall- aði nafnhennar. Hinum megin við dymar var breiður stigi sem lá upp á efri hæð þar sem svalir voru meðfram öllum salnum. Efst í stiganum barði refshaus á viðarhurð, fór inn og lokaði á eftir sér. Emma var með mikinn hjartslátt og grímu- klæddir fantarnir héldu henni fastri. Fótatak. Dymar opnuðust á ný og refshaus stóö aftur frammi fyrir henni. ,,Snakey ætlar aö hitta þig núna,” hvíslaði hann. „Það er dapurlegt að þú skulir hafa valið — þessa leið. Ég kveð þig, lafði min.” Hann þrýsti henni að sér, hélt öðrum handleggnum þétt um mitti hennar, þuklaði brjóst hennar með hinni og kyssti hana græðgis- lega. Væmin lyktin af eiturlyfinu var enn út úr honum. „Þar er dásamlegri reynslu kastað á glæ,” tautaði hann milli vara hennar. Á næsta andartaki var henni ýtt hranalega inn um dyrnar og skellt á eftir henni með holum og ákveðnum hljómi. Það var dimmt inni í herberg- inu, jafndimmt og viö hlið helvítis. Emma heyrði krafs eins og í klóm rottu sem klórar til að reyna að sleppa út úr búri. Mjór logi teygð- ist upp frá neista; loginn varð að kerti sem var skýlt. I bjarma þess sá hún neðri hluta dökkklæddrar veru sem sat í stól við borð. „Jæja, þá hittumst við aftur,” gall tamnugleg, drafandi rödd. „Litla madonnan á girðingunni. Þú hefur eiginlega vaxið töluvert, Emma. En þú varst óviðjafnanleg jómfrú nítján ára. Ég vildi óska að ég hefði f engið þig þá. ” „Ég þekki þig!” hrópaði Emma. „Égþekkiþig vel!” „Er það, já — gerirðu það? Ertu viss?” Hún veinaði. Kertinu var allt í einu lyft upp þannig að það lýsti á höfuð mannsins sem þarna sat. Og höfuðið var snákshöfuð — kóbra- slanga með hatt og hreistruð húðin glampaði græn í flöktandi birtunni. ,,Skelfilegt — skelfilegt!” hvíslaðihún. „Við tökum okkur allir nafn og grímu viðeigandi dýrs,” sagði fyrirbærið. ,,Formaður Furðu- félagsins, sem er kosinn árlega, tekur á sig yfirbragð þessa vitra og rægða skriðdýrs meðan hann situr í embætti. En ég aftur á móti — sem stofnandi og forseti fyrir lífstíð — held viðurnefninu , ,Snakey ” yfir gröf og dauða. ” Að svo mæltu lyfti hann höndun- um og tók ofan grímuna þannig að í ljós kom andlit George Delavere lávarðar, þingmanns Bath, pipar- sveins og háðfugls sem elskaður var af tískuhúsfreyjum hástéttar- innar í öllu ríkinu og — nauðgari, kvalari og morðingi í stórum stíl. Hann var að tala; hún hlustaði líkt og kanína horfir á snák, mállaus af skelfingu og heilluð, ófær um að hreyfa sig, máttvana, gat ekki einu sinni hugsað. „Þetta fífl, hann frændi minn,” sagði hann, „sá fáránlegi Simon de Mazarin — það er honum að kenna að þú ert núna í þessari klípu. Eg drap hann eftir að hann hafði játað. Ég skal útskýra þetta. Á einum fundi okkar eftir að ég hafði fyrst hitt þig sem lafði Devizes og séð að þú varst laglega stúlkan sem viö nutum nærri því kvöldiö þama hjá Leicester Square skemmti ég samkundunni með ákaflega skreyttum lýsingum af líkamlegri fegurð þinni. Fíflið Simon — sem var formaður þetta árið, guð hjálpi félaginu! — fann upp á því að taka þig í leikhús- stúku eftir að hann sá þig þar eina. Þú getur ímyndað þér aðstöðu mína. Hann sagði þér nafn sitt: Hirðuleysisleg fyrirspurn í sam- kvæmisheiminum, eitt orð viö Beechboroughana, skyldmenni þín, og þú hefðir vitað að hann var skyldur mér. Ég var vikum saman í þeirri hættu að verða opinberlega tengdur við athafnir þessa klaufalega kjána, ég sem hef annars vegar beitt skynseminni til að lifa fullkomlega frjálsu lífi í þrjátíu ár og hins vegar verið virðulegur þjónn abnennings. Hann sagði mér ekki frá þér 4b Vikan IX. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.