Vikan


Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 28

Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 28
Einkaspá fyrir hvern dag vikunnar: Hvað segja stjörnurnar um afmælisbarnið? Hver er persónuleiki þeirra sem afmæli eiga í þessari viku? Hvar ættu þeir helst að hasla sér völl í atvinnulífinu? Hvernig lítur út í ástarmálum þeirra? Hvernig er heilsufari þeirra háttað? Við lítum á það helsta sem stjörnurnar hafa að segja um þá sem eiga afmæli 16.—22. maí. + + + + 16. maí: * ^ y. Þeir sem fæddir eru þennan dag eru fremur ástúðlegir í viðmóti, svo lengi sem aðrir eru ástúðlegir viö þá. Annars geta þeir vissulega verið homóttir. Afmælisböm dagsins eru frekar smekkvís og hafa yndi af að klæðast fallegum fötum. Raunar eru þau talsvert gefin fyrir hóglífi og ef þau fá ekki svolítið aðhald hættir þeim til að fara út í öfgar í þeim efnum. Stundum verða þeir sem fæddir eru þennan dag beinlínis að því sem almenningur kallar „glaum- gosa”. Þá hafa afmælisbömin lát- ið undan hóglífishvötinni og af því að segja verður hvem hlut eins og hann er þá verður því ekki leynt að alloft skortir afmælisbömin það viljaþrek og festu sem nauð- synleg er í bland við hóglífislöng- un og góðan smekk. Því kann svo að fara að þeir sem eiga afmæli í dag þyki afkastalitlir við störf en það vinnst stundum upp á því hve ráðagóðir þeir eru og ljúfir í um- gengni — ef allt er í góðu lagi. Ekki má leggja einhæf og venju- bundin störf á herðar afmælis- barnsins, þau eiga ekki við eðli þess. Merkilegt nokk geta afmæl- isböm dagsins staöið sig ágætlega ef þau eru eigin herrar. Á miðjum aldri munu þau líklega hafa komist í álnir. Tilfinningalífið getur verið tals- vert öldótt. Eins og við mátti bú- ast eru afmælisböm dagsins ekki við eina fjölina felld í þeim efnum og lenda því í mörgum ástarævin- týrum. Að lokum er samt við því að búast að þau lendi í farsælu hjónabandi þótt það kunni að verða seint á ævinni. Heilsufar er almennt gott en þó er nokkur hætta á slæmsku í nýrum. Heillatölur eru6og7. * * * * * 17. maí: * * * * * Þaö sem einkennir afmælisböm dagsins í dag er hagsýnin. Hvar sem á er litið skín hún í gegn. Þótt þeir sem fæddir eru þennan dag beri einnig allgott skynbragð á listir er það samt kaupmennskan sem virðist bera aöra eðliskosti ofurliði. Ldstelskan er líka njót- andans því ekki virðast fylgja henni neinir sköpunarhæfileikar. Þó kunna að leynast með afmælis- baminu nokkrir hæfileikar til list- rænnar túlkunar. Framkoma þess sem fæddur er í dag er prúð og hann býður af sér góðan þokka. Hann er dulur og ber ekki tilfinningar sínar á torg þótt honum mislíki oft hvemig veröld- in lætur við honum. Afmælisbam dagsins er líka skapmikið og þessi fágaða framkoma og þaö skap- gerðareinkenni að byrgja allt inni veldur stundum mikilli togstreitu sem bitna kann á aðstandendum. Lífsstarfið verður líklega í við- skiptum, ef til vill með tískuvörur eða föt. Kannski tengist það líka húsbyggingum og ráðleggingum um skreytingar eða fyrirkomulag. Afmælisbam dagsins er ekki gefið fyrir neitt hálfkák í tilfinn- ingamálum. Það elskar heitt og innilega og ætlast til þess að ást þess sé endurgoldin. Sú er ekki alltaf raunin og þá bregst afmælis- bamið við með því að bera harm sinn í hljóði en afar þunglega. Um síðir virðist þó koma að því að endanlegt horf komist á þessi mál og óhætt er að segja að makinn verður til mikils stuðnings og dregur úr áhrifum af skapgerðar- sveiflum. Heillatölur eru 6 og 8. * * * ¥ * 18. maí: * * * * * Sá sem fæddur er þennan dag er fyndinn og skemmtilegur og gef- inn fyrir þessa heims lystisemdir. Glaðværðin er þó oft á yfirborð- inu, eins konar gríma sem brugöið er upp til þess að hylja kvikuna sem undir býr. Afmælisbam dags- ins er líka afar metnaðargjamt og hikar þá ekki við aö nota meðul sem það vill annars ekki kannast við að nota. Það er listelskt og vera kann að það leggi fyrir sig einhvers konar listir og er tónlist- in líklegust. Margir þeir sem gæddir eru svipaðri lyndiseinkunn leita sér þó frama hjá hinu opinbera, stundum í bönkum eða peningastofnunum, því öll meðhöndlun peninga virðist eiga vel við þá. Peningavitið virð- ist stundum í einkennilegri blöndu við ást á listum en oftast fer þetta þó ágætlega saman. En það fylgir líka metnaðargimdinni að sá sem fæddur er þennan dag á auðvelt með að setja sig í annarra spor og kemst því oft vel af sem yfirmað- ur. Hann er enda ágætur stjóm- andi og hefur lag á að toga meira út úr fólki en það gerir sér sjálft grein fyrir. Afmælisbam dagsins er tilfinn- ingavera og elskar heitt maka sinn þegar það hefur fundið hann. Það kemur þó ekki í veg fyrir eitt og eitt hliðarspor en ekki verður það til skaða. Þeir sem fæddir eru þennan dag eru yfirleitt miklir fjölskyldumenn en hafa stundum mikiim metnað fyrir hönd bama sinna. Þeir ætla þá gjaman að bæta upp það sem þeim tókst ekki sjálfum. Það er ekki ævinlega vel lukkað. Heillatölur eru 9 og 6. 28 Víkan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.