Vikan


Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 47

Vikan - 16.05.1985, Blaðsíða 47
sat í einum klósettklefanum. Hún hentist ofsakát út til þess að koma fréttunum áleiðis. Loksins hafði ungfrú Gstaad fengið að kenna á því. Þegar Kata kom fram nýsnyrt vissi hún strax að auðmýking hennar var á allra vitorði. Þá kom írinn upp í Kötu og hún gaf þjóninum merki. „Nick, góði gefðu mér tvöfaldan eitt- hvað,” sagði hún, ,,gerðu það, elskan. ” sem líka vissi allt um grísku tvíburana, kom með forboðinn drykk, tvöfald- an koníak. Kötu svelgdist á drykknum en bað síðan um annan. Nick vildi ekki láta hana fá hann. En hann færði henni stöðugt fáránlega lit- skrúðuga óáfenga drykki með niðursneiddum ávöxtum sem hann borgaði fyrir og lét móðan mása við hana án þess að hún þyrfti að svara. Nick var fróun í að geta huggað Kötu. Hann vissi hvernig henni leið vegna þess að þannig leið hon- um út af Júdý í hvert sinn sem hann hafði tíma til þess að hugsa um það. Af hverju fann Júdý ekki hvað hann var ofsa- lega hrifinn af henni? Af hverju gerði það hana ekki hrifna af honum? Af hverju vildi hún aldrei koma fram við hann nema sem vin? Fyrir bæði Nick og Kötu olli það ekki síst sársauka að þau gerðu sér ekki grein fyrir að þetta var ekki eina ástin í lífi þeirra heldur aðeins fyrsta ástin í lífl þeirra. „Sérðu, þarna kemur hópurinn frá Le Mornay,” hvíslaði Nick að Kötu. ,,Þeir bíða bara eftir að verða ást- fangnirafþér.” Hópur smókingklæddra unglinga var rétt kominn inn um glerdyrnar. Þeir voru ótrúlega borginmannlegir, tveir Persar með dökkar boga- dregnar augnabrúnir samvaxnar yfir nefinu, fölleitur indverskur furstasonur og grannur ljóshærður Norður- landabúi sem bar sig eins og hann væri því vanur að allir gengju á eftir honum. I hópnum voru einnig tvær helstu skrautfjaðrirnar sem nú voru í Le Mornay, það er hinn óumræðilega auðugi Hunter Baggs og Saddrudin prins, yngri sonur Aga Khan. Þegar þeir röltu yfir að borðum sínum datt skyndilega allt í dúnalogn. Þetta var andartak þrungið þeirri eftir- væntingu sem alltaf fer á und- an inngöngu kóngafólks. Allir sneru sér í átt til dyranna þar sem Abdúllah prins, heiðurs- gesturinn, stóð stífur eins og hann væri að horfa á hersýn- ingu. Hann leiddi Heiðnu stillilega við arm sér og hún flæddi niður stigann í glitrandi skýi af misturgráu tjulli. /ti{ fatad ta daðraði nú opin- skátt við Nick því hjá honum fannst henni hún örugg. Um miðnættið flaug herskari af hvítum og bleikum blöðrum niður úr loftinu og allar kon- urnar meðal gestanna fengu hjartalaga púðurdósir og eina bleika rós á löngum stilk. Silfurpappírsræmum var fleygt um salinn og menn létu af öllum formleg- heitum. Kata gat ekki lengur afborið fjörið og ætlaði á snyrtinguna en Nick, sem hafði fengið sér neðan í því þó hann væri í vinnunni, hindraði hana. Framhald í næsta blaði. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Viö birtum... Þaö ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjalst.óháð dagblað ER SMAAUGLYSINGABLADID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.